Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 48

Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Um andlegan skyrbjúg Það er verðugt viðfangsefni aðreyna að varðveita barnið í sjálf- um sér. Ein af ótal mörgum leiðum til þess er að fara í bíó og sjá ævintýra- myndir frá Hollywood. Þar búa Grimms-bræður nútímans, og eru sí- fellt að filma upp aftur og aftur gömlu góðu ævintýrin um átök góðs og ills þar sem framtíð heimsins hangir á bláþræði uns hjartahreinum aðila tekst að sigrast á skrímsli illsk- unnar. KVIKMYNDIR í Hollywood eru með örfáum undantekningum miðað- ar við andlegar þarfir og þroska fólks sem er á aldrinum „þrettán að fyrsta barni“. Fólk byrjar viðskipti sín við kvikmyndahúsin þegar það kemst á táningsaldur og fær leyfi og fjárráð til að fara í bíó með jafnöldr- um sínum í stað þess að fara í fylgd foreldra eða afa og ömmu. Bíóferðir eru í senn afþreying og miðja félags- lífsins uns nýr aðili kemur til sög- unnar í lífi fólks: Fyrsta barnið. Þar með lýkur frjálsræði og ábyrgðar- leysi æskuáranna. Upp frá því situr fólk heima og horfir á sjónvarp, vídeó eða dvd. ÞAÐ er indælt að sitja í rökkri og gefa sig ævintýrum á vald. Bíóið er aðferð nútímans til að koma til skila sögunum sem sagðar voru við varð- eld í Neanderdal í árdaga, og seinna í íslensku baðstofunni. Bíó er baðstofa nútímans. Hringadrottins saga er ríma okkar tíma. Peter Jackson er Sigurður Breiðfjörð nútímans. Í hefð- ir og fasta liði sækjum við öryggistil- finningu. Spiderman, Tortímandinn, Fróði og Harry Potter eru ósigrandi og takast hjartaprúðir á við allar hættur; þeir gefa okkur styrk og von og eru okkur til fyrirmyndar. EN Á HÖRPU kvikmyndalistarinn- ar eru fleiri strengir heldur en ævin- týrið. Öðru hverju berast til landsins kvikmyndir sem fjalla um mannlífið, eins og það er nú um stundir, ekki bara um hinar ævafornu goðsagnir. Slíkar myndir eru tilbreyting frá hinu andlega fóðri baðstofunnar. Svoleiðis myndir er núna hægt að sjá í Há- skólabíói á Breskum bíódögum, til dæmis „Bloody Sunday“, „All or Nothing“, „Sweet Sixteen“ og „Magdalene Sisters“. Þetta eru nauð- synleg fæðubótarefni svo að við fáum ekki andlegan skyrbjúg af súrsaða slátrinu frá Hollywood.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.