Fréttablaðið - 29.07.2003, Síða 20
■ ■ KVIKMYND
12.00 Tónleikamynd Sykurmol-
anna, Á Guðs vegum, verður sýnd í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
■ ■ OPNANIR
13.00 Ulla Mörch, myndlistar-
maður frá Danmörku, opnar sýningu í
Deiglunni í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin stendur aðeins í einn dag.
Ulla hefur verið gestur í Gestavinnu-
stofu Gilfélagsins á Akureyri í júlímán-
uði. Hún heldur sýningu á verkum
sem hún hefur unnið meðan á dvöl
hennar hefur staðið hér á landi.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar
sýningu í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Þar
verða sýnd akrílmálverk á gamla glugga.
Þetta er 37. sýning Aðalheiðar af alls 40
sem opnaðar eru víðsvegar um heiminn
um þessar mundir.
Sýning á teikningum hins vinsæla
teiknara Halldórs Péturssonar, sem
unnar eru upp úr Grettis sögu, verður
opnuð á Hótel Eddu að Laugarbakka í
Miðfirði. Þetta eru myndir sem Halldór
vann árið 1976 í tengslum við fyrirhug-
aða útgáfu á sögunni sem fallið var frá.
Teikningarnar, sem eru 14 talsins, hafa
því aldrei í heild sinni birst almenningi
fyrr en nú.
■ ■ ÚTIVIST
19.30 Ragnar Sigurjónsson ráðs-
maður í Viðey verður með gönguferð
um Viðey og veitir fjölskrúðugu dýralífi
hennar athygli. Þar verpa nú a.m.k. 24
fuglategundir og fer fjölgandi. Hugsan-
lega gefst gestum einnig kostur á að
heilsa uppá hjálmskjótta hesta ráðs-
mannsins en það er um margt sérstakt.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Vestur-íslenskur barna- og
unglingakór syngur í Glerárkirkju á Ak-
ureyri. Stjórnandi er Rosalind Vigfússon.
20.30 Tónlistarhópurinn Katla flyt-
ur verk eftir íslensk og önnur norræn
tónskáld 20. aldar á sumartónleikum í
Listasafni Sigurjóns. Kötlu skipa Svava
Kristín Ingólfsdóttir, Ingibjörg Guð-
laugsdóttir og Magnús Ragnarsson
sem öll búa og starfa í Gautaborg.
22.00 Áki Ásgeirsson trompet-
leikari, Helgi Hrafn Jónsson básúnuleik-
ari og Stefán Jón Bernharðsson horn-
leikari flytja splunkunýja tónlist fyrir
brass og rafmagn á Gauknum. Einnig
kemur fram heimilistækjahljómsveitin
Mulinex.
29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
26 27 28 29 30 31 1
JÚLÍ
Þriðjudagur
Halldór Pétursson var á sínumtíma einn vinsælasti teiknari
þjóðarinnar. Þeir sem eiga leið
um Húnaþing næstu vikurnar
hafa nú tækifæri til að sjá fjórtán
myndir sem hann teiknaði árið
1976 fyrir útgáfu á Grettissögu,
sem þó varð aldrei
af. Þessar teikningar
eru eitt af því síðasta
sem Halldór gerði
áður en hann lést og
þær hafa aldrei kom-
ið fyrir sjónir al-
mennings í heild.
Sýning á Grettis-
söguteikningunum
verður opnuð á Hótel
Eddu á Laugarbakka
í Miðfirði í dag. Hún
er í tengslum við
Grettishátíð sem
haldin verður helg-
ina 16. og 17. ágúst
með menningardag-
skrá og aflrauna-
keppni.
„Það má segja að
hátíðin fari í gang
með þessari sýningu,
sem verður opin
fram til 17. ágúst,“
segir Þröstur Árna-
son norður í Húna-
þingi. Hann og félag-
ar hans hjá
Grettistaki, sem
stendur að sýning-
unni, eru stórhuga og gera sér
vonir um að setja upp veglega
Grettissýningu með fjölskyldu-
garði þar á Laugarbakka innan
tíðar. „Við erum búin að kaupa
hús og höfum látið hanna sýning-
arsvæðið.“ ■
Grettisteikningar
frumsýndar
■ MYNDLIST
GRETTIR MEÐ NAUT Á BAKI
Grettissögu-teikningar Halldórs Péturssonar verða sýndar í
fyrsta sinn á Hótel Eddu að Laugarbakka í Miðfirði í dag.
Mánudaga
til Föstudaga
Laugardaga kl: 12:00 til 16:00
Opnunartími í sumar:
Sími: 514-4407
kl: 13:00 til 18:00