Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 6
6 1. september 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið?
1KR varð Íslandsmeistari kvenna íknattspyrnu. Hverjar skoruðu mörk
KR?
2Tveir menn vinna við að skrifa ævi-sögu Halldórs Laxness. Hverjir eru
þeir?
3Ellefu þúsund Frakkar dóu í hita-bylgjunni í Frakklandi í júlí. Hve
margir dóu að meðaltali á dag?
Svörin eru á bls. 46
Hugmyndir um veitingahús við Snoppu valda deilum á Seltjarnarnesi:
Ásakanir um valdníðslu í umhverfisnefnd
SVEITARSTJÓRNIR Neslistinn á Sel-
tjarnarnesi sakar meirihluta Sjálf-
stæðismanna um valdníðslu í um-
hverfisnefnd bæjarins.
Á fundi umhverfisnefndarinnar í
lok júlí samþykkti meirihlutinn af-
brigði frá dagskrá, þannig að hægt
yrði að afgreiða tillögu um að kann-
aður yrði sá möguleiki á veitinga-
húsi á milli bílastæðisins við
Snoppu og fiskitrananna.
Fulltrúar Neslistans tóku málið
upp á bæjarstjórnarfundi í ágúst.
Þeir hafi ekki verið reiðubúnir að
ræða tillöguna um veitingahúsið, á
fundi umhverfisnefndar, því þeir
hefðu aldrei séð hana áður. Formað-
ur nefndarinnar hafi fengið tillög-
una tekna á dagskrá með þremur at-
kvæðum sjálfstæðismanna gegn
tveimur atkvæðum Neslistans. Það
væri brot á samþykktum Seltjarn-
arnesbæjar, því tvo þriðju hluta at-
kvæða þyrfti til að samþykkja af-
brigði: „Afgreiðsla formannsins er
dæmi um stórkostlega valdníðslu
meirihlutans og draga má í efa að
formaður umhverfisnefndar sé
starfi sínu vaxinn,“ sagði Neslist-
inn. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
sögðust hins vegar fagna „frum-
kvæði formanns og meirihluta um-
hverfisnefndar í spennandi fram-
faramáli og vonast til að málið verði
tekið aftur á dagskrá nefndarinnar
hið fyrsta.“ ■
Monsúntímabilið
óvenjumannskætt í ár
Um 1.200 manns hafa látist af völdum monsúnrigninga í Suður-Asíu í
ár. Þar af hefur helmingur farist á Indlandi. Flóð af völdum rigninga
ógna heimilum milljóna Indverja og smitsjúkdómar breiðast ört út.
INDLAND, AP Gríðarleg flóð eru í
Indlandi af völdum monsúnrign-
inga. Veðurfræðingar segja að
rigningarnar í ár séu að minnsta
kosti fimmtungi meiri en í meðal-
ári. Ár hafa flætt yfir bakka sína
og hafa þúsundir manna þurft að
yfirgefa heimili sín sem eru um-
flotin vatni. Tugir
manna hafa
drukknað undan-
farna sólarhringa.
Frá því monsún-
tímabilið hófst í
júní hafa rúmlega
600 manns drukknað eða látist af
völdum eldinga eða sjúkdóma á
Indlandi.
Tæplega 200 þorp í Orissa hér-
aði eru umflotin vatni og hafa
100.000 manns þurft að yfirgefa
heimili sín þar. Flóð af völdum
rigninganna ógna nú 2.000 þorpum
sem í búa 2,7 miljónir manna. Ind-
verski herinn vinnur að björgun
íbúa þar.
Stór hluti uppskeru bænda er
ónýtur af völdum flóðanna og
mörg þorp eru einangruð.
„Fólk mun fljótt svelta í hel og
deyja af völdum smitsjúkdóma,
verði vistum og hjálpargöngum
ekki varpað niður úr flugvél og
hjúkrunarlið flutt hingað í bráð til
að meðhöndla malaríu og aðra
smitsjúkdóma,“ sagði Dilip Saikia,
stjórnmálaleiðtogi.
Að minnsta kosti 17 manns hafa
látist af völdum malaríu en talið er
að 15.000 hafi smitast. Fleiri skæð-
ir smitsjúkdómar breiðast ört út,
svo sem heilabólga og alvarlegir
meltingarsjúkdómar.
Monsúnrigingar hafa bitnað
hart á fleirum en Indverjum. Frá
því rigningarnar hófust í júní hafa
rúmlega 1.200 manns í Suður-Asíu
látist af völdum flóða og smitsjúk-
dóma. Helmingurinn, 600 manns
eru Indverjar, 236 hafa látist í
Pakistan, 216 í Nepal og 181 í
Bangladesh. Monsúntímabilinu
lýkur í september. ■
Á SELTJARNARNESI
Sjálfstæðismenn vilja kanna hvernig unnt sé að koma fyrir kaffihúsi á opnu svæði á
Seltjarnarnesi. Fulltrúar Neslistans segja að málið hafa verið afgreitt í umhverfisnefnd með
valdníðslu.
HÍBÝLIN UMFLOTIN
Úrhellisrigningar hafa verið í Suður-Asíu að undanförnu. 1.200 hafa látist af völdum flóða
og smitsjúkdóma og heimilum milljóna manna er ógnað.
■
Fólk mun fljótt
svelta í hel og
deyja af völd-
um smitsjúk-
dóma
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JA
RG
EY