Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 16
16 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR REAL MADRID Í KÍNA Þúsund manns biðu eftir stjörnunum á flugvellinum í Kunming. Fótbolti Guðjón sér fyrir endann á vandræðum Barnsley: Málið í góðum farvegi FÓTBOLTI „Við erum í gjörgæslu hjá knattspyrnusambandinu en það mál er í góðum farvegi,“ sagði Guðjón Þórðarson, framkvæmda- stjóri Barnsley á Englandi, en fé- lagið er í greiðslustöðvun vegna vangoldinna skatta fyrri eiganda, Peter Doyle. „Við eigum von á að leysa mál- ið í næstu viku að fullu. Þetta tek- ur ákveðinn tíma, það eru fleiri félög en við undir eftirliti og við fáum enga flýtimeðferð.“ Auk Barnsley eru Wimbledon, Luton, York, Oldham, Huddersfield og Notts County í sömu stöðu en fáir hafa sýnt áhuga á að kaupa þau félög. Greiðslustöðvun félagsins þýð- ir að Guðjón getur ekki gengið frá samningum, hvorki við nýja leik- menn né aðra starfsmenn. „Það hafa komið hingað margir leik- menn til reynslu að undanförnu. Það er ákaflega auðvelt að fá menn þessa dagana eins og ástandið er á enska leikmanna- markaðnum. Hins vegar er vanda- mál að finna réttu mennina fyrir þetta lið.“ Guðjón hefur þegar gert samn- ing við tvo varnarmenn og tvo markverði en samningar þeirra ganga þó ekki í gildi fyrr en greiðslustöðvun félagsins verður aflétt. „Mig vantar ennþá fleiri leikmenn. Ég er að skoða annan varnarmann frá félagi í efstu deild og að auki vildi ég gjarnan fá einn miðjumann, einn vinstri væng- mann og einn sóknarmann.“ ■ Best að komast að fyrir tímabilið Brynjar Björn Gunnarsson knattspyrnumaður hefur leitað nýrra miða síðan samningur hans við Stoke rann út. Hann er sem stendur til reynslu hjá gamla stórveldinu Nottingham Forest. FÓTBOLTI „Ég hef verið hér hjá Nottingham Forest síðan á þriðju- dag,“ sagði Brynjar Björn Gunn- arsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, en hann er laus undan samningi sínum hjá Stoke City og leitar nýrra tækifæra. „Hér eru allar aðstæður frá- bærar og mikil saga á bak við lið Nottingham Forest. Forráðamenn félagsins höfðu samband við mig beint og báðu mig um að koma og æfa með þeim og ég greip tæki- færið. Það eru ekki mörg járn í eldinum hjá mér þannig að ég ein- beiti mér að því að gera mitt besta.“ Brynjar Björn hóf feril sinn í vesturbæ Reykjavíkur með KR en hélt þaðan til Vålerenga og síðar Moss í Noregi þar sem hann lék eitt ár en hélt þaðan til Svíþjóðar og spilaði með Örgryte þar til Guðjón Þórðarson keypti hann til Stoke City. „Mínum ferli með Stoke er lok- ið. Ég gerði mér vonir um að halda áfram þar en það tilboð sem var lagt fyrir mig var dapurt og ég hafnaði því. Það tilboð hljóðaði upp á lækkun frá því sem áður var og var ekki heillandi. En yfir- lýsingar Gunnars Þórs Gísla- sonar, stjórnarformanns Stoke, hafa verið slíkar að þessum hluta lífs míns er lokið.“ Eftir að Guðjón Þórðarson tók við taumum hjá 2. deildar liði Barnsley leið ekki á löngu áður en hann bauð Brynjari til æfinga með félaginu. „Ég leit á aðstæður hjá Barnsley og leist vel á en ég æfði í raun aðeins með liðinu einn dag. Það er áhugi á mér þar en félagið er í greiðslustöðvun og á meðan það er gerist lítið. Það verður að hafa í huga að keppnistímabilið er að hefjast og best væri að komast að áður en það hefst.“ Brynjar segir að þessir síðustu dagar hjá Nottingham Forest hafi verið skemmtilegir. „Ég kom inn á í vináttuleik gegn Ajax daginn eft- ir að ég mætti til æfinga og það var skemmtilegt en á þessari stundu veit ég ekkert hvar ég stend eða hvort félagið hefur í raun áhuga. Það verður að koma í ljós næstu vikurnar.“ albert@frettabladid.is  10.00 Skallagrímsvöllur Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum. Keppni á fyrri degi mótsins lýkur klukk- an 16.  14.00 Sýn Landsmótið í golfi 2003. Bein útsending frá þriðja degi mótsins.  14.25 Stöð 2 Football Week UK. Vikan í enska boltanum.  15.50 RÚV Heimsmeistaramótið í sundi. Bein út- sending frá Barcelona. L augav eg i 170 - 174 S ím i 590 5100 www . h e k l a . i s v e l a s v i d@hek l a . i s Til sölu: CAT 438C AWS árg. 1998. Vél með öllum búnaði, notk. 6.500 VST. TÍUNDA GULLIÐ Ástralinn Ian Thorpe heldur áfram að safna gullverðlaunum. Hann hlaut tvenn verðlaun 1998, sex árið 2001 og er kominn með tvö gull í Barcelona. ÍSLANDSMET Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á heims- meistaramótinu í sundi sem fram fer í Barcelona. Kolbrún synti á tímanum 57,94 en eldra metið var 58,17. Með þessum tíma hefur Kol- brún náð lágmarkinu fyrir Ólymp- íuleikana í Aþenu 2004. GAMLA BRÝNIÐ Alexander Popov sannaði að enn lifir í gömlum glæðum þegar hann gerði sér lít- ið fyrir og sigraði Van Hoogenband og Thorpe í 100 metra skriðsundi en Popov var margfaldur Ólympíumeistari á árum áður. FYRSTA GULLIÐ Bretinn James Gibson vann sitt fyrsta gull í sundi en þá voru liðin 28 ár síðan að Bretar unnu síðast gullverð- laun á alþjóðlegu sundmóti. GULLS ÍGILDI Bandaríkjamenn hafa náð flestum verðlaunapen- ingum á heimsmeistaramótinu í Barcelona, alls fimmtán. Ástralía er í öðru sæti með tólf verðlaun og Þjóðverjar hafa náð sex sinn- um á verðlaunapall. SÓKN LIVERPOOL Liverpool hefur ekki látið af tilraunum sínum til að fá til sín frönsku landsliðs- mennina Djibril Cisse og Jean Alain Boumsong samkvæmt fregnum frá Frakklandi. Sam- kvæmt þeim er samkomulag um að Cisse gangi til liðs við liðið að ári og líkur þykja góðar á að Boumsong fylgi honum þar sem hann er laus undan samningi á sama tíma. FYRSTU KAUPIN David O’ Leary, nýr framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur gengið frá sínum fyrstu kaupum fyrir nýja félagið. Hann greiddi 2,2 milljónir punda [273 milljónir króna] fyrir Gavin McCann hjá Sunderland. Sunder- land glímir við mikinn fjárhags- vanda eftir fall úr ensku úrvals- deildinni á síðustu leiktíð og bú- ast flestir við að félagið þurfi að selja mun fleiri leikmenn. STULDUR ZARAGOZA Forráða- menn Real Zaragoza á Spáni voru fljótir að tryggja sér þjón- ustu varnarmannsins Gabriel Milito eftir að Real Madrid hætti við kaup á honum á síð- ustu stundu þar sem hann stóðst ekki læknisskoðun. Hjá Zara- goza hafa menn engar slíkar áhyggjur og er hann þegar byrj- aður að æfa með félaginu. GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Er enn á höttunum eftir leikmönnum til að styrkja hóp Barnsley. ■ HM í sundi ■ Fótbolti BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON Æfir með Nottingham Forest næstu daga. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 JÚLÍ Laugardagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.