Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 19

Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 19
mælis stofnunarinnar. Að þessu sinni eru verk úr eigu safnsins til sýnis. Sýn- ingin stendur til 4. ágúst.  Bandaríska listakonan Barbara Cooper er með sýningu á stórum teikn- ingum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Listakonan finnur efniviðinn og fær hugmyndirnar að verkum sínum í náttúrunni.  Sýning á þjóðlegum listmunum frá Kína úr einkasafni hr. Wang Shucun var opnuð í Hafnarborg 12. júlí sl. Sýningin stendur til 28. júlí.  Jóhannes Dagsson, Auður Sturlu- dóttir og Ragnhildur Magnúsdóttir eru með sýninguna „Jauðhildur“ í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Sýningin stend- ur til 3. ágúst. Gallerí Skuggi er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl 13 til 18.  Þrjár sýningar eru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Þetta eru sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð- lega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Sýningin „Í nótt sefur dagurinn“, hef- ur verið opnuð í versluninni 12 tónum. Þetta er þriðja einkasýning Marý. Flest eru verkin á sýningunni olíumálverk frá þessu ári, þar sem leikið er með hin ýmsu form.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sumarsýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjar- vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir.  Þórdís Þórðar sýnir vatnslita- og tepokamyndir á Kaffi Krús á Selfossi.  Kristín Þorgrímsdóttir skrifari heldur sýningu á forntextaverkum sínum á Kaffi Espresso í Spönginni, Grafarvogi. Textarnir í verkunum á sýningunni eru afritaðir upp úr íslenskum fornritum og gerðir með stælingum á íslenskum stafa- og leturgerðum frá 12.-15. öld, svo og myndskreytingum úr fornum rit- um.  Sumarsýning Handverks og Hönn- unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn- is er bæði hefðbundinn listiðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni. Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr tréi, roði, ull, hör, leir, selsskinni, hrein- dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26 aðilum. Opið alla daga nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.  Arnþór Hreinsson sýnir á Kránni Laugavegi 73. Hann sýnir þar olíumál- verk. Arnþór útskrifaðist frá Myndlistar- og handíðaskólanum árið 1986.  Rósa Matt sýnir á Kaffi Sólon. Rósa er þekkt fyrir sína sérstöku mósaík- spegla. Sýningin stendur til 25. júlí og er Sesselja Thorberg sýningarstjóri.  María Svandís er með sýningu á Energia Bar í Smáralind. Sýningin stend- ur til 1. ágúst.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist sýning á samspili texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910-2002. Þar er einnig sýning til minningar um Lárus Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga. Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á Heimskringlu og Snorra-Eddu.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður sýnir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Þrjár sýningar eru í Safnasafninu – Alþýðulistasafni Íslands, á Svalbarðs- strönd, Eyjafirði. Í Hornstofu eru sýnd málverk eftir Sigurð Einarsson í Hvera- gerði. Í garðinum er sýning á trjáköttum eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Akureyri og nær ánni er samsýning 11 og 12 ára nemenda í Valsárskóla.  Katrín Elvarsdóttir sýnir á Mokka. Sýningin nefnist Lífsandinn en á henni má sjá 12 ný verk sem eru seinni hluti myndaraðarinnar Lífsanda.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs- árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á erlend- um málum, er ætlað að gefa innsýn í bókmenntaarfinn um leið og athygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslend- ingasagna eru til á erlendum málum.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun – áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. LAUGARDAGUR 26. júlí 2003 -réttur fyrir þig Laugavegi 176 / 0pið alla daga frá kl.10-23.30 Smekkleysubíó í Hafnarhúsinu Lífleg dagskrá verður í dag íListasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í tilefni af list- rænum laugardegi sem efnt er til í miðborginni. Sýndar verða tvær tónleika- kvikmyndir í tengslum við sýn- ingu Smekkleysu. Annars vegar er það tónleikamynd Sykurmol- anna Á guðs vegum og hins veg- ar verður frumsýnd upptaka frá tónleikum Jasshljómsveitar Konráðs Bé á Hótel Borg árið 1990. Mjög góð aðsókn hefur verið á sýninguna Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, þar sem far- ið er yfir sögu útgáfufyrirtækis- ins Smekkleysu. Í safninu er einnig merkileg sýning á alþjóðlegri samtímalist á Íslandi auk Errósýningarinnar Stríð, sem báðar hafa verið mjög vel sóttar. ■ JASSHLJÓMSVEIT KONRÁÐS BÉ Í dag verður sýnd í Hafnarhúsinu upptaka frá tónleikum hljómsveitarinnar á Hótel Borg árið 1990. ■ TÓNLIST Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is s: 577-1111 Árbæjarsafn: Kanntu að slá með orfi og ljá? Heyannir sunnudag Ljúfengar veitingar í Dillonshúsi Viðey: Ganga þriðjudag kl. 19.30 Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535 og 693 1440

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.