Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 34

Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 34
34 ÁRA „Ég er ekki mikill afmælis- maður,“ segir Baldur Þór Bjarna- son, leikmaður Fram sem á afmæli í dag. „Ég hef gaman af að fara í af- mæli hjá öðrum, en ég held ekki upp á mitt nema kannski með einni köku og nánustu fjölskyldu. Ég er ekki partímaður. Ég hef aldrei hald- ið partí á afmælisdaginn.“ Baldur er flugmaður hjá Flug- leiðum og vaknar í Liege í Belgíu á afmælisdaginn. Flaug þangað í gærkvöldi. „Svo kem ég heim og sef til hádegis. Ætli maður reyni svo ekki að fara í hjólatúr með fjöl- skyldunni. Mér finnst alltaf best að eyða deginum þannig.“ Baldur tók fram skóna á ný á þessu ári eftir nokkurt hlé. „Það er heilmikið púsluspil að láta flugið og fótboltann ganga upp.“ Hann segir samstarfsmenn sína liðlega með að skipta á vöktum þegar hann þarf að spila leiki. Hann skiptir ekki á flugvakt fyrir afmælisdag- inn. „Nei, það er frekar fyrir fót- boltann. Ég er nú að komast á síð- asta snúning í fótboltanum.“ Aldur- inn er afstæður og bráðungir menn eru gamlir reynslujaxlar í boltan- um. „Ég stefni á að spila næsta sumar líka og jafnvel þarnæsta. Við verðum að sjá hvað lappirnar þola.“ Þegar færi gefst fer Baldur í sumarbústað fjölskyldunnar við Laugarvatn. „Þar er maður að plan- ta eitthvað“. Hann nýtur við það grænna fingra foreldranna sem rekið hafa verslunina Blómaval um árabil. Framliðið átti heldur slaka byrj- un í Íslandsmótinu. „Við verðum að taka þetta á okkur gömlu mennirn- ir sem eigum að draga vagninn,“ segir Baldur og er ekki í nokkrum vafa um að liðið eigi eftir að hala inn mörg stig í næstu leikjum. Baldur spilaði sem framliggj- andi miðjumaður og sem kantmað- ur en hefur fært sig yfir í vörnina. „Ég var alltaf skammaður fyrir það hér áður að ég gæti ekki spilað vörn. Svo er maður bara settur í vörnina og látinn bjarga sér. Maður má ekki gera neina vitleysu þegar maður er í vörninni.“ Menn muna betur eftir mistökum varnarmanns sem kosta mark en þegar sóknar- maður nýtir ekki færi. „Það er nú fyrirgefið ef maður klúðrar einu og einu færi.“ haflidi@frettabladid.is 36 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR Hvernig stendur á því að þú veist alltsem hægt er að vita um nágranna þína? Ég passaði páfagaukana þeirra um síðustu helgi. Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni Afmæli BALDUR ÞÓR BJARNASON ■ flýgur heim frá Belgíu á afmælisdag- inn. Reiknar með að fara út að hjóla með fjölskyldunni. Hann er ekki mikið fyrir að halda afmælispartí. hö nn un : V ík ur fr ét tir Jói...þessi blóm...þú hefðir ekki átt að... Nei, ekki orð um það meir! Ég MEINA það...þú hefðir ekki átt að gera þetta! Svona er ég nú bara, elsk- an mín! Hv íl í f riði BALDUR ÞÓR BJARNASON Ætlar út að hjóla með dóttur sinni Hildi Völu Baldursdóttur á afmæisdaginn. Hann vill gjarnan taka því rólega á afmælisdaginn. Afmælið víkur fyrir flugi og fótbolta Þetta var óperusýning eins ogþær gerast allra bestar; stór- kostlega hugmyndarík uppsetn- ing, flutningurinn magnaður og tilfinningaþrunginn. Í einu orði sagt stórfenglegt,“ segir í hinu al- þjóðlega óperutímariti Opera Now um sýningu Íslensku óper- unnar á Macbeth á liðnum vetri. Útsendari blaðsins, Neil Jones, var viðstaddur sýningu 2. mars og í nýútkomnu hefti blaðsins birtist gagnrýni hans ásamt grein um starfsemi Íslensku óperunnar, auk þess sem fjallað er um Óperu- stúdíó Austurlands og Sumaróp- eru Reykjavíkur. Jones byrjar umsögn sína á því að fara jákvæðum orðum um leik- mynd, lýsingu og mikilvægt hlut- verk kvennakórsins. „Ólafur Kjartan Sigurðarson var stórkostlegur Macbeth þótt hann sé í yngri kantinum fyrir hlutverkið, en Elín Ósk Óskars- dóttir skóp ógleymanlega lafði Macbeth. Hæstu tónarnir hjá henni voru glæsilegir og túlkun hennar kyngimögnuð. En gæðin lágu víðar. Guðjón Óskarsson í hlutverki Bancos, Jóhann Frið- geir Valdimarsson sem Macduff og Snorri Wium sem Malcolm sungu allir og léku mjög vel. Hulda Björk Garðarsdóttir var mjög þokkafull í hlutverki hirð- meyjar lafði Macbeth en það er synd að frá hendi Verdis er hlut- verkið svo lítið, að falleg söng- rödd hennar fékk ekki að njóta sín frekar.“ ■ Ópera ■ Sýning Íslensku óperunnar á Macbeth eftir Verdi hlaut mikið lof hér á landi. Erlendir gagnrýnendur eru líka himinlifandi yfir sýningunni. ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON Hann ásamt félögum sínum í Íslensku óp- erunni fá afar lofsamlega dóma fyrir upp- færsluna á Macbeth hjá gagnrýnanda al- þjóðlega óperutímaritsins Opera Now. Hrifning með Macbeth FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL - H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ■ Jarðarfarir 13.30 Sigurður Jónsson frá Einarsstöð- um verður jarðsunginn frá Grafar- vogskirkju. 14.00 Anna Ólafsdóttir, áður Seljahlíð 13A, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju. ■ Andlát Halldóra Jónsdóttir, Lóló, Austurbergi 2, lést 1. júlí. Guðmundur Marteinsson, Tucson, Arisona, lést í Tucson 30. júní. Ingibjörg Finnsdóttir, Gullsmára 7, Kópavogi, lést 30. júní. Oddbjörg (Stella) Thors lést í Bandaríkj- unum 21. júní. Védís Hólmfríður Hallsdóttir lést 11. júní. Útförin hefur farið fram. Þráinn Þorvaldsson, Oddakoti, Austur Landeyjum lést 27. júní.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.