Fréttablaðið - 26.07.2003, Qupperneq 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
12 spor
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
www.IKEA.is
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
Settu strik í reikninginn með IKEA
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
KE
21
49
3
0
7/
20
03
Ósvikin fjölskyldustemning í IKEA - fjöldi spennandi verðtilboða.
DAGANA 24.JÚL Í T I L 10.ÁGÚST
Á félaga sem er heldur drykk-felldur fyrir eigin smekk og ann-
arra. Reyni stundum að koma honum
til hjálpar þegar Bakkus bankar upp
á og býður á bömmer. Hef svo sem
reynt ýmislegt. Skutlað honum í Nes-
kirkju í messu eða lánað honum bíl-
inn fullan af bensíni og sagt honum
að fara Gullfossgeysihringinn. Ekki
með sérstökum árangri. Í fyrra til-
fellinu endaði hann á Mímisbar á
Hótel Sögu og í því seinna á Útlagan-
um á Flúðum. Rífandi kjaft.
FANN svo ráðið óvænt í miðbæ
Reykjavíkur. Hefur dugað vel hingað
til. Felst í því að leiða þennan sí-
þyrsta félaga í gegnum Kaffi Aust-
urstræti en á þeim bar eru tvennar
dyr. Aðrar í portinu sem liggur úr
Veltusundi út á Austurvöll og hinar í
Austurstræti. Gangan í gegnum bar-
inn tekur nákvæmlega 12 spor.
YFIRLEITT fer ég með hann Veltu-
sundsmegin. Helst í hádeginu því þá
er ljósið bjartast og skuggarnir
lengstir. Strax í fyrsta sporinu viður-
kennir félagi minn vanmátt sinn. Við
barinn sitja yfirleitt tveir eða þrír
langdrukknir menn á miðjum aldri.
Bardaman um sjötugt og þrífur lát-
laust upp dreggjar dagsins sem sull-
ast víða. Við borð sitja menn og kon-
ur. Vel timbruð eftir ævintýri nætur-
innar. En til í fleiri. Sæmilega til
fara og bera þess óljós merki að hafa
einhvern tíma verið í lagi.
Í ÁTTUNDA spori er félaginn far-
inn að finna til æðruleysis. Hávaðinn
eykst og það glittir í Lalla Johns við
Austurstrætisgluggann. Hann er að
blanda í pípu. Við hlið hans situr
Grænlendingur sem lítur ekki út fyr-
ir að vera túristi. Annar nývaknaður,
hinn ósofinn. Bardaman þurrkar af
borðinu hjá Lalla en gætir þess vel
að strjúka framhjá hassblöndunni,
sem er mini-útgáfa af heysátu og
dygði til að svæfa flóðhest væri
hann á barnum. Sem hann er ekki.
Guði sé lof.
Í TÓLFTA spori er stigið út á gang-
stéttina í Austurstræti. Í því þrett-
ánda áfram út í lífið. Líklega eina
gönguferð í heimi sem kallar ekki
fram þorsta. Eins og gefur að skilja.
Félaginn segir sporin tólf í gegnum
barinn gagnast sér betur en hin sem
kennd eru við AA. Og mælir með
þeim. Alveg bláedrú. ■