Fréttablaðið - 07.07.2003, Side 13

Fréttablaðið - 07.07.2003, Side 13
Rétta útimálningin getur sparað þér tugi þúsunda króna Steinakrýl - mjög góð viðloðun, gott rakagegnstreymi og mikið veðrunarþol Kópal Steintex - frábært á múr og steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols Steinvari 2000 - besta mögulega vörn fyrir húsið - yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður - verndar steypuna fyrir slagregni - flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað málningu frá okkur sérstöðu. Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Bláfell Grindavík. ÉG ER TÝNDUR Hvaða barn vill ekki eiga svona stól sem hægt er að fela sig í? Felustóll Barnaherbergi eru alltaf aðverða meira og meira við hæfi barna. Úrval sérhannaðra barnahúsgagna eykst og þar ræð- ur gjarnan litagleðin ríkjum. Þessi stóll fæst í Ikea og er hann hugsaður fyrir yngri börnin. Yfir honum er segl sem hægt er að draga alveg niður. Hver man ekki eftir barnæskunni og þeirri þörf að búa til hús úr teppum og alls kyns hlutum til að fela sig í. Þessi stóll ætti að koma í veg fyrir rask af því tagi á heimilinu. ■ VINSÆLL TÁGASTÓLL Þeir hafa lengi verið til í Ikea þessir stólar. Skemmtilegt er að leggja í þá gæru. Tágastólar úti og inni Tágastólar hafa lengi verið vin-sælir og að sögn verslunar- stjóra í Ikea er ekkert lát á því. Stólana má setja út á pall á sumr- in og margir hafa notað þá þannig. Gæta verður þess að kippa þeim inn ef fer að rigna því þótt þeir þoli vætu er ekki gott að þeir standi úti. Fólk hefur einnig tekið þá tals- vert í barnaherbergi. Þá er ekki síður hægt að dubba upp og hafa upp í stofunni. Tilvalið er að nota svona gæru og gera þá hlýlega og notalega með því. ■ Fyrir fólk sem langar að búa tilgott expressókaffi, en er svo óheppið að eiga ekki expressóvél, er einfaldast að nota mokkakönnu. „Það þarf þá hreint vatn í neðsta hlutann, alveg upp að ventlinum,“ segir Ása Pettersson, Íslandsmeist- ari kaffibarþjóna, „en það þarf að varast að vatnið fari upp fyrir ventilinnn. Svo setur maður sigtið yfir og kaffi, sem er sérstaklega malað fyrir mokkakönnur, í sigtið. Ekki troða of miklu í sigtið, en það má heldur ekki vera of lítið,“ segir Ása. Að því búnu skrúfar maður efsta hlutann á og setur könnuna á eldarvélarhellu, á næsthæsta hita. Ása segir að þegar byrjar að seytla upp um stútinn eigi að taka könnuna af. „Kaffið er svo tilbúið þegar allt vatnið er komið upp um stútinn.“ Henni finnst best að nota dökkristað kaffi en nota má allar tegundir. ■ Mokkakanna á hellu: Best að nota dökk- ristað kaffi ÁSA MEÐ MOKKAKÖNNU Þeir sem komast upp á bragðið með að nota mokkakönnur eru yfir sig hrifnir af þeim. 13MÁNUDAGUR 7. júlí 2003

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.