Fréttablaðið - 01.09.2003, Síða 14
bílar o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
Draumabíllinn minn er Jeep GrandCherokee,“ segir Vigdís Gunnars-
dóttir leikkona nokkuð hiklaust. „Ég
hef mjög gaman af jeppum og átti
einu sinni jeppa sjálf. Þetta var jepp-
lingur reyndar, Suzuki Grand Vitara,
og ég komst allt á honum en ég skipti
honum fyrir hest sem ég hef reyndar
aldrei séð.“ Vigdís hefur þó uppi
áform um að hitta þennan hest í vetur.
Skot hennar í Jeep Grand Cherokee
má hins vegar rekja til ferðalags sem
þær Sóley Elíasdóttir leikkona fóru
einu sinni í með dætrum sínum. „Við
fórum á svona bíl sem Sóley átti og
með fellihýsi í útilegu. Ég fékk að
keyra og þetta var einhvern veginn al-
veg málið. Það var alveg ofboðslega
gott að keyra hann.“ Það sem Vigdísi
fannst skemmtilegast við þennan bíl
var að hann hafði bæði kosti jeppans
og um leið öll þægindi fólksbíls. „Til
viðbótar var alls konar dúllídúll í þess-
um bíl, surround hljóðkerfi og hiti í
sætum til dæmis. Svo var bíllinn alltaf
að gefa manni alls konar upplýsingar í
mælaborðinu. Það lá við að hann segði
hvað ætti að kaupa í matinn.“
Vigdís segist annars eiga fínan bíl
sem henti henni ágætlega, en það sé
Volkswagen Polo. „Ég hefði aldrei haft
efni á að reka Cherokee en ég hef efni
á að reka Pólóinn.“
Vigdís segist samt stefna að því að
eignast draumabílinn. „Ég ætla alla
vega að verða aftur jeppaeigandi. Ég
þarf engan blöðrujeppa, en það er gott
að eiga jeppa ef maður ætlar út af
þjóðvegi eitt.“ Þannig að stefnan hjá
Vigdísi er tekin á jeppa, en hvort það
verður Cherokee eða ekki leiðir tím-
inn einn í ljós. ■
Draumabíllinn:
Gerir nærri því
innkaupalista
VIGDÍS GUNNARSDÓTTIR
Stefnir að því að eignast aftur jeppa og helst
Cherokee.
Það er ekki laust við að maður fáitár í augun eftir langt ferðalag,
þegar búið er að þrífa flugurnar af
framhluta gæðingsins og grjótbarið
húddið kemur í ljós. Þá er hægt að
fara með bílinn á málningarverkstæði
og láta mála þá hluti sem þarf, en það
kostar sitt. Þeir sem ekki hafa áhuga á
þessari lausn geta náð góðum árangri
með því að bletta sjálfir í skellurnar.
Best er að byrja á því að þrífa vel
svæðið sem á að bletta, engin fita eða
tjara má vera á svæðinu. Hreinsa þarf
upp úr þeim skellum sem byrjaðar
eru að ryðga. Gott er að fá sér þar til
gerðan fræsara sem hægt er að festa
framan á borvél, hann virkar þá eins
og tannlæknabor sem margir þekkja.
Næst skref er að setja stálgrunn í þær
skemmdir sem ná ofan í járnið og
bletta svo yfir með rétta litnum. Það
er mikilvægt að nota herði í málning-
una svo það sé öruggt að súrefni kom-
ist ekki að járninu, klára svo verkið
með því að bóna bílinn og taka gleði
sína á ný.
Vantar þig góð ráð. Spurðu Jón
Heiðar á bilar@frettabladid.is.
JÓN HEIÐAR
ÓLAFSSON
■ kennir að gera
við grjótbarið húdd.
Góð ráð
Að loknu sumarleyfi
JEEP GRAND CHEROKEE
Glæsilegur bíll sem hefur bæði
kosti jeppans og fólksbílsins.