Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 28
heimili o.fl.
V i k u l e g u r b l a ð a u k i F r é t t a b l a ð s i n s u m h ú s o g g a r ð a
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heimili@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
• Baðinnréttingar
• Eldhúsinnréttingar
• Fataskápar
Borgartúni 29 • sími: 562 5005 • www.herognu-innrettingar.is
Við
er
um
ód
ýrir
!
Það eru ljós efni og þunn. Efnin erulíka svolítið gróf og hörleg,“ segir
Jóhanna Sigmarsdóttir, starfsmaður
Gardínubúðarinnar í Mjódd, aðspurð
um gardínutískuna í dag.
„Rimlar og felligardínur eru líka
mikið í tísku. Síðan er einn og einn
sem tekur þessa gamla týpísku
stórisa. En það er yfirleitt eldra fólk.“
Að sögn Jóhönnu er hvítt efni ekki
í tísku. „Þetta er allt „off white“ eða
„base.“ Það er líka svolítið að koma ný
útsaumuð efni í búðina. Við vorum til
dæmis að fá efni með útsaumuðum
stjörnum. Þessi efni eru öll í einlitu.“
Jóhanna segir að þykk efni séu
ekki eins mikið inn núna og ofin efni á
borð við velúrinn. „Svo er mikið tekið
af köflóttu og þykku efni fyrir eldhús-
ið. Það er búið að vera lengi í tísku og
hættir ekki.“ ■
EYVINDUR Á. EIRÍKSSON
Á sumarheimili í Arnardal þar sem hann rær til fiskjar og lætur sér líða vel á sumrin. Á veturna er hann í Vesturbænum í Reykjavík.
Ég er nú eiginlega af tveimur heim-um,“ segir Eyvindur P. Eiríksson,
rithöfundur og íslenskufræðingur.
„Ég bý annars vegar í Vesturbænum
og hins vegar vestur í Arnardal, þar
sem ég á sumarheimili. Þar líður mér
alltaf ákaflega vel.“
Sumarheimili Eyvindar eru æsku-
stöðvar hans í Skutulfirðinum, þar
sem hann bjó unglingur, en bærinn
fór í eyði árið 1967. „Við höfum
reynt að halda bænum við, bræðurn-
ir, og þarna er ég með skektu þannig
að ég get sótt mér fisk í soðið og
orðið eitt með náttúrunni.“
Eyvindur segist þó ekki vera nema
korter að hjóla í Bónus í útjaðri Ísafjarð-
arkaupstaðar, þannig að menningin er
ekki langt undan.
„En svo líður mér líka mjög vel í
Vesturbænum. Þar er ég er með vinnu-
herbergi sem snýr út að flóanum og hef
útsýni yfir mest allt Snæfellsnesið, inn
undir Skaga og út á opið haf,“ segir
Eyvindur, sem hefur mikla þörf fyrir að
vera nærri hafinu. „Ég er náttúrlega
Strandamaður og alinn upp i fjörunni.“
Eyvindur kímir þegar hann er spurður
hvort hann sé göldróttur. „Ég býst fast-
lega við því,“ segir hann og hlær, en
galdrar þó ekkert fyrir blaðamann.
Eyvindur situr mikið við skriftir, hef-
ur gefið út skáldsögur og ljóð og segir
vinnuaðstöðuna skipta miklu máli. „Ég
fæ reyndar innblástur allstaðar, en ég á
bara eftir að skrifa svo mikið þar sem ég
byrjaði seint á ritstörfum. Þess vegna
eyði ég mestu af tímanum í vinnuher-
berginu og þar líður mér langbest.“ ■
LJÓST OG ÞUNNT
Ljós og þunn efni eru í tísku
að sögn Jóhönnu Sigmarsdóttur.
Gardínutískan í dag/
Ljós og þunn efni vinsæl
Þar líður mér best/
Við tölvuna
í Vesturbænum
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM