Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 12
1. september 2003 MÁNUDAGUR
Upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar
Ídag eru 64 ár frá upphafi seinniheimsstyrjaldarinnar en 1. sept-
ember 1939 réðist Hitler inn í Pól-
land. Hann hafði þá þegar sölsað
undir sig þýskumælandi hluta
Tékklands og norð-austurhluta
Prússlands, þar sem Litháen er í
dag.
Viku fyrir innrásina inn í Pólland
hafði Hitler gert samning við Stalín,
einræðisherra Sovétríkjanna, um
hernaðarbandalag Þýskalands og
Sovétríkjanna.
Mikil ókyrrð hafði ríkt í Evrópu
vegna vaxandi áhrifa fasista en fas-
istaflokkur Mussolini á Ítalíu hafði
þegar hertekið Albaníu. Bretar og
Frakkar óttuðust mjög að Hitler
ætlaði inn í Pólland og fengu skrif-
legt loforð frá honum þess efnis að
hann myndi ekki halda innrásum
sínum áfram.
Hitler hafði aldrei haft í hyggju
að standa við loforð sín og nasistar
gerðu leifturárás á Pólland 1. sept-
ember. Þremur dögum síðar lýstu
Bretar og Frakkar stríði á hendur
Hitler.
Stalín efndi loforð sitt við Hitler og
réðist inn í Pólland þann 17. septem-
ber. Tíu dögum síðar féll Varsjá, höf-
uðborg landsins.
Þann 29. september skiptu Þjóð-
verjar og Rússar landinu á milli sín. ■
Tekur lífinu með ró
Ég tek lífinu með ró og er ekkertfarin að leita fyrir mér enn,“
segir Hulda Gunnarsdóttir frétt-
kona, sem sagt var upp störfum á
Stöð 2 fyrr í sumar, ásamt þeim
Ólöfu Rún Skúladóttur, Margréti
Stefánsdóttur og Bryndísi Hólm.
Hulda var í sumarfríi þegar
henni barst uppsagnarbréfið en
hafði áður verið í barneignarleyfi.
„Ég á enn sex mánuði eftir á laun-
um og þeir spara ekki mikið á því
að segja mér upp,“ segir Hulda
kímin. Hún segir að eftir á að
hyggja þá öfundi hún ekki félaga
sína sem eftir eru í starfi á frétta-
stofunni. „Þetta eru erfiðir tímar
hjá þeim og víðs fjarri að það sé
gaman að horfa á eftir stórum hluta
vinnufélaganna.“
Hulda hóf störf hjá Stöð 2 árið
1989 og á margar góðar minningar
frá þessum tíma. Hún segist hafa
eignast góða félaga í gegnum starf-
ið og oft hafi verið mjög ánægju-
legt að vinna á Stöð 2. „Ég geri mér
ekki alveg grein fyrir hvenær fór
að halla undan fæti. Það vill verða
svo, þegar fer að ára illa hjá fyrir-
tæki, að það grefur undan móraln-
um. Kröfur verða meiri til fólks,
ekkert má gera sem kostar peninga
og smátt og smátt fer óánægjan að
gera vart við sig og fólk missir
flugið.“ segir hún.
Hulda segist ekkert vera viss um
hvað hún vilji starfa við í framtíð-
inni. Hún hafi ekki unnið við annað
en fjölmiðlun frá því hún skreið út
úr háskóla. Hún er hins vegar prýði-
lega sett því menntun hennar er víð-
tæk:
„Ég er menntuð í umhverfis-
fræði, stjórnunar- og skipulagsmál-
um og mannfræði. Ég ætti því að
geta gert ýmislegt annað og raunar
er ég þakklát fyrir þá reynslu sem
ég hef aflað mér í þessum bransa.
Því er ekki að neita að maður verð-
ur ansi sjóaður í þjóðmálum, stjórn-
málum, mannlegum samskiptum og
ýmsu öðru. Ég ber því ekki kvíð-
boga fyrir framtíðinni og óttast ekki
að ég finni ekki eitthvað að gera.“
Hulda á þrjú börn frá eins til tólf
ára og það er nóg að gera á hverjum
degi. Hún segist þó þekkja sjálfa sig
og vita að það komi að því að hún
fari að ókyrrast. „Ég útiloka ekki
neitt og ekki heldur Stöð 2 í þeim
efnum. Ég er ekki í neinu óvildar-
stríði við stöðina þó ég furði mig að
sjálfsögðu á að það felist mikill
sparnaður í því að segja upp svo
mörgum hæfum starfsmönnum
sem raun ber vitni. Það hlýtur að
vera verðmætatap á sama tíma og
fyrirtækið virðist vera falt,“ segir
Hulda.
bergljot@frettabladid.is
Smiðjuvegi 5, Kópavogi, sími 564 3988
Lagerhreinsun
1.-13. september
Prjóna- og heklugarn, hlægilegt verð!
Meðal annars Regia sokkagarn
og Peluche pelsgarn.
Fjölbreytt úrval.
Jólaútsaumur 40% afsl.
Heilsársútsaumur 40% afsl.
Strammamyndir 40% afsl.
Ath. takmarkað magn.
Garn og gaman
INNRÁSIN Á PÓLLAND
Hófst þennan dag fyrir 64 árum síðan.
HULDA GUNNARSDÓTTIR FRÉTTA-
KONA
Hún segir það ekki öðruvísi þegar fjöl-
miðlafólki er sagt upp, það svíði alltaf að
missa vinnuna hver sem eigi í hlut.
1. september 1939
UPPHAF SEINNI
HEIMSTYRJALDARINNAR
■ Nasistar ráðast inn í Pólland þrátt fyrir
ítrekuð loforð um að gera það ekki og
hrinda af stað seinni heimsstyrjöldinni.
Tímamót
HULDA
GUNNARSDÓTTIR
■ fréttamaður hefur nóg að gera heima
með þrjú börn. Hún segist þó reikna með
ókyrrð í beinum innan tíðar en hefur ekki
áhyggjur af að hún fái ekki eitthvað að
gera.
Ég á nú ekkert stórafmæli ogætla ekki að hafa mikinn við-
búnað. Ég á þó von á fólki hingað til
mín í sumarbústaðinn á sunnudag-
inn,“ segir Ragnar Halldórsson,
fyrrum forstjóri Ísal, sem á 74 ára
afmæli í dag.
Hann segist reikna með að fjöl-
skyldan og vinir komi til hans, en
það er af sérstöku tilefni sem syst-
ir hans og hennar fólk komi. „Þau
ætla að nota þetta tækifæri og
koma í kynnisferð í sumarbústað-
inn, því þau hafa ekki komið áður.“
Fyrir nokkrum árum lét Ragnar
af störfum og nýtur þess nú að vera
í rólegheitum. „Ég er í mjög anna-
sömu iðjuleysi alla daga,“ segir
hann og hlær. „Ég spila bridge á
veturna, er í golfi á sumrin og svo
hef ég nóg að gera við að lesa og
ferðast.“
Ragnar segist fylgjast vel með
fjölmiðlum og tekur undir að við-
skiptalífið hafi breyst mjög. „Með
nýjum mönnum koma breyttar
áherslur og það er ekki nema eðli-
legt,“ segir Ragnar Halldórsson
sem hefur það notalegt með sínu
fólki í sumarbústaðnum í Gríms-
nesi um helgina. ■
Afmæli
RAGNAR HALLDÓRSSON
■ fyrrum forstjóri er 74 ára í dag. Hann á
von á gestum til sín í sumarbústaðinn um
helgina.
RAGNAR HALLDÓRSSON
Hann tekur undir að viðskiptalífið hafi tek-
ið miklum breytingum á síðustu tíu, tutt-
ugu árum.
Er lengstum í
annasömu iðjuleysi