Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 37
37FÖSTUDAGUR 31. október 2003 hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 OKTÓBER Föstudagur Boltabullur handteknar: Brutu og brömluðu FÓTBOLTI Rúmlega 90 stuðnings- menn West Ham voru handteknir fyrir og eftir leik gegn Tottenham í deildabikarnum í fyrradag. Lögreglan var kölluð út að öld- urhúsi í London þar sem stuðn- ingsmenn liðsins voru búnir að ganga berserksgang. Stuttu síðar voru boltabullurnar handteknar fyrir skemmdarverk og ósæmilegt athæfi. Þó nokkrir meiddust í átökum stuðningsmannanna en aðeins þurfti að flytja einn leikmann á sjúkrahús til aðhlynningar. Átta voru handteknir fyrir ölv- un á meðan á leik stóð. ■ Leikmenn Bodø/Glimt: Afþökkuðu bónusa FÓTBOLTI Leikmenn Bodø/Glimt hafa afþakkað bónusana sem þeir hafa unnið til í ár svo félagið geti lokið við að vinna sig út úr mikl- um fjárhagsörðugleikum. Bodø/Glimt var næstum gjald- þrota í desember árið 2001 eftir 19 milljóna norskra króna halla- rekstur. Félagið hefur náð að minnka hallann stig af stigi og er útlit fyrir að reksturinn verði á sléttu á næsta ári. Bodø/Glimt verður í öðru eða þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og leikur til úrslita í bikarkeppninni. Dagblaðið Norland áætlar að bón- us hvers leikmanns hefði numið um 20.000 norskum krónum. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 UMFG fær Hauka í heim- sókn til Grindavíkur í INTERSPORT-deild- inni í körfubolta.  19.15 Keflavík keppir við Snæfell í Keflavík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Þór og KFÍ keppa í Þorláks- höfn í INTERSPORT-deildinni í körfu- bolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði.  21.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evr- ópu.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ít- arleg umfjöllun um íslenskar akstursí- þróttir. ÍSLENDINGASLAGUR Ívar Ingi- marsson og félagar í Reading mæta Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea í fjórðu um- ferð deildabikarsins á Englandi. West Bromwich Albion, með Lár- us Orra Sigurðsson innanborðs, mætir Manchester United og Jó- hannes Karl Guðjónsson, Paul Gascoigne og félagar í Úlfunum mæta Arsenal. Aðrar viðureignir eru Aston Villa - Crystal Palace, Tottenham - Manchester City, Southampton - Portsmouth, Liverpool - Bolton og Middles- brough - Everton. SCHOLES ÚTI Paul Scholes, leik- maður Manchester United, verður að öllum líkindum ekki í leik- mannahópi enska landsliðsins í vináttuleik gegn Dönum 16. nóv- ember. Scholes fór í aðgerð í vik- unni og nær líklega ekki að jafna sig áður en landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson velur hópinn. ZIEGE MEIDDUR Á NÝ Christian Ziege lék að nýju með Tottenham í deildabikarleik gegn West Ham í fyrradag. Ziege, sem hefur ver- ið frá í um ár vegna aðgerðar, haltraði af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Ekki er þó talið að hann þurfi að gangast undir aðgerð. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.