Fréttablaðið - 01.09.2003, Síða 42

Fréttablaðið - 01.09.2003, Síða 42
22 1. september 2003 MÁNUDAGUR ■ TÓNLIST Ídag gefur Edda Erlendsdóttirpíanóleikari út fjórðu breið- skífu sína. Hún hefur frá árinu 1997 gefið út reglulega plötur þar sem hver er tileinkuð einu tón- skáldi. Þannig var Grieg fyrstur í röðinni en á eftir fylgdu Haydn og Thaikovski. Á nýju plötunni tekur hún verk Carl Philipp Emanuel Bach en hann var annar sonur hins mikla Johann Sebastian Bach og var þykir einn merkasti semballeikari allra tíma. „Ég vel yfirleitt tónskáld sem ég er að spila mikið þá stundina, segir Edda. „Ef ég er að spila verk þeirra oft á tónleikum þá enda ég yfirleitt á því að æfa upp í heila plötu, um klukkustundar langt efni eða meira. Til þess að æfa það langa dagskrá þarf maður að vera gagntekin af tónskáldinu.“ Edda hefur tileinkað sér þá starfshætti að læra öll verkin utan að og leika þau inn á band án nótna. „Hljómborðstónlistin hans C.P.E. Bach er ekkert mjög þekkt. Hann er í raun faðir klassísku sónettunar og tengiliður á milli barrokktónlistar og klassískrar tónlistar. Hann var djarfur í píanóverkum sínum og fór oft mjög nálægt rómantískri tónlist. Ég held að hann hafi misst sig meira í píanóverkum sínum en hljómsveitarverkunum.“ Að mati Eddu bera fyrstu verk Bach’s yngri þess merki að hann sé sonur föður síns. „Smátt og smátt þróast hann út í það að vera alveg sjálfstæður.“ Áhugasamir neyðast víst til þess að bíða eitthvað lengur eftir útgáfutónleikum plötunnar því Edda er á förum til Parísar í dag. Þar hefur hún verið búsett í 30 ár. Þar baðar hún sig í klassíkinni, spilar og kennir. „Það er svolítil togstreita á milli landanna,“ svar- ar hún aðspurð um hvort Frakk- land eigi nú hjarta hennar. „Ísland er sumarheimili mitt og svo kem ég oft yfir vetrartímann.“ biggi@frettabladid.is Kynntu þér verðið á www.raf.is          9 5        ! "#$ %%  &'( %   ) ( *   (   %       +, -./ ! 012/.34 56     789$ :6 ;7 %  +' " 5     <     $  =# # $> "# )$ ))  # ? 7   3 =#         @  "      A %B C--.  C--.                !"  #$   %  &% ' ( )* +, -. - /// 0  1. EDDA Gefur út fjórðu klassísku píanóplötuna sína í dag. Að þessu sinni tileinkaða verkum C.P.E. Bach. Gagntekin af Bach yngri KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Mér finnst mjög erfitt að veljaá milli staða enda á ég mér marga staði. Ef ég er hins vegar að fara út að skemmta mér þá verður Ölstofa Kormáks og Skjaldar fyrir valinu,“ segir Katrín Júlíusdóttir alþingiskona. „Ég hef aldrei laðast að háværum og stórum skemmtistöðum heldur vil ég fara þangað sem ég get set- ið og talað við fólk. Ölstofan upp- fyllir þessi skilyrði.“ Staðurinnminn Freddy Krueger og Jason Voor-hees eru ásamt Michael Myers úr Halloween myndunum lífseig- ustu unglingamorðingjar hryllings- mynda síðustu tuttugu ára en allir eiga þeir sinn myndabálk og þó þeir hafi allir verið drepnir í lok ótal mynda um föstudaginn þrett- ánda, hrekkjavökur og martraðir á Álmstræti þá koma þeir alltaf aft- ur. Gallinn við þessar tíðu upprisur er þó sá að myndirnar verða alltaf þynnri, leiðinlegri og minna spenn- andi eftir því sem óbermin rísa oft- ar upp. Það er því svo sem ekkert galið að hressa aðeins upp á þetta með því að leiða þá Freddy og Jason saman í mynd. Það bíður upp á smá tilbreytingu að sjá þá kauða reyna að kála hvor öðrum á milli þess sem þeir fara í gegnum gömlu rútínuna að salla niður unglinga sem reykja, hass, drekka og stunda kynlíf. Það er ekkert nýtt á ferðinni hérna, enda varla hægt að ætlast til þess þar sem gamalreynd formúlan virðist alltaf skila framleiðendum mynda af þessu tagi nægum pen- ingum í kassann. Hér vekur Freddy, Jason til lífsins og fær hann til að hrella unga fólkið til þess að ótti þess blási Freddy sjálf- um nýjum drápsanda í brjóst, en hann er öllum gleymdur og því hættulaus í upphafi myndarinnar. Þetta lullar allt sinn vanagang fram að hléi og ekkert útlit fyrir annað en hefðbundna blóðslettu ládeyðu. Þegar hagsmunaárekstrar morðingjanna verða svo alvarlegir, æsist leikurinn heldur betur og viðureign þeirra er bráðskemmti- leg. Þetta er auðvitað allt meira fyndið en hræðilegt en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af dellunni enda er Freddy alltaf hress og reytir af sér brandarana á meðan hann sveiflar beittum klón- um. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir FREDDY VS. JASON Leikstjóri: Ronny Yu Aðalhlutverk: Robert Englund, Ken Kirzinger, Monica Keen Ekkert nýtt á ferðinni ■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 553 2075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  Sambíóin Keflavík, , s. 421 1170 ■ ■ FUNDUR  12.00 Leikhúsmessa á vegum Reykjavíkurborgar í Borgarleikhúsinu. Fulltrúum leik- og grunnskóla í borginni er boðið þangað til kynninga á því helsta sem leikhópar bjóða upp á og hentar til sýninga fyrir börn og unglinga. hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 SEPTEMBER Mánudagur Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.