Fréttablaðið - 26.07.2003, Side 18

Fréttablaðið - 26.07.2003, Side 18
■ ■ ÚTIVIST  9.00 Dagsferð Ferðafélags Íslands verður farin á Vörðufell á Skeiðum. Gengið verður upp á Vörðufell framhjá Úlfsvatni. Hækkun er um 400 metrar og tekur ferðin um 8 klst. Fararstjóri er Trausti Pálsson. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Áætluð heimkoma er síðdegis. Verð kr. 2.100/ 2.400. ■ ■ HÁTÍÐIR  Listrænn laugardagur verður í Reykjavík á vegum Magnaðrar mið- borgar. Listafólk í miðborginni hjálpast að við að skapa listræna stemningu, gullsmiðir bjóða fólk sérstaklega vel- komið, útimessa verður haldin á Lækjar- torgi, tónlistarfólk flytur tónlist og dans- að verður á götum úti, svo fátt eitt sé nefnt af fjölbreyttri dagskrá.  Miðbæjarhátíð á Akureyri. Fjöl- breytt dagskrá í miðbæ Akureyrar frá morgni til kvölds.  Lifandi laugardagur í Reykjanesbæ með bílasýningu, listflugi og krafta- keppni. Verslanir verða með útimarkað á Hafnargötunni og handverksfólk sýnir framleiðslu sína.  Listasumar á Sólheimum í Gríms- nesi er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem er haldin í tilefni af Evr- ópuári fatlaðra 2003. Í dag verður opinn útimarkaður fyrir listmuni og lífrænt grænmeti á Aðaltorgi Sólheima. Tré- og hljóðfærasmiðjan verður opin almenn- ingi og leirgerð Sólheima sýnir afrakstur vinnu sinnar í Ingustofu. Þar er einnig legósýning Árna Alexanders. ■ ■ ÚTIMARKAÐUR  12.00 Útimarkaður að Moss- kógum í Mosfellsdal. Boðið er upp á lífrænt grænmeti sem er tekið upp úr garðinum jafnóðum, splunkunýj- an, spriklandi silung og murtu úr Þingvallavatni, nýskornar rósir frá Gísla í Dalsgarði, lífrænar olíur og smyrsl með góðum húsráðum. Og Diddú mætir auðvitað með sínar heimsfrægu pestósósur sem hún syngur bragðið í. ■ ■ OPNANIR  14.00 Daði Guðbjörnsson opnar málverkasýningu í Listsýningasal Salt- fiskseturs Íslands í Grindavík, Hafnar- götu 12a. Sýningin stendur til 31 ágúst. Listsýningasalur Saltfiskseturs Íslands er opinn alla daga vikunnar frá kl. 11-18.  14.00 Sýning á verkum Gerhards Königs verður opnuð við Sesseljuhús á Sólheimum. Sýningin ber yfirskriftina Lífsform og samanstendur af sjö verkum sem Gerhard hefur unnið tvö síðustu sumur á Sólheimum.  17.00 Víðir I. Þrastarson opnar málverkasýningu á Kaffi Sólon. Verkin eru í draumkenndum stemningarstíl, og er yfirskrift sýningarinnar „Minning“. Sýn- ingunni lýkur 23. ágúst. ■ ■ MYNDLIST  15.00 Ólafur Engilbertsson verður með leiðsögn um sýninguna Humar eða frægð. ■ ■ KVIKMYNDIR  14.00 Tónleikamynd Sykurmol- anna, Á Guðs vegum, verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu.  16.00 Í Listasafni Reykjavíkur verður frumsýnd upptaka frá tónleikum Jasshljómsveitar Konráðs Bé á Hótel Borg haustið 1990. ■ ■ TÓNLIST  12.00 Einn efnilegasti organisti Dana af yngri kynslóðinni, Lars Frederiksen, organisti Frúarkirkjunnar í Óðinsvéum, flytur verk eftir Bach á há- degistónleikum í Hallgrímskirkju.  14.00 Sumartónleikar í Skálholti: Hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder ræðir um strengjaverk Josephs Haydns í Skálholtsskóla.  15.00 Strengjakvartettinn „Sjö orð Krists á krossinum“ eftir Joseph Haydn verður fluttur á Sumartónleikum í Skál- holti. Flytjendur eru Jaap Schröder á fiðlu, Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Sigurður Hall- dórsson á selló.  15.30 Kritikal Mazz leikur nokkur lög í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu.  16.00 Íslensk-danska klezmer- hljómsveitin Schpilkas spilar á áttundu tónleikum sumartónleikaraðar veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Hljómsveitina skipa þeir Haukur Gröndal á klarinett, Nicholas Kingo á harmóniku, Peter Jörgensen á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur.  16.00 Sumarkabarett í kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum. Söng- sveit Leikfélags Sólheima verður með söngdagskrá þar sem hljóma bítlalög, Grease-lög, Abbalög og fleiri smellir.  17.00 Sumartónleikar í Skálholti: Guðrún Óskarsdóttir flytur á sembal þrjár franskar svítur eftir Johann Sebasti- an Bach í Skálholtskirkju.  21.00 Á sumartónleikum við Mý- vatn flytja Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fjölbreytta efnisskrá í Reykjahlíðarkirkju. Meðal verka eru tangóar og danslög frá fyrri hluta aldar- innar í útsetningu Fritz Kreisler og einnig Rómansa eftir Árna Björnsson og sónötuþættir eftir Beethoven.  21.00 Íslensk-danska klezmer- hljómsveitin Schpilkas spilar í Caffé Kúlture við Hverfisgötu. Hljómsveit- ina skipa þeir Haukur Gröndal á klar- inett, Nicholas Kingo á harmóniku, Peter Jörgensen á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. ■ ■ SÝNINGAR  Brynhildur og Finna kynna Nýja Hluti í Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg 22c. Opið laugardag og sunnudag 14-17 og mánudag til miðvikudags 15.30-19.00.  Ljósmyndasýningin World Press Photo 2003 er nú í Kringlunni. Þetta er þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar og hefur verið haldin árlega síðan 1955. Sýningin stendur til 2. ágúst.  „Meistarar formsins“ nefnist stór höggmyndasýning í Listasafni Akur- eyrar, sem gerð er í samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín. Á sýning- unni eru verk eftir 43 listamenn, þar af 11 Íslendinga.  Hlynur Hallsson er með sýninguna BÍÓ-KINO-MOVIES í aðalsal Ketilshúss- ins á Akureyri. Finnska listakonan Senja Vellonen sýnir jafnframt bókverk á svölum.  Snorri Ásmundsson, forsetaefni og heiðursborgari, er með sýninguna „Til Þín“ í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23. Á sýningunni opinberar hann sitt sérstaka vinasamband við almættið og deilir því með þeim sem móttækilegir eru.  Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, sýnir verk sín í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Dýrfinna sýnir í þetta sinn skart unnið úr íslenskri ull með ívafi hefðbundinna eðalmálma. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýningin “Look out for my love, it’s in your neighbourhood“ er í Gallerí Hlemmi. Þetta er fyrsta einkasýning Hrafnhildar Halldórsdóttur hér á landi, en hún er búsett í Glasgow þar sem hún útskrifaðist frá Glasgow School of Art árið 2001.  Starfsemi Gallerí Dvergs er hafin að nýju með opnun á myndlistarsýn- ingu Hugins Þórs Arasonar, sem hann nefnir „Hundraðshluta“. Sýning- arhúsnæðið er í kjallara að Grundar- stíg 21.  Sýning á verkum þriggja listamanna í Listasafni ASÍ. Verkin eru eftir lista- mennina Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Kristján Davíðsson. Sýnd verða verk frá 5. og 6. áratug síð- ustu aldar sem öll eru í eigu safnsins. Um er að ræða verk sem safnið hefur hlotið að gjöf frá velunnurum sínum.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu til 27. júlí.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Olíumálverk eftir Ólaf Elíasson eru til sýnis í Steinaríkinu á Akranesi.  Ríta og Páll sýna skartgripi og aðra muni úr horni, hrosshári, ull og fiðu í Listmunahorninu á Árbæjarsafni nú um helgina.  Í aðalsal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, stendur yfir afmælissýning í tilefni 20 ára af- 18 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 JÚLÍ Laugardagur Hljómsveitin Úlfarnir frá Akureyri í kvöld GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Mig hefur lengi langað til aðfara í skipulagðar gönguferð- ir, en einhvern veginn ekki komið mér í það ennþá,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi. „Listrænn laugar- dagur hljómar líka mjög vel. Það er alltaf stemning að fara í mið- borgina, ekki síst þegar svona nokkuð er í gangi. Þá væri örugg- lega ekki úr vegi að kíkja á Lista- sumar á Sólheimum í Grímsnesi. Þar virðist vera afskaplega skemmtileg starfsemi á ferðinni. Svo hlýtur tónleikamynd með Sykurmolunum að vera alger snilld og gaman að rifja upp þá tíma þegar Einar Örn og Björk gerðu garðinn frægan ásamt fleirum.“  Val Guðlaugs Þetta lístmér á! ✓ Það er svo gaman að fá að ráðaþessu. Þetta er algjör drauma- staða, að geta raðað saman öllum sínum uppáhaldsverkum og valið með sér fólk til þess að spila þau,“ segir Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari. Hún hefur undanfarin sjö ár skipulagt þriggja daga tónleikahátíð í Reykholti með klassískum tón- leikum, sem þetta árið hófst í gærkvöld með flutningi á verkum eftir Schubert. Í dag verða tvennir tónleikar á Reykholtshátíðinni. Klukkan þrjú flytur danski tenórinn Jens Krogsgaard ljóðatónlist ásamt Steinunni Birnu. Í kvöld mætir síðan Brindisi-tríóið frá Bretlandi og flytur tónlist eftir Mozart, Fauré og Brahms. Steinunn Birna segir hefð fyrir því að hafa lokatónleikana á sunnudeginum fjölbreytta. Þar verða að þessu sinni flutt þekkt verk eftir Haydn, Dohnányi og Brahms og svo frumflutt verk eft- ir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta eftir Snorra Sturluson. „Þetta er stórskemmtilegt verk og þótt enginn botni í þessum texta skiptir það engu máli. Þetta er mjög dramatískt og kjarnyrt og flott.“ Steinunn Birna segist hafa gengið með þann draum eftir að hún kom utan úr námi að koma á fót tónlistarhátíð af þessu tagi fjarri ys og þys höfuðborgarinnar. „Það er eins og fólk sé opnara fyrir því að njóta tónleikanna hér, kannski bara vegna þess að fólk er komið í umhverfi þar sem það getur slakað á og nýtur bara stundarinnar. Flytjendur hafa líka svo gott af því að finna þessi sterku og jákvæðu viðbrögð frá áhorfendum.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLIST Fjarri ys og þys STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR Tvennir tónleikar verða á Reykholtshátíð í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.