Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 43

Fréttablaðið - 01.09.2003, Side 43
MÁNUDAGUR 1. september 2003 Heil króna í viðskiptum SEÐLABANKI ÍSLANDS Frá og með 1. október 2003 skal heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu. Seðlabanki Íslands minnir hér með á ákvæði reglugerðar nr. 674/2002 um að frá og með 1. október 2003 skuli heildarfjárhæð hverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu þannig að lægri fjárhæð en fimmtíu aurum skuli sleppt en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu. Jafnframt minnir Seðlabanki Íslands á ákvæði reglugerðar nr. 673/2002, um innköllun þriggja myntstærða, 5, 10 og 50 aura, sem auglýst var 30. september 2002. Frestur til að innleysa ofangreinda mynt hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum rennur út 1. október 2003. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa myntina til 1. október 2004. Nánari upplýsingar má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is), eða hjá Stefáni Arnarsyni, aðalféhirði Seðlabanka Íslands, í síma 569 9600. Reykjavík, 1. september 2003. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Bolir sem rokkhljómsveitinMínus lét framleiða hafa vakið nokkuð umtal og jafnvel reiði strangtrúaðra hópa hér á landi. Á bolunum má sjá mynd af íslenska fánanum lóðréttum og Jesú Krist krossfestan á hvíta og rauða kross þjóðfánans. Gunnar í Krossinum sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að bolirnir væru „mikill mínus“ fyrir liðsmenn sveitarinnar. „Okkur hafa verið sendir tölvupóstar og einhver umræða verið um þá á netinu;“ segir Krummi Björgvinsson, enn heitur eftir tónleika sveitarinn- ar í Levis búðinni í Smáralind á föstudag. „Okkur var sagt að við myndum brenna í helvíti og svona. Við óttumst það nú ekki. Ég er kaþóliki og mjög trúaður sjálfur. Þetta er bara ádeila. Hann hangir þarna á fánanum með grímu. Þetta er svipuð pæl- ing og með titli annarrar plöt- unnar okkar, Jesus Christ Bobby. Hvaða Jói sem er út í bæ getur verið jafnheilagur og Jesú.“ Bolirnir hafa verið mjög vin- sælir og rokið út. Áætlað er að prenta fleiri og selja í Dogma og Nonnabúð. ■ MÍNUS Bolurinn umtalaði er líklegast gerður til þess að ögra, eins og flest sem þessir menn gera. Hljómsveitabolir valda reiði ■ TÓNLIST Félagar Nicole Kidman óttastum heilsufar hennar. Þeir segja hana hafa misst nokkur kíló og að hún sé aðeins „skuggi af sjálfri sér“ í dag. Ekki var hún nú mjög þykk fyrir. Vinir hennar ótt- ast að vinnuálagið á henni sé um of en hún hefur þegar tekið að sér hlutverk í þremur myndum. Næst sjáum við hana í mynd Lars Von Trier, Dogville, en hún er nú við tökur myndarinnar The Stepford Wifes. Tom Cruise söng Elvis-slagarameð Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, á heims- sókn sinni til landsins á fimmtu- dag. Cruise var þar til þess að kynna væntanlega mynd sína, The Last Samurai, og heljarinnar veisla var haldin honum til heið- urs. Þeir sungu lagið „I Want You, I Need You, I Love You“ og sagði Koizumi það hafa verið fyrsta lagið sem hann lærði að syngja á ensku. Cruise sagði for- sætisráðherrann hafa góða söngrödd. Fréttiraf fólki FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.