Fréttablaðið - 07.07.2003, Síða 37
MÁNUDAGUR 7. júlí 2003 19
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10 HOW TO LOOSE ... kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 12
kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10, 10.50, 11,30. PS
kl. 6, 8 og 10 PEOPLE I KNOW
AGENT CODY BANKS kl. 6 IDENTITY kl. 8 og 10 b.i. 16
FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.10
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14
Hér er svo sannarlega sett í stuð-gírinn! Þessi danski sprelli-
dúett eyðir ekki einni sekúndu í
vangaveltur eða djúpar heimsspeki-
legar pælingar. Hér er hásumar,
græjurnar úti á götu og hljóðstyrk-
urinn í botni. Hér er ekki eitt ein-
asta lag sem fær menn til þess að
staldra við og velta sér yfir böli
heimsins. Það ætti meira að segja að
vera auðvelt að gleyma því algjör-
lega að tilfinningar á borð við dep-
urð, þunglyndi eða sorg séu yfir höf-
uð til ef menn lifa sig 100% inn í tón-
listina. Allt er gert fyrir augnablik-
ið, og bara gert nokkuð vel.
Hljómurinn er eins konar hræri-
grautur af fjörugu gítarrokki átt-
unda áratugarins, grúví Stevie
Wonder, lagasörpun Fatboy Slim og
töffaralátum The Rolling Stones.
Slagarinn „Move Your Feet“ hefði
alveg eins geta verið valinn af
handahófi af þessari plötu. Hér eru
ekkert nema stuðslagarar sem ættu
að renna í útvarpsspilun á hásumar-
tímanum. Þessi plata á án efa eftir
að fljóta um í meginstraumum, al-
veg þangað til að við verðum komin
með hundleiða á henni. Það er ör-
ugglega ekkert svo erfitt heldur.
Þetta er hámarks skammtur af „je,
je, je“ hrópum, „klappið saman
höndunum“ og „er’iggi allir í
stuði?“. Svona tónlist má líkja við
tequilaskot. Frábært á meðan partí-
ið er í gangi, en það síðasta sem
menn geta hugsað sér í þynnkunni
daginn eftir. Endist stutt í tækinu,
en sprengir hátalarana á stuttum líf-
daga sínum.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
„Er’iggi
allir í stuði?“
JUNIOR SENIOR:
D-D-Don´t Don´t Stop the Beat
frítt 13. júlí
KVIKMYNDIR Leið Indiana Jones upp á
hvíta tjaldið virðist vera vörðuð
steinum. Nú berast þær fréttir að
leikstjórinn Steven Spielberg sé
hættur við að leikstýra myndinni.
Hvort þetta verði til þess að myndin
verði aldrei gerð er ekki vitað en
Harrison Ford hafði áður sett það
sem skilyrði fyrir því að hann léki
fornleifafræðinginn aftur að bæði
Spielberg og Lucas myndu vinna að
myndinni.
Spielberg er víst mjög upptekin
maður og með mörg verkefni í burð-
arliðnum. Sean Connery, sem hefur
þegar tekið að sér að leika föður
Indy aftur, sagði í viðtali við Empire
að honum hefði verið sagt að Spiel-
berg hefði fórnað Indiana Jones fyr-
ir annað verkefni.
„Ég var mjög vonsvikinn að
heyra að Steven ætli sér ekki að leik-
stýra, en á endanum snýst þetta allt
um hversu gott handritið verður,
hvort hægt sé að vinna með það.“
Fyrir skömmu var það tilkynnt að
myndin færi í tökur næsta haust en
ef þetta reynist satt verður líklegast
einhver frestun á því. Aðdáendur
Indiana Jones verða því af öllum lík-
indum að bíða aðeins lengur. ■
Indiana Jones:
Spielberg ætlar
ekki að leikstýra
INDIANA JONES
Er ferð Indiana Jones kannski
á enda eftir allt saman?
Sex And The City leikkonanKristin Davis, sem leikur
Charlotte York, góðu
stelpuna, minnist þess
með hryllingi þegar
hún lék í ofursápuni
Melrose Place um
miðjan síðasta ára-
tug. Þar lék hún
Brooke, aðal tík
þáttarins. Hún seg-
ir aðdáendur MP
hafi oftar en ekki
ruglað saman
veruleika og
skáldskap og það
hafi verið erfitt.
Einhverju sinni
var hún til dæm-
is í húsgagnaverslun þegar hún
heyrir hvíslað „hei, þarna er
Brooke. Hvílík tík!“.
Leikstjórinn Ang Lee, sem hefurm.a. gert myndirnar The Ice
Storm, Crouching Tiger Hidden
Dragon og The Hulk á ferli sínum,
segist vera að hugleiða að setjast í
helgan stein. Hann segist þurfa
lengri og lengri tíma á milli
mynda til þess að jafna sig og að
hann sé að verða of gamall til þess
að sinna verkefnunum almenni-
lega. Til dæmis hafi hann þurft
heilt ár til þess að jafna sig á
Crouching Tiger, Hidden Dragon.
Maðurinn er 58 ára gamall.
Smáa en knáa ólétta leikkonu-ljóskan Reese Witherspoon er
sérlega ánægð með dvöl sína í
London um þessar mundir. Það er
vegna þess að leikarar þar fá ekki
sérstaka athygli. Hún stendur í tök-
um á kvikmyndun skáldsögunar
„Vanity Fair“. Hún segist geta
skroppið í matvörubúð án áreitis og
farið með krakkann sinn í lystigarð
án þess að neinn kippi sér upp við
það. „Mér líkar vel við þá hugmynd
að leikarar séu bara einn hlekkur
af mörgum við gerð myndar, partur
af stórum hópi þar sem enginn er
öðrum hærri. Hér er ekki mikið um
sérmeðferð á leikurum.“ Hvar eru
svo hinir illræmdu bresku pappar-
azzi ljósmyndarar?