Fréttablaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 2
2 1. september 2003 MÁNUDAGUR
„Byggi menn í óleyfi getur það
reynst þeim dýrkeypt!“
Steinunn Valdís Óskardóttir er formaður skipu-
lags- og byggingarnefndar Reykjavíkur sem vill
beita húseiganda í borginni 50 þúsund króna
dagsektum, rífi hann ekki viðbyggingu sem hann
reisti í óleyfi við hús sitt
Spurningdagsins
Steinunn, er svona dýrt að byggja í
Reykjavík?
■ Lögreglufréttir
Endurheimtir
frelsið í Dubai
Áfrýjunarréttur í Dubai hefur stytt fangelsisvist riffilmannsins Flosa
Arnórssonar um helming. Hann losnar líklega úr fangelsi í dag. Systir
Flosa segist afar fegin að málinu skuli loks ljúka.
DÓMSMÁL Flosi Arnórsson sjó-
maður losnar líklega úr haldi í
Dubai í dag.
Áfrýjunarréttur féllst í gær á
kröfu lögmanna Flosa um að
bundinn yrði endir á fjögurra
mánaða fangelsisdóm sem hann
hlaut á dögunum fyrir að hafa í
fórum sínum riffil og skot í
hann á alþjóða-
flugvellinum í
Dubai 22. apríl í
vor. Byssuna
hafi Flosi flutt
með sér til
Dubai þegar
hann tók þátt í
að flytja þang-
að skip frá Ís-
landi.
„Ég held að
Flosi hljóti að
vera ofsalega ánægður með
þessa niðurstöðu. Hann fékk að
vísu 100 þúsund króna sekt en
það er mikið minna en við var að
búast. Fjölskyldan er líka afar
ánægð með að þessi bölvaða vit-
leysa skuli vera búin,“ segir
Jóna Sigurbjörg Arnórsdóttir,
systir Flosa.
Alls sat Flosi í fangelsi í um
60 daga, eða sem svarar til tveg-
gja mánaða. Fyrst sat hann í 40
daga gæsluvarðhaldi fram til 1.
júní. Þá var hann látinn laus en
settur í farbann þar til dómur
félli. Hann var síðan sendur aft-
ur í fangelsi eftir að dómurinn
var kveðinn upp 12. ágúst og
hefur setið þar síðan.
Í stað fangelsisdómsins sem
út af stóð á Flosi að greiða 100
þúsund krónur í sekt.
Að sögn Jónu Sigurbjargar
hefur Flosi dvalist undanfarið í
fangelsi fyrir utan borgina Abu
Dabi. „Við höfum ekkert heyrt í
honum sjálf en norski sendi-
ráðspresturinn og norska sendi-
ráðið segir aðbúnaðurinn ágæt-
an og allt í lagi með Flosa,“ seg-
ir hún.
Jóna Björg segir að þó dómari
hafi úrskurðað í gær að Flosa skyl-
di sleppt yrði það sennilega ekki
fyrr en í dag að nauðsynleg papp-
írsvinna væri yfirstaðinn. Þá væri
óljóst hversu langan tíma tæki að
útvega honum nýtt vegabréf:
„Á morgun fer maður frá norska
sendiráðinu og fer með Flosa á
norska sjómannaheimilið. Þar verð-
ur hann þar til vegabréfið er tilbú-
ið. Þá er ekki um annað að ræða
fyrir hann en að koma sér heim.“
Að sögn Jónu Sigurbjargar hef-
ur enn ekki verið tekið saman hver-
su mikið ævintýri Flosa í Dubai
mun kosta hann í peningum. „Í fljó-
tu bragði sýnist mér að þetta kosti
ekki minna en tvær til þrjár millj-
ónir. Hann verður að fá vinnu þeg-
ar hann kemur heim. Það er ekki
einfalt að fá gott skipsrúm. Aðalat-
riðið er þó að hann er laus.“
gar@frettabladid.is
Bandarísk slökkviliðsverðlaun:
Íslendingur tilnefndur
VIÐURKENNING Einn Íslendingur
var á meðal tilnefndra sem
slökkviliðsstjóri ársins í árlegri
heiðursverðlaunaveitingu Al-
þjóðasamtaka slökkviliðsstjóra
á dögunum. Haraldur Stefáns-
son, slökkviliðsstjóri á Keflavík-
urflugvelli, var eini tilnefndi
utan Bandaríkjanna, en ellefu
bandarískir slökkviliðsstjórar
voru ásamt honum í hópi til-
nefndra. Þar af var ein kona,
slökkviliðsstýra í Virginíu, og
fór svo að hún hlaut heið-
ursverðlaunin.
Haraldur segir ánægjulegt að
hafa verið sá eini tilnefndra sem
ekki var bandarískur. „Ég vinn
hjá bandaríska ríkinu og hef
gert í 48 ár. Það var ánægjulegt
að koma Íslandi á kortið. Ég held
þetta hafi verið í fyrsta skiptið
sem slökkviliðsstjóri utan
Bandaríkjanna er tilnefndur.“
Val í hóp 12 tilnefndra fer
þannig fram að hægt er að senda
bréf á alþjóðasamtökin, þar sem
starfsferill slökkviliðsstjórans
er kynntur. Slökkvistöðin á
Keflavíkurflugvelli er sú eina á
Íslandi sem er aðili að samtök-
unum.
Haraldi var veitt fálkaorða ís-
lenska lýðveldisins í júní síðast-
liðnum fyrir störf sín, en stöðin
á Keflavíkurflugvelli hefur hlot-
ið fjölda alþjóðlegra viðurkenn-
inga. ■
Tryggvagata:
Árásarmenn
eltir uppi
LÖGREGLUMÁL Tveir menn réðust á
annan í Tryggvagötu á fimmta
tímanum aðfaranótt sunnudags.
Árásin sást á löggæslumyndavél-
um miðborgarinnar og sást annar
mannanna sparka í höfuðið á þol-
andanum. Báðir árásarmennirnir
voru eltir á hlaupum af lögreglu
og náðust þeir skammt frá.
Sjúkrabíll sótti þolandann
þar sem hann lá meðvitundarlaus
í götunni. Áverkar hans reyndust
ekki eins alvarlegir og útlit var
fyrir. Báðir árásarmennirnir
voru fangelsaðir en þeim var
sleppt að loknum yfirheyrslum í
gær. ■
ÍKVEIKJA
Björgunarmenn flytja eitt fórnarlambanna
úr rústunum. Að minnsta kosti 13 létust
og yfir 70 slösuðust þegar eldur braust út í
8 hæða íbúðabyggingu í Tapei.
Eldsvoði í Tapei:
Íkveikja í
kjölfar fjöl-
skyldudeilna
TAPEI, AP Að minnsta kosti 13 létust
og yfir 70 slösuðust þegar eldur
braust út í 8 hæða íbúðahúsi í
Tapie í Taiwan í gær. Margir
hinna slösuðu hlutu sár sín þegar
þeir stukku út úr logandi húsinu.
Grunur manna beindist strax að
íkveikju og var sá grunur stað-
festur við rannsókn. Kona sem bjó
í húsinu hafði grunað mann sinn
um framhjáhald. Eftir heiftarlegt
rifrildi milli þeirra, hellti konan
terpentínu um húsið og yfir sjálfa
sig og lagði síðan eld að. Konan
lifði af og liggur nú á sjúkrahúsi
með alvarleg brunasár á um 80%
líkamans.
Eignmaðurinn hlaut minni
háttar sár. ■
Kvótinn eykst:
Áramót í
fiskveiði
SJÁVARÚTVEGUR Nýtt fiskveiðiár
hófst í dag og veiðar hefjast á
nýrri kvótaúthlutun, sem meðal
annars er 30 þúsund tonnum
hærri í þorski og fer ýsukvóti úr
55 þúsund tonnum í 75 þúsund
tonn. Kvóti allra tegunda eykst
um 11 prósent í þorskígildum
talið, en þar er tekið tillit til verð-
mæti tegunda.
Ekki hefur tekist að nýta kvót-
ann í úthafsrækju og síld og má
gera ráð fyrir að þúsunda tonna
kvóti í tegundunum tveimur ónýt-
ist. Auk þess að veiðar úr nýrri
kvótaúthlutun hefjist í dag er aft-
ur leyfilegt að veiða síld, en síld-
veiðar eru óheimilar frá júní fram
á nýtt fiskveiðiár. ■
KANTURINN GAF SIG
Mildi að ökumaður kranans skyldi ekki
stórslasast.
Kranabíll valt:
Slapp með
lítinn skurð
ÓHAPP Mesta mildi var að ekki
hlaust af slys þegar krani valt á
hliðina með ökumanninn innan-
borðs. Óhappið varð við nýju
brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæ-
fellsnesi í vikunni. Bílstjórinn var
að bakka niður smá halla þegar
vegkanturinn gaf sig með þessum
afleiðingum.
Að sögn sjónarvotta áttu menn
von á að maðurinn væri stórslas-
aður, en hann slapp með lítinn
skurð á hendi.
Vinna hefur staðið yfir í allt
sumar við að brúa fjörðinn og
styttir það leiðina á milli Stykkis-
hólms og Grundarfjarðar og
Ólafsvíkur til muna. ■
HARALDUR STEFÁNSSON
Slökkviliðsstjórinn á Keflavíkurflugvelli var
tilnefndur ásamt ellefu Bandaríkjamönn-
um til heiðursverðlaunanna „slökkviliðs-
stjóri ársins“.
Seboko vígð í embætti:
Ein valda-
mesta kona
Afríku
BOTSWANA, AP Mosadi Seboko hefur
verið vígð í embætti æðsta höfð-
ingja í Botsawana í Suður-Afríku.
Seboko er fyrsta konan sem
kemst í þessa valdastöðu. Um leið
er hún orðin ein valdamesta
konan í Afríku.
Seboko, sem var klædd hlé-
barðaskinni við vígsluna, er fyrr-
verandi bankastjóri. Hún er ein-
stæð móðir sem ól upp fjórar dæt-
ur sínar af miklu harðfylgi. Hún
var kjörin leiðtogi Balete-fólks-
ins, sem eru 30.00 talsins, eftir að
foreldrar hennar létust. ■
Faðir myrti son sinn:
Drengurinn
andkristur
NEBRASKA, AP Saksóknarar í
Nebraska hafa ákært 25 ára gaml-
an karlmann fyrir að myrða fjög-
urra ára son sinn. Lík drengsins
er ófundið en hans hefur verið
saknað síðan í byrjun janúar.
Í yfirheyrslu í tengslum við
annað mál lét faðirinn, Ivan Henk,
þau orð falla að hann hefði drepið
soninn af því að hann hefði verið
sjálfur andkristur. „Það stóð 666 á
enni hans“ sagði Henk. Faðirinn
leiddi lögregluna að sorptunnu
þar sem hann sagðist hafa skilið
lík drengsins eftir. Í tunnunni
fannst blóð sem reyndist tilheyra
barninu. Leitað var að líkinu á
sorphaugum í sjö vikur en án ár-
angurs. ■
„Fjölskyldan
er líka afar
ánægð með
að þessi bölv-
aða vitleysa
skuli vera
búin. FLOSI ARNÓRSSON OG NORSKI KONSÚLLINN Í DUBAI
Að sögn Jónu Sigurbjargar Arnórsdóttur, systur Flosa Arnórssonar, hefur Flosi dvalist und-
anfarið við ágætan aðbúnað í fangelsi fyrir utan borgina Abu Dabi.
BÚFERLAFLUTNINGAR „Bíllinn var
fluttur hingað fyrir um viku síð-
an,“ segir Júlíus Þorbergsson, eig-
andi verslunarinnar Draumsins á
Rauðarárstíg, um lítinn sendi-
ferðabíl sem hefur verið lagt fyr-
ir utan verslunina. Heimilislausir
borgarar búa í bílnum sem rataði
í fjölmiðla fyrr í sumar þegar hon-
um var lagt við Kjarvalsstaði.
Júlíus segir bílinn vera óæski-
legan fyrir utan verslunina. Hann
er þegar búinn vara eigandann við
sem segist vera bíða eftir því að
vinur hans komi með rafgeymi úr
Hveragerði. „Vinurinn er svo
lengi á leiðinni að hann hefur
sennilega farið gangandi eða hinn
hringinn. Annars vorum við
feðgarnir að spá í draga hann í
burtu þegar tími gefst til - hjálpa
þeim með bílinn frá fyrirtækinu.“
Júlíus segir að honum finnist
ríkið, sem borgar heimilislausum
kaup, ætti að sjá um þá aðeins
líka og koma yfir þá þaki. „Ein-
hvers staðar verða þeir að vera
inni greyin þegar þeir mega
ekki lengur liggja undir trján-
um. Þeir hafa staðið sig vel við
að vera þarna inni blautir og
kaldir.“ Hann segist stundum
hafa gefið þeim að borða til að
halda í þeim lífinu. ■
NÝ STAÐSETNING
Rauði sendiferðabílinn sem áður var við Kjarvalsstaði er nú fyrir utan Drauminn.
Rauðarárstígur:
Bíður rafgeymis úr Hveragerði
fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
/r
ó
b
e
rt
EKIÐ Á VEGFARANDA
Ekið var á gangandi vegfaranda á
mótum Meistaravalla og
Hringbrautar laust fyrir klukkan
níu í gærkvöld. Tildrög slyssins
eru óljós en vegfarandinn var
fluttur á slysadeild. Ekki var
vitað um líðan hans þegar blaðið
fór í prentun.