Fréttablaðið - 26.07.2003, Qupperneq 1
SAMKEPPNI Georg Ólafsson, for-
stjóri Samkeppnisstofnunar, fór á
fund Ríkislögreglustjóraembætt-
isins og kynnti því mál olíufélag-
anna fyrir rúmum mánuði síðan.
„Við frá Samkeppnisstofnun fór-
um á fund staðgengils ríkislög-
reglustjóra fyrir rúmum mánuði
síðan og vöktum athygli embætt-
isins á máli olíufélaganna. Við
töldum málið það alvarlegt að við
gætum ekki setið með það án
þess að kynna það fyrir lög-
reglu.“
Í samtali við Fréttablaðið fyrr
í gær sagði Haraldur Johannes-
sen ríkislögreglustjóri ákvörðun
um lögreglurannsókn á máli olíu-
félaganna liggja hjá Samkeppnis-
stofnun. „Samkeppnisstofnun hóf
rannsókn málsins og hefur öll
gögn og forsendur í málinu. Ég
reikna með að stofnunin myndi
vekja athygli okkar á málinu ef
grunur eða vitneskja væri um að
refsivert brot hafi verið framið.
Ef send verður formleg beiðni
með viðeigandi gögnum stendur
ekki á okkur að bregðast við. Rík-
issaksóknari getur vísað málinu
til okkar eða tekið það upp sjálf-
ur, en það virðist vera niðurstaða
hjá ríkislögreglustjóranum og
ríkissaksóknara að taka málið
ekki upp að eigin frumkvæði.“
Georg kveðst þvert á móti hafa
boðist til að afhenda ríkislög-
reglustjóraembættinu frum-
skýrslu Samkeppnisstofnunar um
samráðsmálið. „Þeir töldu ekki
ástæðu til að taka við skýrslunni
að svo komnu og vildu gefa sér
tíma til að skoða málið. Þeir ætl-
uðu að hafa samband við okkur
síðar, en það hefur ekki gerst enn.
Ég lít svo á að við séum búnir
vekja athygli þeirra á málinu. Svo
er það lögreglunnar að taka af-
stöðu til þess hvort hún telji
ástæðu til að taka málið upp á
þessu stigi á sínum vettvangi,“
segir hann.
jtr@frettabladid.is
Sjá bls. 2 og 8
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 18
Leikhús 18
Myndlist 18
Bíó 20
Íþróttir 16
Sjónvarp 22
LAUGARDAGUR
26. júlí 2003 – 170. tölublað – 3. árgangur
STA Ð R EY N D UM
A U K I N
F O R YS TA
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003
29,1%
53,4%
65,9%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
FLÝJA HITANN
Flosi Arnórsson,
sjómaðurinn sem
er í farbanni í
Dubai, segir lítið
að gerast í sínum
málum. Hitinn á
þessum slóðum
fer í 45 stig á dag-
inn og hafa flestir
þeir sem hafa tök
á því flúið land og leitað á svalari slóðir.
Sjálfur kemst hann hvergi. Sjá nánar bls. 4
FURÐAST AÐGERÐALEYSI
Stjórnarandstæðingar í efnahags- og við-
skiptanefnd furða sig á aðgerðaleysi lög-
regluyfirvalda vegna meints samráðs olíu-
félaganna. Þá spyrja þeir hvaða hagsmun-
um það þjóni að meina nefndinni að leita
eftir upplýsingum. Sjá nánar bls. 2
FLUTT ÚR LANDI
Rúmensk fjölskylda var flutt nauðug úr
landi í gær. Beiðni hennar um hæli hér-
lendis af mannúðarástæðum hafði þá verið
hafnað. Fjölskyldan hefur verið meira og
minna á flótta í tólf ár. Sjá nánar bls. 4
VEÐRIÐ Í DAG
leikið á píanó í Skálholti
Steinunn Birna Ragnarsdóttir:
▲
SÍÐA 18
Fjarri ys
og þys
þýðandinn af Tímanum
Atli Magnússon:
▲
SÍÐA 27
Deilir degi
með Jagger
Það verður úrkomulítið á landinu í dag og
hægur vindur. Í höfuðborginni verður
veðrið hvað best, nokkur sól og hlýindi.
Þannig fá borgarbúar og þar með talinn
borgarstjórinn kærkomið tækifæri til að
spássera um borgina. Sjá nánar bls. 6
LISTRÆNN LAUGARDAGUR
Listafólk hjálpast að við að skapa listræna
stemningu í miðborginni, útimessa verður
haldin á Lækjartorgi og tónlistarfólk flytur
tónlist á dagskrá Magnaðrar miðborgar.
Dansað verður á götum úti og gullsmiðir
bjóða fólk sérstaklega velkomið í miðbæ
Reykjavíkur í dag. Sjá nánar:
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti skipaði síðdeg-
is í gær bandarískum herskipum
að sigla til strandar Líberíu. Ekki
lá fyrir hve mörg skip eða her-
menn verða send til Líberíu en
það tekur skipin nokkra sólar-
hringa að komast á staðinn.
Bandarísku hermönnunum er ætl-
að að styðja friðargæsluliða frá
Vestur-Afríku sem væntanlega
verða sendir til landsins í næstu
viku til að reyna að stöðva átökin
milli uppreisnarmanna og her-
sveita Charles Taylors, forseta
landsins. Blóðug borgarastyrjöld
hefur geisað í Líberíu og hafa
mörg hundruð óbreyttra borgara
látið lífið í átökunum síðustu daga.
Þá eru þúsundir manna á flótta.
„Við höfum miklar áhyggjur af
ástandinu í landinu og líðan fólks-
ins. Ástandið mun fara hríðversn-
andi verði ekkert að gert. Hjálpar-
gögn berast ekki til íbúanna og við
óttumst útbreiðslu sjúkdóma,“
sagði Bush Bandaríkjaforseti í
gær.
Búist er við að Efnahagssam-
band Vestur-Afríkuríkja ákveði á
mánudag að senda að minnsta
kosti þúsund manna friðargæslu-
lið til Líberíu.
Lengi hefur verið beðið
ákvörðunar Bush um að senda
herlið til Líberíu þar sem það
hefur verið talin forsenda þess að
koma á vopnahléi í landinu. ■
Borgarastyrjöldin í Líberíu:
Bush sendir herlið til aðstoðar
BEÐIÐ Í ÍRAK Þessi shíta-múslimi vissi ekki alveg hvað hann átti að gera við skóna sína meðan á bænastund stóð í bænum Kufa, suð-
ur af Bagdad. Kufa er heilög borg shíta-múslima og komu 50.000 manns saman í stærstu mosku borgarinnar í gærdag. Heita þeir því að
eftir að bandaríski herinn yfirgefur Írak taki þeir við vörnum borga sinna.
BIRGIR LEIFUR HAFSTEINSSON
Hefur leikið frábærlega fyrstu tvo daga
Íslandsmótsins í höggleik.
Birgir Leifur:
Í miklum
ham
GOLF Ólöf María Jónsdóttir úr
Golfklúbbnum Keili og Birgir
Leifur Hafþórsson leiða Íslands-
mótið í höggleik eftir annan
keppnisdag.
Birgir Leifur lék annan hring-
inn á 65 höggum, sem er tveimur
höggum frá vallarmetinu, og er
því samtals átta höggum undir
pari eftir fyrstu tvo dagana.
Ólöf María er átta höggum
yfir pari með 148 högg samtals
en fjórum höggum á eftir henni
kemur Ragnhildur Sigurðardóttir
úr GR. ■
DAGURINN Í DAG
Samráð var kynnt
ríkislögreglustjóra
Forstjóri Samkeppnisstofnunar fundaði með starfandi ríkislögreglustjóra
fyrir mánuði og kynnti honum mál olíufélaganna. Hann taldi málið
alvarlegt, en ríkislögreglustjóri hefur ekki brugðist við tilkynningunni.
Á FLÓTTA
Þúsundir flóttamanna hafast við í Firestone
verksmiðjunni, skammt utan við Monróvíu,
höfuðborg Líberíu. Blóðug styrjöld geysar
nú í Líberíu og hefur Bush Bandaríkjafor-
seti ákveðið að senda þangað herlið til að-
stoðar.
M
YN
D
/A
P
leitar að liði fyrir veturinn
Brynjar Björn Gunnarsson:
▲
SÍÐA 16
Ekki mörg járn
í eldinum
Hugo Chavez:
Hæðist að
andstöðu
VENESÚELA, AP „Það virðist verða at-
kvæðagreiðsla á næstunni. Já, í
Bandaríkjunum verður atkvæða-
greiðsla á næstunni,“ sagði Hugo
Chavez, forseti Venesúela, þegar
hann var spurður út í þjóðarat-
kvæðagreiðslu um framtíð hans á
forsetastóli. Stjórnarandstæðingar
hafa lagt mikla áherslu á að al-
menningur fái að kjósa um hvort
Chavez sitji kjörtímabil sitt á enda
eða fari frá. Þeir hafa safnað 2,5
milljónum undirskrifta í von um
að knýja fram atkvæðagreiðsluna.
Chavez vísaði hins vegar til at-
kvæðagreiðslunnar um framtíð
Gray Davis, fylkisstjóra í Kali-
forníu. „Sáuð þið ekki fréttirnar,
atkvæðagreiðslan fer að lokum
fram í Bandaríkjunum,“ sagði
Chavez og gerði lítið úr andstöðu
gegn sér.
Víðtækt verkfall sem miðaði að
því að koma Chavez frá lamaði
efnahagslíf Venesúela fyrr á þessu
ári. ■