Fréttablaðið - 07.07.2003, Side 34
■ ■ TÓNLIST
Tilraunaeldhúsið í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 1. Þeir sem koma fram í kvöld
eru Borko, her torpedo, Ben Frost og
Telco Systems.
■ ■ SÝNINGAR
Þórdís Þórðar sýnir vatnslita- og
tepokamyndir á Kaffi Krús á Selfossi.
Sýning Sigurrósar á Egilsstöðum.
Myndirnar sem hún sýnir að þessu
sinni skýrskota til náttúrunnar og fólks-
ins sem býr á landsbyggðinni. Sigurrós
tileinkar m.a. sýningu sína þeirri upp-
byggingu sem er að hefjast á aust-
fjörðum.
Rósa Matt sýnir á Kaffi Sólon. Rósa
er þekkt fyrir sína sértöku mósaikspegla.
Sýningin stendur til 25 júlí og er Sess-
elja Thorberg sýningarstjóri.
Sýning á kínverskri samtímagrafík
og myndböndum um kínverska menn-
ingu. Að sýningunni standa kínverska
sendiráðið á Íslandi, Kínversk-íslenska
menningarfélagið og Félag Kínverja á
Íslandi. Sýningin er í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Samsýning listamanna úr Gallery
VERU í Veitingahúsinu Ránni í Kefla-
vík. Sýningin stendur til 14. júlí. Sýndar
eru landslags- og blómamyndir.
Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand
eru sýndar á Austurvelli. Sýningin ber
nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur
verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á
sama tíma verður upplýsingamiðstöð
að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar
sem sjá má kvikmynd um tilurð verk-
efnisins.
Ebba Júlíana Lárusdóttir og List-
galleríið Samlagið sýna á jarðhæð
Norska hússins á Stykkishólmi. Ebba
sýnir glerlistaverk í bláa sal Norska húss-
ins en hún hefur lagt stund á glerlist
síðan 1988. Stendur til 31. júlí.
Sýningin Pester a Beuty í Gallerí
Tukt. En sýningin er einkasýning lista-
mannsins GAG og skýrskotar til líðandi
atburða þjóðfélagsins. Sýningin stendur
til 12. júlí. Gellerí Tukt er í Hinu Húsinu,
Pósthússtræti 3-5.
Sýningin Fjarskanistan í gallerí
Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c. Þeir
sem eiga verk á sýningunni eru Guðný
Rúnarsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir,
Hörn Harðardóttir, Rakel Gunnarsdóttir,
Sólveig Einarsdóttir og Þorbjörg Jóns-
dóttir. Sýningin er opin frá sunnudegi til
miðvikudags frá klukkan 20-22:00.
Arnþór Hreinsson sýnir á Kránni
Laugavegi 73. Hann sýnir þar olíumál-
verk. Arnþór ústskrifaðist frá Mynlistar-
og handíðaskólanum árið 1986.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
16 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
4 5 6 7 8 9 10
JÚLÍ
Mánudagur
Hugmyndin að baki Sæluhúsinusem Tilraunaeldhúsið opnaði í
janúar var að skapa slakan vett-
vang fyrir framsækna tónlist sem
við heyrum ekki og eða höfum ekki
tækifæri til að heyra á hverjum
degi,“ segir Kristín Björk skipu-
leggjandi Sæluhússins en það verð-
ur opnað í kvöld í Nýlistasafninu .
„Það er svo mikið af músík sem
er sjóðandi og bubblandi undir
gangstéttarhellunum og okkur
langar mikið til að færa þessa tón-
list inn í Sæluhúsið.“
Að sögn Kristínar þurfa tónlist-
argrúskarar að hafa ákveðið at-
hvarf til að leika tónlist sína. „Við
njótum þess vikilega að spila sam-
an tónlist og til þess þurfum við
svona Sæluhús þar sem ekki er
þessi þrumandi síbylja heldur eitt-
hvað sérstakt.“
Kristín segir að Sæluhúsið leggi
áherslu á að liststefnur blæði sam-
an. „Við höfum alltaf myndlistar-
fólk með okkur á þessum viðburð-
um. Í þetta skiptið verður Lóa sem
sýnir demantateiknimyndirnar
sínar. Við höfum alltaf viljað búa
til samræðu á milli listafólks í tón-
list og myndlist og freista þess að
það komi eitthvað nýtt, sérstakt og
æðislegt út. Eitthvað sem maður
geymir með sér áfram.“
Það sem er sérstakt við Sælu-
húsið í kvöld er að mati Kristínar
hve ólík öll atriðin eru. „Ben Frost
kemur alla leið frá Ástralíu en
hann gaf nýlega út plötuna Music
for Sad Children en nafnið lýsir
tónlistinni ágætlega þar sem þetta
er mjúkt og rómantískt andrúms-
popp og hann er kominn alla þessa
leið til að vera með okkur, síðan er
það Borko sem hefur ekki spilað
mjög lengi á Íslandi en hann býr til
alveg frábærar melódíur og í
kvöld spila Óli Björn og Svavar
Pétur með honum. Her torpedo
leikur tónlist eftir Jöru en þetta er
í fyrsta sinn sem tónlist hennar
verður leikin á tónleikum og síðan
að lokum er það Telco Systems
sem er hollenskur dúett sem fæst
við rauntíma flutning og samrás
hljóðs, rosalega flott efni á heims-
klassa.“
Dagskrá Sæluhússins hefst
klukkan 20 í kvöld.
vbe@frettabladid.is
■ TÓNLIST
Sjóðandi undir
gangstéttarhellunum
!
!
" #
$
%
&
'
! (
&
!
) !
*
+,-
.
*
/
0,1
2.3)
4
53
647
8698:;4
<98;/
49
9
=
.! >
>>
!
&
%
0,
$
<?3
9=;
Barmmerki við öll tækifæri
Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót
Hægt er að velja á
milli þess að hafa
hangandi klemmu
eða klemmu og
nælu á baki
bammerkis.
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á
flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið.
Prentum á
barmmerkin,
ef okkur eru
send nöfnin í
Excel skjali .
Pappírinn kemur
rifgataður í A4
örkum, fyrir þá
sem vilja prenta
sjálfir.
Hungursneyð ógnar milljónum
manna í sunnanverðri Afríku.
Rauði krossinn er að hjálpa.
Hringdu í síma 907 2020 og þá
styrkir þú átakið um 1.000 kr.
Þitt framlag getur bjargað
mannslífum.
GIDEON
Er meðlimur í hollenska dúetnum Telco Systems sem kemur fram í Tilraunaeldhúsinu í
kvöld. Kristín lýsir þeim sem hljómsveit í heimsklassa.