Fréttablaðið - 01.09.2003, Síða 41
21MÁNUDAGUR 1. september 2003
Fríir kynningartímar, mán 01/09 og mið 03/09,
kl. 18.00 í Faxafeni 8.
A I K I D O
Barna-, unglinga- og fullorðinshópar
Komið og takið þátt eða fylgist með
Nútímasjálfsvarnarlist fyrir alla
Nánari upplýsingar í símum 822-1824 og 897-4675
http://aikido.is aikido@here.is
Sjálfsvörn Líkamsrækt
Ný námskeið að hefjast!
Einnig hægt að fá kynningar fyrir skóla, félagasamtök og fyrirtæki.
!
"
!
!
#
$
$"
#%
&%
""
#%
' !
#%
" % #%
# ( )% )& *%
+
,
#%
- . /% / 0
! "
#
' "1
*
2$ 3
456
$ 47
$ 47
8
(
96 " %
$
% : ( ; < " =
56
766
6
666
7
766
6
666
=*
; < "
>
!
$
%&
(
? @@@
"
A
$ @@@
0
98B57967CB8
D
0
FÓTBOLTI Snurða er hlaupin í samn-
ingaviðræður Chelsea og Real
Madrid um kaup á franska miðvall-
arleikmanninum Claude Makalele
eftir að leikmaðurinn krafðist hluta
af kaupverðinu.
Umboðsmaður Makalele segir
afar ólíklegt að af kaupunum verði
nema Real borgi 15% af kaupverð-
inu sem leikmaðurinn vill fá.
Chelsea og Real hafa komist að
samkomulagi um kaupverðið, 13,8
milljónir punda, en Makalele, sem á
eftir að standast læknisskoðun, vill
fá rúmar tvær milljónir í sinn hlut.
„Það er ólíklegt að af kaupunum
verði,“ sagði umboðsmaður Claude
Makalele við spænska blaðið Marca
í gær, en leikmannamarkaðurinn
lokar klukkan þrjú í dag. ■
CLAUDE MAKALELE
hefur reynst stjórn Real Madrid erfiður.
Vandamál hjá Madrid:
Makalele krefst hluta
af kaupverðinu FÓTBOLTI Hið fornfræga lið Queens
Park Rangers, sem leikur nú í
ensku 2. deildinni, er á höttunum
eftir Ívari Ingimarssyni leik-
manni Úlfanna. Stjórn Q.P.R. átti í
viðræðum við Úlfanna í síðustu
viku en talið er að launakröfur
Ívars geti reynst liðinu um megn.
Ívar á að
fylla skarð
Clarke Carl-
isle, U-21 árs
l a n d s l i ð s -
manns Eng-
lands, sem
hefur neitað
að skrifa undir nýjan samning við
Q.P.R. og mætti ekki á æfingu á
föstudaginn var.
„Framkoma Carlisle er óásætt-
anleg,“ sagði Ian Holloway, knatt-
spyrnustjóri Q.P.R., sem vonast til
að landa íslenska landsliðsmann-
inum innan skamms. ■ÍVAR INGIMARSSON
Enska knattspyrnan:
Fornfrægt lið á eftir Ívari
GOLF Golfklúbbur Reykjavíkur
varð í gær Íslandsmeistari í
sveitakeppni karla annað árið í
röð með 3-2 sigri á Golfklúbbi
Suðurnesja í úrslitaleik. Golf-
klúbbur Kópavogs og Garðabæjar
lenti í þriðja sæti, vann Golfklúbb
Akureyrar með 3,5 vinningi gegn
1,5. Kjölur úr Mosfellsbæ lenti í
fimmta sæti eftir sigur á Keili úr
Hafnarfirði.
Golfklúbbur Vestmannaeyja og
Golfklúbburinn Leynir féllu í 2.
deild. Golfklúbbur Selfoss sigraði
í 2. deild og Nesklúbburinn lenti í
öðru og færast þeir upp um deild.
Golfklúbbur Setbergs endaði í
þriðja sæti 2. deildar. ■
Golf:
GR sigraði
sveitakeppnina
FÓTBOLTI David Beckham ákvað að
fara frá Manchester United vegna
samskiptaörðugleika við knatt-
spyrnustjórann Alex Ferguson.
Þetta kemur fram í einum kafla
væntanlegrar ævisögu Beck-
hams, sem ber nafnið Frá mínum
sjónarhóli og er farið að leka út til
fjölmiðla.
Í bókinni segir Beckham að
Ferguson hafi ekki líkað hvernig
maður hann var orðinn.
„Ég hafði þroskast og honum
virtist ekki líka hvernig hafði
ræst úr mér,“ segir landsliðsfyrir-
liðinn meðal annars í bók sinni.
Stjörnulífstíll Bekchams, og þá
sérstaklega eftir að hann tók sam-
an við Victoriu, fór fyrir brjóstið
á knattspyrnustjóranum sem
leiddi til endalausra rifrilda.
Síðasta hálmstrá Beckham var þó
þegar United tapaði fyrir Real
Madrid í undanúrslitum Meistara-
deildar Evrópu á síðasta ári.
Enska liðið tapaði fyrri leiknum 3-
1 og í seinni leiknum var staðan 3-
2 fyrir Madrid þegar Beckham
kom inn á sem varamaður. Hann
skoraði tvö mörk en skaut fram-
hjá úr aukaspyrnu þegar skammt
var til leiksloka.
„Svipurinn á Ferguson var
þannig að mér leið sem einhver
hefði skellt hurð framan í mig,“
skrifar Beckham meðal annars.
„Ég hélt að með frammistöðu
minni í leiknum fengi ég aftur
tækifæri í byrjunarliðinu en svo
var ekki.“
Beckham segist hafa hitt
Ferguson mánuði síðar til að
ræða samskiptavandamál þeirra.
Þá á Ferguson að hafa tjáð
honum að hann væri pirraður út í
leikmanninn fyrir að hitta drottn-
inguna í Buckingham höll eftir
heimsmeistaramótið í stað þess
að gefa sér tíma til að jafna sig
almennilega af fótbrotinu sem
hann hlaut skömmu fyrir mótið.
„Ég reyndi að útskýra fyrir
honum að fjölmiðlar hefðu tætt
mig í sundur ef ég hefði ekki
mætt,“ skrifar Beckham, sem
mátti þola harða gagnrýni frá því
á heimsmeistaramótinu, fjórum
árum fyrr. „Mér leið eins gagn-
rýnisraddir væru farnar að lægja
og varð því að mæta.“
Beckham fór frá United til
Real Madrid í lok síðasta tíma-
bils. Hann skoraði fyrsta mark
sitt í fyrsta leiknum í spænsku
deildinni á laugardag eftir níutíu
sekúndna leik. ■
DAVID BECKHAM
yfirgaf herbúðir Manchester United þar sem hann átti í samskiptaörðugleikum við Alex
Ferguson knattspyrnustjóra.
Fór út af Ferguson
Fleiri kaflar úr ævisögu Beckhams eru farnir
að leka út. Yfigaf United út af samskipta-
vandamálum við Alex Ferguson.