Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 16
hús o.fl.
V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: hus@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
þar sem tryggingar
snúast um fólk
Hringdu í síma
560 5000
og fáðu sendan
bækling um
fjölskylduvernd VÍS.
Vátryggingafélag Íslands,
Ármúla 3, 108 Reykjavík,
www.vis.is
Hvernig
röðum við sam
an
tryggingunum
okkar?
Mars 2003
Fjölskylduver
nd VÍS
Fplús – víðtæka fjölskyldutryggingin
tryggir bæði heimilinu og fjölskyldunni
þá vernd sem þú gerir kröfu um
– og veitir þér alla afslætti strax
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
7
3
4
5
Það fer alltaf jafn mikið í taugarnar ámér að sjá brúna slikju læðast fram
úr málningunni sem hylur gluggajárn á
tiltölulega nýjum gluggum. Ég bara
skil ekki af hverju fólk getur ekki
keypt ryðfrí gluggajárn og skrúfur og
komið þannig í veg fyrir endalaust
vandamál. Það er ekki miklu dýrara að
kaupa ryðfrítt frekar en annað sem í
boði er, einungis 62 króna munur á
sömu vöru samkvæmt upplýsingum frá
Byko. Viðhaldi er nefnilega hægt að
halda í lágmarki með réttum ákvörðun-
um í byrjun verks.
Til dæmis er góð regla að hafa glæra
fúavörn í fötu við hlið sér þegar verið
er að sníða hina ýmsu frágangslista
utan á hús og stinga báðum endum ofan
í áður en þeir eru festir upp, jafnvel að
láta þá standa aðeins og leyfa timbrinu
að drekka í sig vörnina. Endar timburs-
ins eru þeir staðir sem veikastir eru
fyrir rakaskemmdum og ef þessi að-
ferð er notuð er hægt að seinka við-
haldi töluvert. Ég frétti af einum göml-
um snikkara sem var sérvitur mjög og
vandvirkur, hann ákvað að smíða glug-
ga í sitt eigið hús og vandaði sig mjög. Í
langan tíma hafði gamalt baðkar legið
út í garði og lítið gagn gert. Sá gamli
steypti niðurfallið, lyfti karinu upp á
tvær hellur, setti timburafganga undir,
línolíu ofan í og kveikti svo undir, setti
svo alla lista og timbur sem hann hafði
sniðið niður í gluggana ofan í og bók-
staflega sauð allt saman í góðan tíma!!!
Kallinn er löngu steindauður en sagan
segir að ef kæmi til kjarnorkustyrjald-
ar myndu kakkalakkar, Keith Richard
og þessir gluggar vera það eina sem
eftir lifði!!! ■
FRIÐRIK
WEISSHAPPEL
■ mælir með að
vanda vel til í
upphafi verks.
Keith Richard, fúavörn og fleira
góð/ráð
Það koma mörg hús til greina en égheld ég verði að nefna einbýlis-
húsið að Bakkaflöt 1 eftir Högnu Sig-
urðardóttur arkitekt,“ segir Baldur Ó
Svavarsson. „Húsið er úr ómálaðri
sjónsteypu sem þýðir að förin eftir
steypumótin sjást. Síðan hafa jarð-
vegsfláar verið dregnir upp veggina
og tyrft þar. Á milli eru risastórir
gluggar.“ Baldur segir húsið hafa á
sínum tíma verið aðferð Högnu til
þess að nálgast íslenska byggingar-
hefð.
„Það hefur sjaldan tekist jafnvel
og í þessu húsi að flétta saman
módernisma og íslenskri byggingar-
list,“ segir Baldur og bætir því við að
hann hafi kynnst þessu húsi ungur að
árum. „Ég heyrði af þessu húsi fyrst
þegar ég var krakki. Ég flutti í Garða-
bæinn árið eftir að það var byggt, sem
var 1963. Þetta þótti nefnilega mjög
skrýtið hús og það gengu af því mikl-
ar sögur. Til dæmis að það væri allt
steypt í því, sófarnir og hjónarúmið
svo dæmi sé tekið. Ansi margt reynd-
ar sem var ekki rétt.“
Baldur fór síðan í arkitektanám og
þá vildi svo til að í námsferð til
Íslands var húsið margumtalaða
skoðað, og reyndist það einn af há-
punktum ferðarinnar. „Það reyndist
rétt að steypa er notuð innanhúss en
ekki í sama mæli og sögurnar sögðu.
Húsið er mjög opið og vel heppnað.
Heilu veggirnir eru færanlegir þan-
nig að það hægt að opna alveg á milli
herbergja. Þetta var náttúrulega
bylting í hönnun og hugsun hér á
landi.“
Baldur er nú fluttur í Garðabæinn
á nýjan leik og því kominn aftur í
grennd við „skrýtna húsið“. „Það má
þannig segja að þetta hús hafi verið
með manni allan tímann.“ ■
BALDUR Ó. SVAVARSSON
Heyrði fyrst af þessu húsi þegar hann var krakki, þá þótti honum það skrýtið en nú er það í mestu uppáhaldi allra húsa á höfuðborgarsvæðinu.
Uppáhaldshúsið/
Skrýtna húsið
í Garðabæ
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Vantar þig góð ráð? Spurðu Frikka á hus@frettabladid.is