Fréttablaðið - 29.07.2003, Síða 31
Bókajólin eru að skýrast út hjáútgefendum landsins. Meðal
annars sem heyrist er að ævisaga
Lindu Pétursdóttir eigi eftir að
komast hátt á
sölulista en
Vigdís Gríms-
dóttir er líka
að reyna að
klára bók sem
gæti gert
ágætis hluti.
Það er þó ekki
víst hvort hún
nær að klára.
Þráinn Ber-
telsson er svo með „Sjálfsævi-
sögur“ í smíðum sem ætti að ná
útgáfu, auk þess sem Guðbergur
Bergsson hefur lokið við seinni
hluta þýðingar sinnar á bestu bók
allra tíma, „Don Kíkóta“, en sú
bók var spútnik ársins í fyrra.
Enginn bjóst við því að hún seld-
ist en bókin endaði á metsölulist-
um. Fólk hlýtur að muna eftir
síðari hlutanum, svo höfundurinn
Miguel de Cervantes er líklegur
til afreka þessi jólin.
Ný bók er í fæðingu hjá IllugaJökulssyni. Situr hann nú við
skriftir og ritar ævisögu leikar-
ans góðkunna Gunnars Eyjólfs-
sonar. Gunnar
hefur sem
kunnugt er lif-
að viðburðaríku
lífi sem teygir
sig yfir mörg
lönd og ekki
færri á sviði
andans. Það er
JPV-útgáfa sem
gefur út ævi-
sögu Gunnars,
sem er nýbakaður afi. Dóttir
hans og væntanlegur mennta-
málaráðherra, Þorgerður Katrín,
eignaðist stúlkubarn á dögunum.
Ævisaga þeirra beggja kemur ef
til vill síðar.
ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2003
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að varasamt
getur verið að drepa vespur. Við dauða gefa
þær frá sér lykt sem dregur aðrar vespur að.
Dauði einnar getur því kallað að fjöldann all-
an af öðrum - lifandi.
MIKIÐ ÚRVAL AF
GALLABUXUM OG STRIGASKÓM
DIESEL
LEVI'S
WRANGLER
LEE
gallabuxur
gallabuxur
gallabuxur
gallabuxur
frá:
frá:
frá:
frá:
5.990
4.990
4.990
4.990
NIKE
DIESEL
X-18
PUMA
skór
skór
skór
skór
frá:
frá:
frá:
frá:
3.990
4.990
3.990
3.990
Kringlunni s.533 1717 www.ntc.is
HENSON peysur nýir litir
ný sending af adidas skóm og fatnaði
ný sendingÞað er alveg ljóst að svalir á hús-um og sólpallar alls konar hafa
fengið nýtt hlutverk hér á landi.
Nú notar fólk svalirnar til að reyk-
ja á því víðast hvar er bannað að
reykja innivið,“ segir Magnús
Skúlason arkitekt, sem eins og aðr-
ir hefur orðið vitni að þessari
breytingu. Eins og íslenska orðið
svalir segir til um er hlutverk þeir-
ra á húsum það að svala fólki þeg-
ar heitt verður inni. Sjaldnast hafa
svalirnar þó verið notaðar í þeim
tilgangi hér á landi enda yfirleitt
næðingur og kuldi á þeim.
„Svalir eru í flestum tilfellum
teiknaðar á hús hér á landi en yfir-
leitt hafa þær verið hugsaðar sem
björgunarop í eldsvoðum eða til að
viðra sængur og teppi. En nú hafa
reykingarnar sem sagt bæst við og
í sjálfu sér gott að hægt sé að nota
þær til slíks,“ segir Magnús Skúla-
son. ■
■ Bókafréttir
Tóbak
■ Svalir eru ekki lengur einvörðungu
notaðar til að viðra sængurföt eða sem
björgunarop í eldsvoða. Þær eru orðnar
reykingasvæði.
REYKINGAR
Það er af sem áður var. Æ algengara er að
sjá fólk á svölum íbúðarhúsa sinna.
Svalir fá nýtt hlutverk