Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 1

Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 1
megane ● lúxusbíll frá skoda ▲ SÍÐUR 14-15 bílar o.fl. Gerir nærri því innkaupalista draumabíllinn: Hulda Gunnarsdóttir er afslöppuð Tímamót: ▲ SÍÐA 12 Lífið með ró Leitað að hæfileikum Sjörnur: ▲ SÍÐA 4 Nóg framboð MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 20 Sjónvarp 24 MÁNUDAGUR 1. september 2003 – 208. tölublað – 3. árgangur DÝRKEYPT RIS Til stendur að beita húseiganda í Reykjavík 50 þúsund króna sektum fyrir hvern dag sem líður án þess að hann rífi ris sem hann byggði ofan á hús sitt í óleyfi. Sjá síðu 4. MANNSKÆÐIR MONSÚNRIGN- INGAR Um 1200 hafa farist í óvenju mannskæðum monsúnrigningum í Suður- Asíu að þessu sinni. Sjá síðu 6. HÆLI Í SÚÐAVÍK Sveitarstjórinn í Súðavík hefur boðið bol- víska útgerðarmanninum Jóni Guðbjarts- syni hæli kjósi hann að yfirgefa Bolungarvík með aflaheimildir sínar. Sjá síðu 8. LEIKIR Í TOPPBARÁTTUNNI Tveir leikir í toppbaráttu Landsbankadeildar karla fara fram í dag. KR sækir Grindavík heim en Vesturbæjarliðið er á toppi deild- arinnar með 30 stig, fjórum stigum meira en Fylkir sem er í öðru sæti. Fylkismenn fá Skagamenn í heimsókn í Árbæinn. Leikirnir hefjast klukkan 18. Sjá nánar bls. 30. DAGURINN Í DAG ● góð ráð Frikka Weiss ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Skrýtna húsið í Garðabæ Baldur Ó. Svavarsson: VEÐRIÐ Í DAG VEÐRIÐ Í DAG er ekki sérlega spenn- andi fyrir lansmenn. Vindur fer vaxandi og búast má við skúrum eða rigningu víðast- hvar um landið. Sjá síðu 6. M YN D /A P LEIÐTOGANS MINNST Útför Ayatollah Mohammed Baqir al-Hakim, eins virtasta leiðtoga Shítamúslima, fer fram í Najaf á morgun. Þúsundir Shítamúslima tóku þátt í minningarathöfn í Bagdad í gær. Baqir al-Hakim var meðal þeirra 125 sem fórust í sprengjutilræði við bænastað Shítamúslima í hinni helgu borg Najaf á föstudag. BAGDAD, AP „Leiðtogi okkar Hakim er horfinn. Við heimtum blóð morðingja hans,“ kyrjuðu þús- undir Shíta- múslima um leið og þeir börðu sér á brjóst á götum hinnar helgu borgar Najaf í Írak í gær. Mikil reiði og spenna ríkir nú í Írak eftir h r y ð j u v e r k a - árásina á aðal- bænahús Sítamúslima í Najaf á föstudag. Öflug bílsprengja sprakk við Iman Ali moskuna, rétt eftir að föstudagsbænum lauk og mikill mannfjöldi var fyr- ir framan moskuna. Að minnsta kosti 125 manns létust og tæp- lega 150 særðust. Meðal látinna er Ayatollah Mohammed Baqir al-Hakim, einn virtasti leiðtogi Shítamúslima. Þriggja daga sorgarferli hófst í gær, en því lýkur með útför al- Hakims á morgun. Víða um Írak hafa menn kom- ið saman til að syrgja og mót- mæla hryðjuverkinu. Tugir þús- unda hafa komið til Bagdad en at- höfn til minningar um al-Hakim var í Kadhimiyah, úthverfi höf- uðborgarinnar í gær. Kista með líkamsleifum al-Hakims, skreytt hvítum og rauðum rósum og mynd af leiðtoganum, var borin um borgina. Sams konar athöfn verður í borginni Karbala í dag en á morgun verða líkamsleifar al-Hakims fluttar aftur til hinnar helgu borgar Najaf þar sem út- förin fer fram. Talið er að 300.000 Shíta-múslímar leggi leið sína til Najaf til að vera við útförina. Framkvæmdaráð Íraks hefur farið fram á að landamærum Íraks og Írans verði lokað til að reyna að koma í veg fyrir að fólk, sem vill taka þátt í jarðarförinni, streymi yfir þau. Fjórir karlmenn, tveir Írakar og tveir Sádar, sem talið er að hafi tengsl við Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks og hryðju- verkasamtökin al-Qaeda, voru handteknir strax eftir árásina og játuðu þeir á sig verknaðinn. Í kjölfar yfirheyrslna voru 15 til viðbótar handteknir. the@frettabladid.is Þúsundir syrgja leiðtogann í Najaf Hátt í 300.000 Shítamúslimar leggja leið sína til hinnar helgu borgar Najaf í Írak til að syrgja al-Hakim, leiðtoga sinn, sem var myrtur á föstu- dag. Þriggja daga sorgarferli lýkur með útför al-Hakims á morgun. Viðtal við smábátaformann: LÍÚ kvartar undan RÚV FJÖLMIÐLAR Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefur sent fréttastofu útvarps umkvörtun vegna útvarpsviðtals við Guð- mund Halldórsson, formann smá- bátafélagsins Eldingar á Vest- fjörðum, á föstudaginn. Í viðtalinu sakaði Guðmundur LÍÚ um að standa á bak við yfirlýsingar út- gerðarmannsins, Jóns Guðbjarts- sonar, sem hótaði að yfirgefa Bolungarvík ef bæjarstjórnin léti ekki af stuðningi við línuívilnun. Sagði Guðmundur að LÍÚ væri að nota Jón. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir óþol- andi að slíkri ásökun hafi verið útvarpað án þess að gæta hlut- leysis og virða sjónarmið beggja aðila. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ríkisútvarpið vinnur svona. Auðvitað er þetta óþol- andi. Þarna er fréttamaður vís- vitandi að útvarpa röngum ásök- unum.“ Bogi Ágústsson, forstöðumað- ur fréttasviðs RÚV, segir ekkert athugavert við vinnubrögð frétta- stofunnar í málinu. „Það er ekkert að þessu viðtali. Við erum fyrst með viðtal við Jón, sem er með harkalegar yfirlýsingar, og síðan svarar Guðmundur. Hann verður sjálfur að standa fyrir sínum yfir- lýsingum um LÍÚ.“ ■ TÖKIN HERT Björgólfsfeðgar herða tökin í baráttunni um völdin í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Barátta um Straum: Líkur á yfir- tökutilboði VIÐSKIPTI Heimildir eru fyrir því að félag tengt Landsbankanum og Samsoni hafi tryggt sér kaup á 4,5% hlut Saxhóls, eignarhaldsfélags Nóatúnsfjölskyldunnar, í fjárfest- ingarfélaginu Straumi. Kaupin munu ekki að fullu frágengin en samkvæmt heimildum er Saxhóll tilbúinn til að selja Björgólfsfeðg- um sinn hlut. Gangi viðskiptin eftir er Lands- bankinn, og tengdir aðilar, komnir upp undir 40% hlut í félaginu. Fari þeir yfir þau mörk verða þeir að gera öðrum hluthöfum yfirtökutil- boð. Íslandsbanki og tengdir aðilar ráða yfir 30% hlut í Straumi. Þeir eru ekki skyldugir til að selja. Sölu- skyldan myndast við 90% mörkin. Líklegt er að þau mörk náist í dag. Eignarhlutur Íslandsbanka og tengdra aðila tryggir að ekki er hægt að gera breytingar á sam- þykktum félagsins án þeirra sam- þykkis. Þar með getur Landsbank- inn ekki innlimað Straum bankan- um án samþykkis Íslandsbanka. Ráðandi hlutur Landsbankans tryggir þeim stjórnarsæti í sam- ræmi við eignarhlut og þar með at- kvæðavægi í ákvörðunum um fjár- festingar og framgöngu sjóðsins. Með því myndast veruleg völd yfir eignarhlutum Straums í stórfyrir- tækjum eins og Eimskipafélagi Ís- lands. Hvorki Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, né Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs- ins vildu tjá sig um þessi tíðindi. Ekki náðist í Björgólf Guðmunds- son, bankaráðsformann Lands- bankans. ■ FYRIRTÆKI SEM STRAUMUR TRYGGIR ÁHRIF Í Eimskipafélagið Flugleiðir Marel Opin kerfi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sjóvá-Almennar FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Framkvæmdastjóri LÍÚ segir fréttamann Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi útvarpað röngum fullyrðingum formanns smábáta- félagsins Eldingar. „Leiðtogi okkar Hakim er horfinn. Við heimtum blóð morð- ingja hans FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Bitrufjörður: Valt með terpentínu UMFERÐ Tankbíll með 40 þúsund lítra af terpentínu til malbikunar valt á hliðina í Bitrufirði, norðan Hrútafjarðar, um hádegið í gær. Nokkur þúsund lítrar af terpentínu láku í jarðveginn við slysið, og er talið að tvö þúsund lítrar hafi orðið eftir þegar hreinsun lauk. Hugsan- legt er að jarðvegurinn verði graf- inn í burtu, þar sem terpentínan lak. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hólmavík er tankbíllinn fjórði stóri bíllinn með tengivagn sem fer út af veginum í Bitrufirði síðustu tvö árin. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.