Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 31. október 2003 Sú var tíðin að útlendir mennkölluðu Íslendinga bókaþjóð- ina og Ísland „sögueyjuna“. Nú tala þeir í hæðnistóni um Ísland sem „litlu Ameríku“. Landið er orðið fimmtugasta og fyrsta ríki hinna heilögu Bandaríkja. Það fylgir sögunni að blaðasnápur á Mogganum hafi skrifað pistil fyrir nokkrum árum þar sem hann velti því fyrir sér í fúlustu alvöru hvort Ísland hefði ekki bara átt að ganga í Banda- ríkin á stríðsárun- um (!!). Goðríkin v e s t u r h e i m s k u væru nefnilega sérstakir fulltrúar einstaklingsfrelsis. Svo mikið var það frelsi á árum áður að blökkumenn vestra nutu ekki almennra mannréttinda. En svertingjar eru kannski ekki ein- staklingar að áliti blaðamannsins. Skrípamynd af Bandaríkjunum Gleymum hans fúla snakki og hyggjum að því hvers vegna Ís- land er kallað „litla Ameríka“. Ástæðan er sú að á undanförnum árum hefur Ísland þróast í átt þess að verða að skrípamynd af Bandaríkjunum. Þessi óheillaþró- un einkennist meðal annars af andlegri og líkamlegri „ljótkun“ Íslendinga. Andlega ljótkunin birtist m.a. stóraukinni plebba- mennsku, ekki síst hjá plebbakyn- slóðinni, þeirri kynslóð sem nú vex (á þverveginn) úr grasi (ill- gresi?). Ein birtingarmynd þessa andlega ljótleika er hið fátæklega og ameríkaníseraða hrognamál ungu fituhjassanna. Til að gera illt verra er þetta ofbeldishneigð- asta kynslóð sem fæðst hefur á ís- landi síðan á sautjándu öld. Líkamleg og andleg ljótkun Líkamlega ljótkunin birtist í því að velflestir Íslendingar eru komnir með pitsurass og ham- borgarabumbu. Þeir eru fölir í framan af innisetum, hár ungra kvenna er ljótt og litlaust, senni- lega vegna draslfæðuáts. Í dag eru ungar konur (pitsujussurnar) á Íslandi þær þriðju ljótustu í Vestur-Evrópu, næstar á eftir írskum og breskum stallsystrum. Þetta kann að skaða hið heilaga efnahagslíf, ekki eykur ljótkunin ferðamannastrauminn. Það er nefnilega sjónmengun af flestum Íslendingum. Ekki bætir úr skák að aukin fallþungi landans mun örugglega valda versnandi heilsu- fari. Sykursýki og hjartasjúkdóm- ar verða æ útbreiddari, nær má geta að þessi aukna útbreiðsla mun kosta skildinginn. Í ofanálag er stóraukin glæpatíðni að amer- ískum hætti ekki beint billeg fyr- ir Íslendinga. Í mínu ungdæmi var helsta hættan sem að Reyk- víkingum steðjaði sú að drepast úr leiðindum. Í dag eiga menn á hættu að fá hníf í bakið eða kúlu í hausinn, „american style“. Ó djarfa nýja ameríska veröld hins frjálsa markaðar, ó draumaríki Davíðs Oddssonar!! Ó heilaga rík- isstjórn sem liggur flöt fyrir Kön- unum, betlar af þeim þotur og styður ólögmæt stríð! Lamið í fjöregg Íslendinga Í fullri alvöru: Ameríkaníser- ingin ógnar ekki bara heilsu landsmanna, öryggi þeirra, og efnahagsafkomu, heldur líka tungumálinu. Ekki er nóg með að málfar manna verði æ amerísku- skotnara heldur sækir enskan stöðugt á. Og jakkafatapakkið með peningana fínu segir „ha ha hæ“. Ég hef ástæðu til að ætla að ákveðnir ríkisbubbar vilji íslensk- una feiga því þá langar svo að verða enskumælandi eins og fínu guðirnir í Ameríku. Ég vil taka skýrt fram að ég er engan veginn fjandsamlegur Bandaríkjamönnum. Þrátt fyrir alla sína galla eru Bandaríkin feikilega „dínamískt“ og skapandi samfélag. En sagnfræðingurinn Arnold Toynbee hafði lög að mæla er hann líkti Bandaríkjunum við vingjarnlegan alltof stóran hund. Seppi dilli rófunni svo ofsalega að hann brjóti allt og bramli í kring- um sig. Nú lemur rófan fjöregg Íslendinga. ■ ■ Andlega ljótk- unin birtist m.a. stóraukinni plebba- mennsku, ekki síst hjá plebbakynslóð- inni, þeirri kyn- slóð sem nú vex (á þverveg- inn) úr grasi (illgresi?). Fimmtugasta og fyrsta ríki - Ísland í dag Umræðan STEFÁN SNÆV- ARR PRÓFESSOR Í HEIMSPEKI VIÐ HÁSKÓLANN Í LILLEHAMMER ■ veltir fyrir sér þróun Íslendinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.