Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 2
2 31. október 2003 FÖSTUDAGUR
„Það kemur fyrir.“
Haraldur Briem er sóttvarnalæknir og passar upp
á að við hin verðum ekki allt of lasin af flensu og
öðrum fjára.
Spurningdagsins
Haraldur, verður þú aldrei
veikur sjálfur?
■ Hæstiréttur
Undirskrift ráðningar
ljósrituð úr vegabréfi
Stéttarfélagið Efling sakar Vinnumálastofnun um að hunsa umsagnir sín-
ar vegna umsókna um atvinnuleyfi. Ráðningarsamningur íslensks fyrir-
tækis við útlending var undirritaður með ljósriti úr vegabréfi mannsins.
KJARAMÁL Opinber ráðningarsamn-
ingur íslensks fyrirtækis við lit-
háískan starfsmann bar ljósritaða
undirskrift útgefanda vegabréfs
starfsmannsins í Litháen. Starfs-
maðurinn hafði annan samning
undir höndum,
sem fól í sér um
30.000 króna
lægri dagvinnu-
laun en sá opin-
beri. Maðurinn
kannaðist ekki
við samninginn
sem atvinnurek-
andinn hafði
sent til Vinnu-
málastofnunar
vegna umsóknar
um atvinnuleyfi
fyrir hann, þeg-
ar hann sá opinbera samninginn
hjá stéttarfélaginu Eflingu í sept-
ember.
Tryggvi Marteinsson, þjón-
ustufulltrúi Eflingar í Reykjavík,
segir allt benda til þess að um
mistök við fölsun samnings hafi
verið að ræða. Við fölsun ráðning-
arsamnings Litháans hafi verið
ljósrituð vitlaus undirskrift úr
vegabréfi hans. Í stað hans eigin
undirskriftar var undirskrift út-
gefanda vegabréfsins afrituð yfir
í ráðningarsamninginn.
Efling er umsagnaraðili vegna
atvinnuleyfisumsókna íslenskra
fyrirtækja fyrir erlenda starfs-
menn. Vinnumálastofnun veitti at-
vinnuleyfi fyrir litháíska starfs-
manninn út á ráðningarsamning
sem hann kveðst ekki hafa séð. Að
sögn Tryggva heldur Vinnumála-
stofnun áfram að veita umræddu
fyrirtæki atvinnuleyfi, þrátt fyrir
að Efling hafni umsóknunum á
grundvelli þess að fyrirtækið
brjóti á erlendum starfsmönnum.
„Vinnumálastofnun virðist
hunsa umsagnir okkar. Fyrirtæki
sem við höfum staðið að því að
brjóta á erlendum starfsmönnum
halda áfram að fá atvinnuleyfi.
Þegar við skrifum hafnað, er um-
sókn samt samþykkt. Við lendum í
því að erlendir starfsmenn fyrir-
tækja sem við höfum áður hafnað
um atvinnuleyfi komi til okkar og
bendi á að brotið sé á þeim,“ segir
Tryggvi.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
krafið Árna Magnússon félags-
málaráðherra svara um eftirlit
með ráðningarsamningum útlend-
inga í fyrirspurn á Alþingi.
„Þegar ég fæ svona upplýsing-
ar þar sem allt bendir til að lög
séu brotin og jafnvel sé um skjala-
fals sé að ræða, er það skylda mín
sem þingmanns að spyrja ráð-
herra hvað hann ætli að aðhafast.
Þetta er angi af því máli sem
varðar slæman aðbúnað og kjör
erlendra starfsmanna sem koma
hingað til lands fyrir milligöngu
starfsmannaleiga. Ég bíð við-
bragða ráðherra við þessari fyrir-
spurn,“ segir Jóhanna.
jtr@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, prófessor og ævi-
söguritari Halldórs Kiljans Lax-
ness, segist vera undrandi á þeim
spurningum sem minnihluti Út-
varpsráðs hefur borið fram varð-
andi innkaup Sjónvarpsins á efni
sem hann eða fyrirtæki í hans
eigu hafi selt. „Ég á ekki í neinu
fyrirtæki enda hef ég ekki áhuga
á rekstri. Ég á ekkert í Alvís, sem
reyndar er ekki skráð fyrirtæki.
Jónas Sigurgeirsson útgefandi
rekur þetta sem einstaklingur á
eigin kennitölu og ekki á ég hlut í
Jónasi,“ segir Hannes.
Hannes segir að ástæða þess
að Útvarpsráð vísaði frá spurn-
ingu minnihlutans hafi einfald-
lega verið sú að hann eigi ekkert í
fyrirtækjum.
„Á þá að setja fyrirtæki sem ég
hef unnið fyrir á svartan lista? Ég
hef unnið fyrir Saga film, Plús
film og ég hef unnið fyrir Jónas. Á
kannski að ganga á fyrirtækin og
spyrja: „Hefur Hannes unnið fyr-
ir ykkur?“ Það er verið að segja
að ekki megi versla við fyrirtæki
sem hafa gyðinga í vinnu.“ Hann-
es Hólmsteinn segir ekkert vera
athugavert við að Sjónvarpið sýni
tíu dögum fyrir jól þátt sem hann
gerði um Halldór Laxness. Jónas
hafi boðið Sjónvarpinu þáttinn til
kaups og efnið hafi þótt áhuga-
vert. Þetta sé af sama toga og þeg-
ar Gísli Pálsson, höfundur ævi-
sögu Vilhjálms Stefánssonar land-
könnuðar, hafi komið að gerð
þátta um landkönnuðinn sem
sýndir hafi verið í Sjónvarpinu. ■
EIMSKIP
Tveggja milljarða króna hagnaður.
Eimskip:
Góð afkoma
VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskipafé-
lagsins á þriðja ársfjórðungi árs-
ins nam rúmum tveimur milljörð-
um króna. Stærstan hluta hagnað-
arins má rekja til góðrar afkomu
Burðaráss, fjárfestingararms fé-
lagsins, en einnig er greinilegur
bati á rekstri flutningastarfsemi
félagsins. Þetta kemur meðal ann-
ars til af auknum innflutningi og
betri nýtingu á flutninganetum fé-
lagsins.
Afkoma Brims, sem er útgerð-
arhluti Eimskipafélagsins, er lak-
ari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sú
niðurstaða kemur þó ekki á óvart
miðað við almenna stöðu sjávarút-
vegsins. ■
SKILORÐSBUNDINN DÓMUR
Hæstiréttur staðfesti dóm Hér-
aðsdóms Austurlands yfir manni
sem var ásamt öðrum manni
valdur að meiðslum á farþega
annars hinna ákærðu. Fengu þeir
hvor um sig eins mánaðar skil-
orðsbundinn fangelsisdóm og
sekt en annar þeirra áfrýjaði
dómi Héraðsdóms Austurlands til
hæstaréttar.
ÍRAK
Bandarískur hermaður á vettvangi
sjálfsmorðsárásar í Írak.
Leyniþjónustan:
Hefur frest
til fimm
WASHINGTON, AP Lokafrestur sá
sem sérstök nefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings veitti banda-
rísku leyniþjónustunni, CIA, til að
afhenda allar upplýsingar sem
leyniþjónustan safnaði saman um
Írak og gereyðingarvopn þeirra
fyrir innrásarstríðið í vor, rennur
út klukkan fimm í dag.
Nefnd öldungadeildarinnar
skilar á næstunni skýrslu um
vinnubrögð CIA í aðdraganda
stríðsins og er fullyrt að þar sé
leyniþjónustan harkalega gagn-
rýnd, sem og forstjóri CIA,
George Tenet. ■
SJÁVARÚTVEGUR Árni Mathiesen
sjávarútvegsráðherra varaði við
aðild að Evrópusambandinu á að-
alfundi Landssambands íslenskra
útvegsmanna í gær. Ráðherrann
sótti fund í Edinborg í Skotlandi í
síðustu viku, þar sem fjallað var
um vandamál fiskveiða og fisk-
veiðistjórnunar í skoskum sjávar-
útvegi. Þar kom fram að erfitt
væri að koma á eignarrétti hvað
varðar nýtingu fiskistofna innan
ESB.
„Ástæðan er fyrst og fremst
ótti manna við svokallað kvóta-
hopp, jafnvel þótt um svæðis-
bundna fiskveiðistjórn væri að
ræða, þar sem aflaheimildir yrðu
seldar til fyrirtækja utan
Skotlands. Þetta yrði til þess að öll
umsvifin sem tengdust kvótanum
á viðkomandi svæðum gætu flust
annað. Ég get um margt deilt
þessum áhyggjum með Skotun-
um,“ sagði Árni
í ræðu sinni.
Árni benti
einnig á blikur
á lofti í sam-
keppnisstöðu
íslensks sjávar-
útvegs. Hann
sagði yfirvof-
andi að erfiðara
geti orðið að
selja afurðir en
verið hefur að
undanförnu, og
benti á að Norð-
menn hygðust
framleiða 100
til 300 þúsund
tonn af þorski í
fiskeldi á næstu
tíu árum. „Sam-
keppnin frá Kína, þar sem vinnu-
aflið kostar nánast ekki neitt, og
fiskeldið eru að breyta myndinni
mun hraðar en talið var á þeim
tíma þegar við hittumst hér síð-
ast.“ ■
Á AÐALFUNDI LÍÚ
Sjávarútvegsráðherra varaði við að Evrópusambandsaðild gæti
leitt til þess að kvótinn flyttist úr landi.
Árni Mathiesen óttast Evrópusambandsaðild:
Íslendingar gætu misst kvótann
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó
LF
U
R
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Lagði fram fyrirspurn á Alþingi til félags-
málaráðherra um eftirlit með ráðningar-
samningum útlendinga.
SIGURÐUR BESSASON
Formaður Eflingar, sem fer með
mál Litháans.
„Fyrirtæki
sem við höf-
um staðið að
því að brjóta
á erlendum
starfsmönn-
um halda
áfram að fá
atvinnuleyfi.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Er óánægður með spurningar minnihluta Útvarpsráðs.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson á ekki í neinum fyrirtækjum:
Segist vera ofsóttur af minnihluta Útvarpsráðs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HAGVÖXTUR TVÖFALDAST Hag-
vöxtur í Bandaríkjunum mældist
7,2% á ársgrundvelli á þriðja
fjórðungi þessa árs. Þetta er tvö-
falt meiri hagvöxtur en á öðrum
fjórðungi ársins og mun meira en
spár höfðu gert ráð fyrir.
■ Bandaríkin