Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 21
fast/eignirMÁNUDAGUR 7. júlí 2003 7 Sumarið er tími framkvæmdavið garðinn og þá nota marg- ir tækifærið og koma upp lang- þráðum palli. Í byggingavöru- verslunum borgarinnar fengust þær upplýsingar að mikið væri keypt af timbri þessa dagana og sumarfríið gjarnan notað. Timburverslanir á höfuð- borgarsvæðinu eru einungis þrjár og í þeim stærstu er verð- ið nákvæmlega það sama. Þriðja timburverslunin er Meistara- efni ehf. en þar er verðið 120 krónur og að sögn eigandans ræður hann ekki við að vera með tilboð á sínu timbri. Hann vill þó meina að hans timbur sé gæðaefni frá Svíþjóð en stóru verslanirnar flytja inn frá Lett- landi og Eistlandi þar sem þær eiga verksmiðjurnar sjálfar. Í Byko kostar lengdarmetr- inn af A-gagnvörnu pallaefni í stærðinni 22x95, 99 krónur á til- boði. Í Húsasmiðjunni er verðið það sama og er einnig á tilboði. Því er tækifærið núna að kaupa efni í pallinn eða girðinguna ef taka á til hendinni. ■ VERÐ Á PALLAEFNI Byko *22X95 kr. 99 lengdarm. Húsasmiðjan *21X95 kr. 99 lengdarm. Meistaraefni ehf. 21X95 kr. 120 lengdarm. (Í Byko og Húsasmiðjunni er tilboð á efninu en ekki hjá Meistaraefni ehf. Efnið er A-gagnvarið hjá öllum.) Byko og Húsamiðjan/ Svipað verð á pallaefni ÞENSLA OG SAMDRÁTTUR VEGNA HITABREYTINGA HAFA YFIRLEYTT Í FÖR MEÐ SÉR FLÖGNUN, TÆRINGU OG SPRUNGUMYNDUN. SLÍKT GETUR VALDIÐ ÞAKLEKA OG STYTT VERULEGA ENDINGU ÞAKKLÆÐNINGAR. HIÐ MIKLA TEYGJUÞOL PACE ÞAKEFNANNA GERIR AÐ ÞAU STANDAST ÁLAGIÐ OG ÞAKIÐ ÞITT HELDUR ÁFRAM AÐ VERA FALLEGT OG ÞÉTT PACE ÞAK ER BETRA ÞAK ! SÓLPALLUR Verð á pallaefni er svipað hjá byggingavöruverslunum. VILLIGRÓÐUR Í GARÐINUM Blettir með villtum plöntum úr íslenskri náttúru geta verið mjög fallegir í þéttbýlis- garðinum. En það er margt sem þarf að hafa í huga ef fólk langar að koma sér upp þannig reit. Villtur gróður í görðum/ Fallegur en vand- meðfarinn Villtur gróður í görðum í þétt-býli getur verið mjög fallegur og gefið garðinum sérstakt yfir- bragð. Þá er ekki verið að tala um arfann, sem fólk vill auðvitað helst losna við, heldur ýmsar fal- legar, íslenskar plöntur sem lifa í villtri náttúru. Tryggvi Arnarson, garðyrkju- fræðingur hjá Garðheimum, segir að villtur gróður hafi á löngum tíma aðlagast rýrum jarðvegi og því sé mikilvægt að undirbúa jarðveginn í garðinum þannig að hann sé ekki mjög frjór eða kalkríkur. En þá getur fólk líka verið með hvaða plöntur sem því dettur í hug. „Það eru að sjálf- sögðu margar mjög fallegar plöntur í íslenskri náttúru eins og til dæmis móbergið, fjalldrapi og eyrarrós. Líka eru trjátegundir sem vaxa villtar fallegar í svona reit eins og einir, birki og reynir.“ Tryggvi bendir á að í svona reit sé æskilegt að nota frekar lífræn- an áburð en ólífrænan, því í flest- um tilfellum séum við með súran jarðveg í görðunum. „Það getur líka verið góð hugmynd að af- marka þetta svæði með þili sem væri þá rétt í yfirborðinu, næði svona um það bil 20 sentímetra niður, en svo er auðvitað líka hægt að láta þetta ná saman. Þá er þó alltaf sú hætta fyrir hendi að villti gróðurinn dreifi sér yfir á svæði þar sem fólk ætlar að hafa skipulag á hlutunum,“ segir Tryggvi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.