Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 22
Fréttiraf fólki 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR22 TÓNLIST „Þessi hljóðfærasamsetn- ing býður upp á mjög mikið af skemmtilegum hljóðum og tónum. Þegar svo rafmagnið og tölvurnar bætast við þá er hægt að búa til mjög spennandi tónlist,“ segir Áki Ásgeirsson trompetleikari. Hann ætlar að flytja splunku- nýja brasstónlist og raftónlist eftir íslensk tónskáld á Gauknum í kvöld ásamt félögum sínum tveim- ur, þeim Helga Hrafni Jónssyni á básúnu og Stefáni Jóni Bernharðs- syni á horn. Tónlistin er stundum í ætt við nútímatónlist, stundum meira í ætt við elektróník eða ambient tónlist. Verkin eru meðal annars eftir Kol- bein Einarsson, Hilmar Þórðarson, Davíð Franzson og Áka Ásgeirsson. „Öll þessi verk eru samin á síð- ustu vikum og dögum fyrir utan verk eftir Inga Garðar, sem er skrifað fyrir tveimur árum, hann er ennþá að læra í listaháskólan- um. Brasshljóðfærin eru tiltölu- lega óklassísk hljóðfæri. Beet- hoven og Mozart skrifuðu aldrei fyrir svona hljóðfærasamsetn- ingu.“ Fyrir utan brasstríóið kemur fram á þessum tónleikum heimilis- tækjahljómsveitin Mulinex. Þar eru á ferðinni þeir Áki og Ólafur Björn Ólafsson, sem hafa verið að gera tilraunir með að spila á hár- blásara, rakvélar og fótanuddtæki, svo nokkuð sé nefnt af heimilis- tækjunum sem þeir búa til tónlist úr. „Við fundum leið fyrir nokkrum mánuðum til þess að láta tölvu stjórna heimilistækjum. Þetta verður því í rauninni hálfgerð tölvutónlist, þótt engir hátalarar komi við sögu. Að þessu sinni verð- um við kannski með rafmagnsgít- ara líka og fleiri hljóðfæri, sem við látum tölvuna kveikja á með sömu aðferð.“ gudsteinn@frettabladid.is Heimilistækjahljómsveitin Mulinex mun koma fram ásamt brassbandi nokkru, skipuðu þeim Áka, Helga og Stefáni, á Gauknum í kvöld. Virkilega svöl stemmning á ferðinni þar. Áhættusamt og viðburðaríkt starfalþjóðlegs njósnara (Michael Douglas) hefur því miður komið nið- ur á einkalífi hans. Fyrrum eigin- kona hans (Candice Bergen) hatar hann eins og pestina, og einkasonur hans er orðinn langþreyttur á því hvað gamli maðurinn er oft fjarver- andi, og sú útskýring að hann sé svo upptekinn við að selja ljósritunar- vélar er orðin dáldið slitin. Nú ætlar ungi maðurinn að ganga í heilagt hjónaband með rólegri stúlku af góðum borgaralegum ættum. Pabbi hennar (Albert Brooks) er fótasér- fræðingur, mikill nákvæmnismaður og snyrtipinni, sem nýtur mikils álits í sinni grein. Og auðvitað fer allt úr böndunum þegar fótasér- fræðingurinn og alþjóðanjósnarinn hittast. Njósnarinn dregur fótafræðing- inn óvart með sér nauðugan inn í hringiðu alþjóðlegrar glæpastarf- semi þar sem fótsveppir eru ekki lengur helsta ógn sem blasir við mannkyninu. Engum er greiði gerð- ur með því að lýsa þeirri undarlegu atburðarás sem leyst er úr læðingi - sem þó er ekki hótinu heimskulegri heldur en söguþráðurinn í Bond- myndum eða myndum um Tortím- andann. Það sem prýðir þessa mynd er að þarna er enginn að taka sig hátíðlega og góðir leikarar skila hlutverkum sínum af frábærri fagmennsku svo að maður hrífst með. Vel lukkað grín. Þráinn Bertelsson UmfjöllunKvikmyndir THE IN-LAWS (Tengdafjólskyldan) Aðalhlutverk: Michael Douglas, Albert Brooks, Candice Bergen, David Suchet Handrit: Andrew Bergman, Nat Mauldin Leikstjórn: Andrew Flemming Fótasveppir og hryðju- verkamenn Útsölustaðir: Lyf & Heilsa: (Kringlan - Mjódd - Austurver - Melhagi). Hringbrautarapótek - Árbæjarapótek - Kaupfélag Skagfirðinga - Ólafsvíkurapótek - Vestmannaeyjaapótek. smart® strípulitir • fyrir skapandi fólk! • aflitun • m/hettu • ál-strípur • tvílitar ál-strípur • f/undirhár og toppa Auðveldir í notkun. Allt í einum pakka. sniðin að þörfum húðarinnar með mildum ilmi Krem sápa ph 3,5 e in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 18 NBC sjónvarpsstöðin í Banda-ríkjunum gerir sér fulla grein fyrir hrakandi skerpu og lengd at- hyglisgáfu nútímafólks, og hefur tekið málin í sínar hendur. Ekki með því að reyna að auka tímann sem fólk fylgist með heldur stytta tímann sem þarf til að horfa: Einn- ar mínútu kvikmyndir. Þegar er búið að taka tíu myndanna sem verða svo sýndar í auglýsingahlé- um. NBC segist alltaf hafa stutt framandi og ögrandi frásagnar- máta og að þetta form ætti að víkka til hins ítrasta getu sjón- varps á marga vegu. Tim Burton ætlar að ráðast í end-urgerð myndarinnar “Charlie and the Chocolate Factory“, eða „Kalli og sælgæt- isgerðin“ sem byggð var á gífur- lega vinsælli barnabók. Í fyrstu var talið að hann ætlaði sér að fá annað hvort Christopher Walken eða Micheal Keaton til að leika súkkulaðimeistarann og verk- smiðjueigandann Villa Vonka en þeir hafa báðir leikið í myndum Burtons áður. Nú telja þó sumir að Johnny Depp sé líklegri til að hreppa hlutverkið eftir sérlega góða, og léttgeggjaða, frammi- stöðu sína í „Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl“. Depp hefur svo einnig unn- ið áður með Burton, til að mynda í „Sleepy Hollow“. Þó slúðurblaðamenn hafi slegiðþví föstu nýlega að ofur- stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck ætli að gifta sig á Hawaii í októ- ber virðist ekkert öruggt í þeim efn- um. Á frumsýningu nýrrar myndar þeirra svaraði prakkarinn Affleck hverjum blaða- manni á aðra vegu en þeim síðasta, þegar þeir þrýstu á hann að segja sér hvernig brúð- kaupsmálum yrði háttað. Einum sagði hann það yrði jú á Hawaii, þeim næsta að Suð- ur-Ameríka væri málið o.s.frv. Allt í allt heyrðust 7 mis- munandi staðir á hnettinum nefndir. ÞRÍR BLÁSARAR Á Gauki á Stöng verður rafmögnuð brasstónlist- arveisla í kvöld.Rafmagnaður blástur og Mulinex Gera á kvikmynd eftir klass-ískri barnabók C.S. Lewis “Ljónið, nornin og skápurinn“, vinsælasta hluta sjö hluta bókar- aðar um ævin- týraríkið Narníu þar sem fjallað er um fjóra krakka sem ráfa inn í annan heim gegnum fataskáp. Leikstjórinn Andrew Adamson stýrir verkefninu, en hann leik- stýrði „Shrek“ og framhaldi henn- ar sem kemur í kvikmyndahús á næstunni. Hann hefur einnig fengið tölvubrellufyrirtækið sem stóð að baki brellunum í Hringa- dróttinssögu-myndunum til liðs við sig því margar af furðuverum skógarins verða tölvuteiknaðar. Það hefur þá vakið upp spurning- ar um hvernig ljónið Aslan muni birtast fólki í myndinni en Adam- son segist hafa lesið bækurnar í æsku og þá fannst honum veröld- in mjög raunveruleg og að það sé lykilatriði. „Aslan verður fyrst og fremst að vera raunverulegt ljón.“ kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI-Enskur texti kl. 8RESPIRO 5.50 og 10HOLLYWOOD ENDING Ástríkur&Kleópatra-ísl.tal Forsýnd kl. 3 kl. 6.10 og 10.10USSSS b.i. 12 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 11.10 b.i. 16 ára kl. 8 b.i. 14DARK BLUE kl. 4, 5.40, 8 og 10.20 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl.tali kl. 5.30, 8 og 10.30 Lúxus kl. 6, 8.30 og 11 b.i. 14 DUMB AND DUMBERER 6 PHONE BOOTH b.i. 14 kl. 8 og 10 kl. 4 2 FAST 2 FURIOUS 2 kl. 8 b.i. 12 THE MATRIX RELOADED kl. 10 KANGAROO JACK kl. 4 - 6 kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 bi.16 Sýnd í lúxus kl. 5.50 - 8 - 10.10 VIP Sýnd kl. 3.45 - 5.45 - 8.30 - 10 LIZZIE MAGUIRE kl. 6 - 8 WHAT A GIRL. 3.45, 5.50, 8, 10.10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.