Fréttablaðið - 29.07.2003, Qupperneq 6
6 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 76.8 -0.18%
Sterlingspund 124.22 0.00%
Dönsk króna 11.87 -0.24%
Evra 88.22 -0.26%
Gengisvístala krónu 123,70 -0,48%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 19
Velta 986,2 m
ICEX-15 1.504 -0,21%
Mestu viðskiptin
Pharmaco hf. 167.409.484
Íslandsbanki hf. 118.519.535
Eimskipafélag Íslands hf. 54.584.871
Landsbanki Íslands hf. 47.342.293
Og fjarskipti hf. 42.865.000
Mesta hækkun
Skeljungur hf. 5,00%
Kögun hf. 4,35%
Össur hf. 2,17%
Og fjarskipti hf. 1,14%
Íslandsbanki hf. 0,98%
Mesta lækkun
Tangi hf. -23,33%
AFL fjárfestingarfélag hf. -2,94%
Líf hf. -2,00%
Landsbanki Íslands hf. -1,22%
Tryggingamiðstöðin hf. -0,89%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9256,8 -0,3%
Nsdaq: 1731,7 0,1%
FTSE: 4148,8 0,4%
NIKKE: 9839,9 2,0%
S&P: 998,9 0,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Um fimm milljónir létust, særðust eðatýndust í stríði sem stóð í tvö ár og 17
daga. Um helgina voru 50 ár liðin frá lok-
um þess. Hvaða stríð var þetta?
2Nýtt olíufélag hefur verið sett á lagg-irnar. Hvað heitir það?
3Íbúum Húsdýragarðsins fjölgaði umhelgina þegar heilbrigðir grísir fædd-
ust. Hvað voru þeir margir?
Svörin eru á bls. 28
SÁDI-ARABÍA, AP Sex meintir hryðju-
verkamenn og tveir lögreglumenn
féllu í skotbardaga norður af
Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í
gær. Þá særðist einn hryðjuverka-
maður og að minnsta kosti átta lög-
reglumenn. Hryðjuverkamennirnir
voru vopnaðir handsprengjum og
byssum og neituðu að gefast upp
fyrir lögreglu. Þá voru 16 meintir
hryðjuverkamenn, sem taldir eru
tengjast al-Qaida samtökunum,
handteknir í Riyadh í síðustu viku
Árásir á búðir meintra hryðju-
verkamanna hafa verið tíðar í Sádi-
Arabíu eftir sjálfsmorðsárásirnar í
Riyadh 12. maí. Í þeim létust 25
óbreyttir borgarar og að minnsta
kosti níu hryðjuverkamenn.
Baráttan gegn hryðjuverka-
mönnum fylgir í kjölfar áskorana
Bandaríkjastjórnar sem hefur allt
frá hryðjuverkaárásunum á Banda-
ríkin, 11. september 2001, hvatt til
harðari baráttu gegn íslömskum
uppreisnarmönnum Fimmtán af
nítján flugræningjum 11. septem-
ber voru Sádar. ■
Borgarstjórinn fái
tóm til útskýringa
SAMKEPPNI „Við erum einhuga um
að borgarstjórinn eigi að fá tóm
til að íhuga og skýra sína stöðu,“
segir Stefán Jón Hafstein, odd-
viti Samfylkingar í borgar-
stjórnarflokki Reykjavíkurlist-
ans, um stöðu Þórólfs Árnasonar
borgarstjóra, eftir að upplýst
var um þátt hans í meintu sam-
ráði olíufélaganna varðandi
stærri útboð. Þórólfur var á
þeim tíma markaðsstjóri Olíufé-
lagsins og nafn hans kemur víða
við sögu í fyrri hluta frum-
skýrslu Samkeppnisstofnunar. Í
skýrslunni er því meðal annars
lýst að Skeljungur Olís og Olíu-
félagið hafi haft samráð þegar
Reykjavíkurborg bauð út elds-
neyti. Þórólfur hefur engu svar-
að um sinn þátt en ítrekað að
málið sé í höndum Samkeppnis-
stofnunar og hann vilji sjá alla
skýrsluna. Meðal þess sem fram
kemur varðandi Þórólf er að
hann sendi frá sér tölvupóst sem
bar heitið „Fundur okkar þriggja
í dag“. Innan Reykjavíkurlistans
er staða Þórólfs talin mjög veik
og sumir segja að aðeins sé tíma-
spursmál hvenær hann neyðist
til að segja af sér. Slíkt gæti orð-
ið afdrifaríkt fyrir Reykjavíkur-
listann vegna þess að það orð fer
af borgarfulltrúum Framsóknar-
flokksins að þeir geti vel hugsað
sér samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn í borginni. Stefán Jón
segir að ekki sé það tómarúm að
borgarstjóri verði að útskýra
mál sitt strax.
„En auðvitað verða borgar-
fulltrúar og allir borgarbúar að
fá skýringar á þessum málum,“
segir Stefán Jón.
Hann segist ekki geta lagt
sinn dóm á mál olíufélaganna í
heild þar sem hann hafi ekki séð
frumskýrsluna. Þá beri þess að
gæta að málið sé ekki til lykta
leitt þótt tveir fjölmiðlar hafi
komist yfir frumskýrsluna.
„Borgarfulltrúar eins og ég
hafa ekki næga innsýn í skýrsl-
una til að leggja dóm á málið í
heild. En það er algjörlega ljóst
að Reykjavíkurborg mun gæta
réttar síns af fullri festu,“ segir
Stefán Jón.
rt@frettabladid.is
Sádi-Arabía:
Sex hryðju-
verkamenn
drepnir
VIÐBRÖGÐIN ÆFÐ
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta hefur hvatt stjórnvöld í Sádi-Arabíu til að berjast harðar
gegn hryðjuverkamönnum.
AP
/M
YN
D
www.icelandair.is
Stokkhólmur
www.icelandair.is/stokkholmur
Ganga um gamla bæinn – í Gamla Stan er margt
forvitnilegt að sjá. Byggingar, styttur, söfn og
veitingahús.
Í Stokkhólmi þarftu að:
á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Birger
Jarl, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustu gjöld.
Brottfarir 18. okt. og 20. feb.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
70
5
0
7/
20
03
Central
Station
Sergels
Torg
Gustov
Adolfs Torg
Karl XII's
Torg
Skeppsholmen
Riddarholmen
Stadsholmen
Karl Johans
Torg
Vasagatan
Kun
gsga
tan
Kungsgatan
Kun
gste
nsga
tan
Radisson SA
S
Royal Vikin
g
Birger Jarl
Hamngatan
Skeppsbron
G
otgatan
Sveavägen
Birger Jarisgatan
Tule gatan
Normalm
Södermalm
Gamla
Stan
D
D
rottninggatan
Skansen
Karlaplan
Ju
ng
fr
ug
at
an
St
ur
eg
at
an
G
re
v
Tu
re
ga
ta
En
ge
lb
re
kt
s-
ga
ta
n
Karlavägen
Biblioteksgatan
Valhallavägen
Verð frá 34.900 kr.
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn,
vill útskýringar á þætti Þórólfs Árnasonar í meintu olíusamráði.
Borgin mun gæta réttar síns
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
Svarar engu efnislega um sinn þátt.
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Vill gefa borgarstjóra tóm til að íhuga og
skýra sína afstöðu. FRUMSKÝRSLAN
Nafn Þórólfs borgarstjóra kemur víða við sögu.
Embætti hæsta-
réttardómara
Átta um-
sækjendur
HÆSTIRÉTTUR Átta umsækjendur
eru um embætti hæstarréttardóm-
ara en frestur til umsóknar rann út
þann 25. júlí. Þeir sem sóttu um
eru Allan Vagn Magnússon héraðs-
dómari, Eggert Óskarsson héraðs-
dómari, Eiríkur Tómasson pró-
fessor, Hjördís Hákonardóttir hér-
aðsdómari, Jakob R. Möller hæsta-
réttarlögmaður, Ólafur Börkur
Þorvaldsson dómstjóri, Ragnar
Halldór Hall hæstaréttarlögmaður
og Sigrún Guðmundsdóttir hæsta-
réttarlögmaður. Forseti Íslands
skipar í embættið. ■
Kaupm.höfn
London
París
Berlín
Algarve
Benidorm
Torrevieja
Krít
Kýpur
Róm
New York
Miami
21°C skýjað
20°C rigning
21°C skýjað
24°C léttskýjað
25°C heiðskírt
31°C léttskýjað
30°C skýjað
27°C heiðskírt
29°C skýjað
30°C léttskýjað
23°C léttskýjað
28°C hitaskúrir
MiðvikudagurÍ dag
Fimmtudagur
Veðrið úti í heimi í dag
Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins.
Veðrið
EGILSSTAÐIR
Þau eru enn talsvert
blaut kortin fyrir
daginn í dag og
víða má búast við
rigningu af og til.
Það er talsvert flökt
á úrkomunni í
tölvuspánum sem
dregur úr áreiðan-
leika úrkomuspárin-
nar. Engu að síður
eru prýðis horfur á
því að Egilsstaðir og
nágrenni sigri í
veðri í dagsins því
þar er helst að sjá
birtu og yl, jafnvel
léttskýjað um tíma.
Einnig eru horfur á
að það rofi nokkuð
vel til milli
rigningaskúranna á
landinu.
Kveðja,
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veðurfræðingur
Hægviðri
Hægur
vindur
Hægur
vindur
Hægur
vindur
Hægur
vindur
Fremur
hægur
vindur
Fremur
hægur vindur
StrekkingurStrekkingur
Hvessir
síðdegis