Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 11
11MÁNUDAGUR 7. júlí 2003
Collector 33
Rafmagnssláttuvél
1000W rafmótor
27 ltr grashirðupoki
Euro 45
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Silent 45 Combi
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900
Hágæða sláttuvélar
Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864
A
U
G
L
Ý
S
I
N
G
A
S
E
T
R
I
Ð
! " #"$% &
'
(
" "
) (! ( *' '
+++
,, !-#.!!'
/!! "!(0 1&&2
! "
# $
%
#
!&
3 '
(
(
!
HJÓLREIÐAR Bandaríkjamaðurinn
Lance Armstrong er talinn sigur-
stranglegastur í Frakklandshjól-
reiðakeppninni (Tour de France)
sem hófst á laugardag. Armstrong
stefnir að fimmta sigrinum í röð
en aðeins Miguel Indurain frá
Spáni hefur unnið slíkt afrek. Yf-
irburðir Armstrong hafa verið
það miklir síðustu árin að keppnin
var uppnefnd Tour de Lance.
Armstrong telur Þjóðverjann Jan
Ullrich sinn helsta keppinaut. Ull-
rich sigraði í keppninni árið 1997
og hefur þrisvar lent í öðru sæti
síðan þá.
Keppnin var fyrst haldin árið
1903. Hugmyndin að baki hennar
var söluátak dagblaðsins L’Auto
sem tókst það vel að það gerði út
af við helsta keppinautinn Le
Velo. Í fyrstu keppninni hjóluðu
sextíu keppendur 2.428 kílómetra
á nítján dögum. Maurice Garin
sigraði á fyrsta áfanga og hélt for-
ystunni til loka. Keppnin var mjög
erfið þótt ekki lægi leiðin um
Alpana eða Pýreneafjöllin eins og
síðar varð. Hjólin voru frumstæð,
vegirnir bágbornir og keppendum
var ekki boðið upp á hvíld eða
gistingu.
Keppni þessa árs hófst 5. júlí í
París og lýkur á sama stað 22 dög-
um síðar. Keppendur hjóla 3.361
kílómetra í 20 áföngum, þrjá í
Ölpunum og fjóra í Pýreneafjöll-
unum. Leiðin frá Nevers til Lyon
(6. áfangi, 11. júlí) um Rhone-dal-
inn er lengsti áfanginn, 230 kíló-
metrar. Hann er annar tveggja
áfanga sem var einnig hluti fyrstu
keppninnar fyrir 100 árum. Hinn
er lokakaflinn á götum Parísar.
Hæst liggur leiðin í 2.645 metra
hæð á Galibier-tindinn (Col de
Galibier) í Ölpunum. Keppendur
hjóla úr 1.411 metra hæð í 2.645
metra og aftur niður í 722 metra.
Á þessum kafla varð fyrsta
dauðsfallið í keppninni þegar
Spánverjinn Francesco Cepeda
féll af hjóli sínu í keppninni árið
1935. Brattasti kaflinn er samt við
Cote de Larrau í Pýreneafjöllun-
um, miðja vegu milli Pau og
Bayonne. Þar hjóla keppendur úr
630 metrum í 1.327 metra á aðeins
2,4 km. og er hallinn 10,5%, eða
áþekkur og í Kömbunum. ■
Aldargömul
keppni
Lance Armstrong stefnir að fimmta sigrinum í
röð í Tour de France. Hundrað ár eru nú liðin
frá því fyrst var keppt í þessari 3.361 kílómetra
löngu hjólreiðakeppni.
LANCE ARMSTRONG
Lance Armstrong stefnir að fimmta sigrinum í röð í Tour de France.
FLESTIR SIGRAR 1903-2002
Jacques Anquetil (Frakklandi) 5 1957-1964
Eddy Merckx (Belgíu) 5 1969-1974
Bernard Hinault (Frakklandi) 5 1978-1985
Miguel Indurain (Spáni) 5 1991-1995
Lance Armstrong (Bandaríkjunum) 4 1999-2002
Gullmótin í frjálsum:
Tvær
keppa um
gullpottinn
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Chandra Sturrup
frá Bahamas eyjum og Maria
Mutola frá Mózambík eiga einar
möguleika á gullpottinum þegar
tveimur mótum af sex er lokið. Báð-
ar sigruðu á fyrsta mótinu á Bislett
og aftur á Stade du France á föstu-
dag.
Sturrup sigraði í 100 metra
hlaupi á 11,01 sekúndu en Kelli
White frá Bandaríkjunum varð önn-
ur og heimastúlkan Christine Arron
þriðja. Maria Mutola sigraði í 800
metra hlaupi á 1.57,58 eftir harða
keppni við slóvensku stúlkuna Jol-
anda Ceplak. Mina Ait Hammou frá
Marokkó varð þriðja. ■
CHANDRA STURRUP
Chandra Sturrup kemur í mark í 100 metra
hlaupinu í París á föstudag.