Fréttablaðið - 26.07.2003, Page 21
Breski leikstjórinn John Schles-inger, sem vann Óskarsverð-
laun fyrir myndina „Midnight
Cowboy“, er látinn, 77 ára að aldri.
Öndunarvél sem Schlesinger var
tengdur við var aftengd eftir að
heilsu hans hafði hrakað umtals-
vert. Síðasta mynd Schlesinger
áður en hann fékk hjartaáfall árið
2000 var „The Next Best Thing“
með Madonnu og Rupert Everett í
aðalhlutverkum.
Næsta smáskífa Radiohead, „Goto Sleep,“ verður gefin út í
Bretlandi þann 18. ágúst. Þetta er
önnur smáskífan af plötunni „Hail
to the Thief.“
Þar verður að
finna nýtt lag
sem kallast „I
Am Citizen
Insane“ auk
tónleikaútgáfu
af laginu
„Fog“. Hljóð-
versútgáfu af
því lagi var að
finna á smá-
skífunni „Knives Out“ af plötunni
Amnesiac. Radiohead er um þess-
ar mundir að undirbúa sig fyrir
tónleikaferð um Bandaríkin.
Hljómsveitin The Flaming Lipsvar kosin sú besta sem kom
fram á tónleikunum T in the Park í
Skotlandi af lesendum tímaritsins
NME. Fékk hún 9,5 af 10 fyrir
frammistöðu sína. Sveitin hljóp í
skarðið á tónleikunum fyrir The
White Stripes sem hætti við á síð-
ustu stundu. Skammt á hæla The
Flaming Lips í einkunnagjöfinni
komu sveitirnar Coldplay og REM.
Leikkonan Reese Witherspoonætlar að flytja í hið vinsæla
hverfi Notting Hill í Lundúnum
ásamt eiginmanni sínum Ryan
Philippe. Fjöl-
margar stór-
stjörnur búa í
hverfinu, þeir-
ra á meðal
Robbie Willi-
ams, Geri Hall-
iwell og leik-
konan Minnie
Driver. Hjúin
eiga von á sínu öðru barni í nóv-
ember og vilja finna góðan stað til
að setjast að með fjölskylduna.
Söngvarinn Paul Weller hefurgert útgáfusamning við fyrir-
tæki milljónamæringsins Richards
Bransons, V2. Eitthvað virðist
Weller hafa snúist hugur því fyrir
skömmu jós hann reiði sinni yfir
útgáfufyrirtæki og sagði þau vera
handónýt með öllu. Að sögn Bran-
sons hafði það verið draumur hans
undanfarin 30 ár að semja við
Weller.
Chester Bennington, söngvarirokkaranna í Linkin Park, losn-
ar bráðlega
við dular-
fulla maga-
og bakverki
sem hafa
hrjáð hann
undanfarið.
Kappinn mun
á næstunni gangast undir skurðað-
gerð til að fá bót meina sinna eftir
að tónleikaferð sveitarinnar lýkur.
Bennington segist alltaf vera
óglatt og kasta meira að segja oft
upp á miðjum tónleikum.
LAUGARDAGUR 26. júlí 2003 21
Kidman of upptekin fyrir Von Trier:
Leikur ekki í
næstu mynd
KVIKMYNDIR Nicole Kidman hefur
dregið sig út úr samstarfi sínu við
Lars Von Trier, en mynd þeirra
Dogville var fyrsti hluti þríleiks.
Ástæðan er troðin dagskrá leikkon-
unnar sem leyfir henni ekki að
hefja tökur fyrr en í október á
næsta ári, en svo lengi er Von Trier
ekki tilbúinn að bíða. Hann ætlar
því að taka næstu mynd, Mand-
erlay, með aðra leikkonu í aðalhlut-
verkinu, en óráðið er í öll hlutverk
myndarinnar enn. Þessi yfirlýsing
kom mörgum á óvart, því Kidman
og Von Trier höfðu lýst því yfir há-
tíðlega á Cannes-kvikmyndahátíð-
inni, þar sem Dogville keppti um
Gullpálmann, að Kidman væri ör-
ugg í allan þríleikinn sem aðalper-
sónan Grace. „Okkur langaði virki-
lega að fá hana, og hana langaði að
leika, en af fjárhagslegum ástæð-
um og vegna fjölda annarra verk-
efna hjá Lars verðum við bara að
halda okkur við mars-apríl byrjun-
ina sem var áætluð,“ sagði fram-
leiðandi myndanna, Vibeke
Windeloev. „Ameríkanar eru ef-
laust vanir frestunum á heilu
myndunum bara út af stjörnum, en
við gátum bara ekki gert það í
þessu tilviki.“ ■
SJÓNVARP Spaugarinn og spjallþátta-
stjórnandinn Jay Leno hefur gefið
út myndskreytta barnabók sem ber
heitið „Ef roast beef gæti flogið“.
Hugmyndin að bókinni er fengin
úr æsku Leno þegar hann var að
leika sér með roast beef í grillveislu
á heimili sínu.
Þetta er ekki fyrsta bók Leno því
árið 1998 gaf hann út ævisögu sína,
„Leading with My Chin“, sem náði
metsölu í Bandaríkjunum. Hann
hefur einnig gefið út bækur þar sem
safnað er saman fyrirsögnunum og
lögreglusögunum sem hann greinir
iðulega frá í þáttum sínum. ■
JAY LENO
Leno er að stjórna kvöldþætti sínum 12. árið í röð. Samkvæmt nýundirrituðum samningi
til ársins 2005 nema laun hans nú um 1,3 milljörðum króna á ári.
Jay Leno:
Skrifar barnabók
NICOLE KIDMAN
Þótti standa sig með afburðum í Dogville,
en leikur ekki í framhaldinu.
JET LAG kl. 6
FAST & FURIOUS 2 kl. 10.10 bi.12
GULL PLÁNET ísl.tal-kl. 4 Tilb. 3oo.kr
SKÓGARLÍF 2 ísl.tal. kl. 4 Tilb. 3oo.kr
HOW TO LOSE A GUY... kl. 8
kl. 5.50 - 8 - 10.10 b.i.16
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14
ANGER MANAGEM. 3, 5.30, 8 og 10.30CHARLIE´S ANG.. 3, 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
SÍMI 553 2075
Kl. 4, 6:30, 9 og 11:35
CHARLIE´S ANGELS2 kl. 4, 6 8, og 10
THE IN-LAWS-FRUMSÝNING
Kl. 4, 6, 8 og 10