Fréttablaðið - 01.09.2003, Síða 8
1. september 2003 MÁNUDAGUR
Göran Persson um EVRU-aðild Svía:
Andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu
STOKKHÓLMUR, AP „Ég hef aldrei
verið stuðningsmaður þjóðarat-
kvæðagreiðslu,“ segir Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Skoðanakannanir í landinu sýna
að meirihluti Svía er andvígur að-
ild Svíþjóðar að myntbandalagi
Evrópu og upptöku Evrunnar.
Persson segir að þjóðaratkvæða-
greiðsla um málið sé ekki besta
lausnin. Svíar greiða þjóðarat-
kvæði um Evruna þann 14. sept-
ember. Kannanir að undanförnu
hafa lítið breyst, rúmur meirihluti
Svía er andvígur Evrunni eða svo
munar 10 til 15%.
Göran Persson segir að hyggi-
legra hefði verið að láta 349
fulltrúa sænska þingsins taka af-
stöðu til Evru-aðildar.
„En þjóðaratkvæðagreiðsla var
málamiðlun stjórnmálamanna og
við það verður að una,“ sagði
Persson.
Danmörk, Svíþjóð og Bretland
eru einu Evrópusambandslöndin
sem standa utan myntbandalags-
ins en Danir höfnuðu aðild í þjóð-
aratkvæðagreiðslu árið 2000. ■
FISKVEIÐISTJÓRNUN Ómar Már Jóns-
son sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
býður bolvíska útgerðarmannin-
um, Jóni Guðbjartssyni, að flytja
til Súðavíkur með allan sinn rekst-
ur, ákveði hann að yfirgefa Bol-
ungarvík. Í viðtali við vestfirska
fréttavefinn, Bæjarins besta, lýsir
Ómar sveitarstjóri andstöðu Súða-
víkur við línuívilnun, þar sem hún
feli í sér að sneið sé tekin af einni
útgerð til að auka við aðra. Þá opin-
berar Ómar áhyggjur sínar af því
að Súðvíkingum verði ekki úthlut-
aður byggðakvóti á ný, verði hug-
myndir um línuívilnun ofan á.
Jón Guðbjartsson skrifaði bæj-
arstjórn Bolungarvíkur bréf á dög-
unum þar sem hann hótaði brottför
úr bænum ef hún léti ekki af stuðn-
ingi við málflutning smábáta-
manna sem berjast fyrir línuíviln-
un. Þar fer fremstur í flokki Guð-
mundur Halldórsson, formaður
smábátafélagsins Eldingar á norð-
anverðum Vestfjörðum, sem hefur
ítrekað krafist þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn, með forsætisráðherra
í fararbroddi, efni loforð um að
koma á línuívilnun þegar í stað. ■
JÁ EÐA NEI?
Göran Persson og stjórn hans hefur staðið
í ströngu að undanförnu við að sannfæra
Svía um kosti Evru-aðildar. Fátt bendir til
að boðskapur Perssons hafi náð í gegn,
þegar hálfur mánuður er í þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið.
SÚÐAVÍK
Sveitarstjórinn á Súðavík býður útgerðar-
manninum Jóni Guðbjartssyni frá Bolung-
arvík að flytja í sveitarfélagið sitt og lofar
að styðja ekki línuívilnun líkt og bæjar-
stjórn Bolungarvíkur.
Baráttan um línuívilnun:
Bolvíkingi boðið
hæli í Súðavík