Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 27
27LAUGARDAGUR 26. júlí 2003
Ég reikna ekki með að ég gerimér dagamun að öðru leyti en
því að heimsækja son minn og
barnabörnin í kvöld og fá mér gott
kaffi,“ segir Atli Magnússon,
blaðamaður og þýðandi, sem á eitt
ár í sextugt í dag.
Sumarið er mesti annatími
þýðenda og þá mega þeir tæpast
vera að því að líta upp á meðan
aðrir flengjast um landið eða önn-
ur lönd. Atli segir þetta sumar
enga undantekningu en hann er að
skrifa ritgerð um Edgar Allan Poe
sem er eftirmáli að skáldsögu sem
hann lauk nýlega við að þýða eftir
Poe. „Sagan er frá 1837 og fyrsta
bók hans sem kemur út í íslenskri
þýðingu,“ segir Atli.
Atli var blaðamaður um langan
aldur, lengst á Tímanum. Hann
segist alfarið hafa snúið sér að
þýðingum eftir að Tíminn sálugi
lagði upp laupana árið 1993. „Ég
kann einverunni vel og líkar
prýðilega að sitja heima við og
þýða allan daginn. Það fer mér
betur því ég þýði betri sögur en
ég sjálfur gæti nokkurn tíma
skrifað,“ segir Atli.
Atli á það sammerkt með
mörgum góðum manninum að
vera fæddur þann 26. júlí. „Þeirra
þekktastur er Mick Jagger. Ég
hélt lengi vel að við værum jafn
gamlir en komst svo að því fyrir
ekki löngu að hann er ári eldri. Ég
vildi vera jafn léttur á mér og
hann.“
Dagurinn er ekki bara afmæl-
isdagur frægra manna, heldur er
26. júní einnig þjóðhátíðardagur
Kúbu og Líberíu. „Mér finnst illa
komið fyrir þeim í Monróvíu á
þessum merka degi og illt að
hugsa til átakanna þar í landi nú,“
segir Atli á afmælisdaginn. ■
SKOKKAÐ Í RIGNINGU
Það þýðir ekki að láta veðrið á sig fá þegar
skokkað er framhjá Sólfarinu í votviðrinu.
Það eru fáar stelpur í heiminumfyndnar en konan mín fær mig
til að hlæja og eins og það sé ekki
nóg þá er hún líka gullfalleg,“ seg-
ir Sverrir Sverrisson, eða Sveppi
eins og hann er kallaður, um konu
sína Írisi Ösp, en hún er ófrísk.
„Hún blómstrar alveg og við erum
nýbúin að kaupa okkur íbúð. Og
þegar ég sá hana fyrst fyrir þrem-
ur árum vissi ég strax að þetta
væri kona sem ég vildi eignast
börn með.“ ■
ORÐASKOPIÐ
Ein teikninganna. Enska orðið tool er til á
santali-máli og þýðir þá íkorni.
Íslenska í
amerísku
skopi
TEIKNIMYNDIR Bandarískur teikni-
myndarisi hefur ákveðið að nota
íslensk orð í skopteikningar sínar
og bæta þar með íslenskunni í hóp
fjölmargra annarra tungumála
sem eru uppistaðan í ákveðinni
gerð skopmynda. Teiknimyndaröð
þessi, sem nefnist Shoecabbage,
kynnir orð úr framandi tungumál-
um og ber saman við alþekkt ensk
orð sem hljóma eins. Á þennan
hátt eru tveir menningarheimar
tengdir saman í skemmtilegum
orðaleik sem vekur bæði forvitni
og kátínu hjá lesendum. 25 millj-
ónir manna skoða skopteikningar
fyrirtækisins á Netinu í hverjum
mánuði og Teresa Dowlatshahi,
framleiðandi teikninganna, segir:
„Við höfum þegar notað tvö ís-
lensk orð en langar í fleiri; helst
eins mörg og mögulegt er að nýta
í þessu samhengi.“ ■
■ Konan mín
Afmæli
ATLI MAGNÚSSON
■ blaðamaður og þýðandi á aðeins eitt
ár í sextugt í dag. Hann gefur lítið fyrir
það að halda upp á daginn þó vissulega
sé hann hátíð í Líberíu og á Kúbu.
ATLI MAGNÚSSON
Hann á að baki þrjár ævisögur en segir að
það fari betur á að hann þýði betri verk en
hann gæti sjálfur skrifað.
Deilir deginum
með Mick Jagger
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T