Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 22
22 31. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Bréf til blaðsins Aldrei höfum við verið nær þvíen nú að venjulegum náms- tíma til stúdentsprófs verði breytt í þrjú ár. Hugmyndin er eins var- hugaverð og hugsast getur, bæði þjóðfélagslega og efnahagslega. Stuttlega eru rökin þessi. Íslensk þjóð er með betur menntuðum þjóðum heims. Þökk sé m.a. stúdentprófinu. Fjögurra ára stúdentspróf gerir það að verkum að íslensk þjóð hefur fram til þessa haft lengri og um leið meiri almenna grunnmenntun en almennt tíðkast á Vesturlönd- um. Með styttingunni lækkar al- mennur menntunarstuðull þjóðar- innar. Það er öfugþróun sem menntamálaráðherra á auðvitað að koma í veg fyrir. Hið fyrr- nefnda yrði honum til vansa. Námsefni skorið niður Verði stúdentsprófið þrjú ár þarf að skera niður námsefni frá því sem er í dag. Hvernig? Leið 1. Hluti námsefnis fram- haldsskólans verði sent í grunn- skólann. Verkefni grunnskólans og þar með kennar- anna hafa síðustu ár aukist gríðar- lega. Ekki má gley- ma að grunnskól- ann hefur ekki skort námsefni. Hins vegar hafa aukastörf kennara innan skólanna auk- ist svo mikið síð- ustu ár að sumir tala um að kennarar hafi ekki orðið frið til að kenna fyrir bírókratískum störfum. Við getum ekki endalaust misboðið grunn- skólakennurum með þeim hætti að þeir eigi enn og aftur að auka við sig álagið og taka við verkefnum frá framhaldsskólanum. Leið 2. Hluti námsefnis fram- haldsskólanna verði sent í háskól- ana. Þýðir í raun að háskólinn byrjar neðar. Það þýðir aftur á móti að sérfræðiprófin B.A. og B.Sc. gjaldfalla. Það þýðir klár- lega að fleiri sækja í M.A. eða M.S. próf. Það þýðir að háskólinn þarf fleiri kennara og stækkun á húsnæði svo enginn veit hvar end- ar. Við eigum þetta húsnæði í dag í framhaldsskólunum. Skattgreið- endur hafa þegar greitt fyrir það. M.ö.o. rekstrar- og stofnkostnaður háskólanna eykst. Hverjir greiða það? Bera hugmyndafræðingar þessarar 3ja ára hugmyndar ekk- ert skynbragð á skattfé borgar- anna? Leið 3. Reyta af framhaldsskól- anum hinar og þessar námsgrein- arnar til að ná fram styttingu. M.ö.o. það góða starf sem unnið hefur verið innan framhaldsskól- anna síðustu áratugi hefur verið óþarft. Duttlungar ráðherra Gleymum því ekki að það er stutt síðan að ný námskrá fyrir framhaldsskólann tók gildi, þ.e. í tíð Björns Bjarnasonar í mennta- málaráðuneytinu. Í dag eru fyrstu árgangarnir að útskrifast eftir henni. Á námskrána er því tak- mörkuð reynsla komin. Er það virkilega svo að mennt- un íslensku þjóðarinnar eigi að ráðast af duttlungum og minnis- varðasetningum ráðherra á hverj- um tíma. Ef það væri einhver broddur í þessum menntamála- ráðherra færi hann að sjálfsögðu í pílagrímsferð um nálæg lönd og reyndi að kynna okkar 4ra ára stúdentspróf, öðrum til eftir- breytni. Svo er nefnilega að heyra að ein rökin fyrir þessari 3ja ára hugmynd sé „að laga okkur að námsfyrirkomulagi erlendis.“ Enn og aftur þetta. Elta uppi hugmyndir annars staðar frá sem ekkert eru betri. Á að rífa niður gott kerfi til þess eins að apa eftir nálægum þjóðum. Þá hef ég heyrt hugmyndir um að brottfall nem- enda kunni að minnka. Hvernig geta menn fengið það út þegar framhaldsskólinn verður hrað- soðnari og massífari enn hann er í dag. Þarna vatnar eitthvað í hug- myndafræðina. Er ekki hægt að flýta því að Tómas verði sendi- herra? ■ Fyrirspurn til Landsvirkjunar Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún skrifar ÍFréttablaðinu 10. maí sl. birtistfyrirspurn til forstjóra Lands- virkjunar. Þar sem ég hefi ekki orð- ið þess var að hann hafi svarað end- urtek ég hana hér og nú með ósk um svör. Ákveðið hefur verið að reisa ál- ver við Reyðarfjörð og virkjun við Kárahnjúka. Ég ætla ekki að ræða hvort skynsamlegt sé að ráðast í slíka risaframkvæmd og það í ein- um áfanga. Ég vona aðeins að allt reynist þetta fjárhagslega vel og verði slysa- og áfallalaust. Ég vil hins vegar koma með þrjár fyrir- spurnir: 1. Ef svo illa vildi til að náttúru- hamfarir eyðilegðu Kárahnjúka- virkjun, verða þá „í hendi“ ein- hverjar tryggingabætur til að bæta tjónið? 2. Margir telja nauðsyn að bygg- ja vatnsmiðlunarlón vegna orku- vera. Undrar mig hvers vegna Þór- isvatn hefur ekki verið nýtt betur sem vatnsforðabúr. Mikill „flösku- háls“ er í útfalli vatnsins, sem leiðir til þess að neðstu tugmetrar vatns- ins nýtast ekki til vatnsmiðlunar. Af hverju var þessi „þröskuldur“ (útfall vatnsins) ekki sprengdur í burtu? 3. Af hverju hefur lægðarskörð- unum „vestan“ Þórisvatns ekki ver- ið lokað með stíflugörðum (sem sýnist óveruleg framkvæmd), svo Þórisvatn geti tekið við miklu meiri vatnsforða til miðlunar en nú er? ■ Eitt af því undarlega í fram-kvæmd fiskveiðistjórnunar, er deilan um færslu virðisauka- skatts (vsk) af svonefndri „kvóta- leigu“. Með bréfi dags. 6. nóv. 1990, ákveður ríkisskattstjóri (RSK) að ekki skuli færa vsk af sölu eða leigu aflakvóta. Afar at- hyglisvert í ljósi þess að handhöf- um aflaheimilda hefur aldrei ver- ið heimilað að selja eða leigja heimildirnar. Auk þess, felst eng- in heimild í vsk-lögum til RSK, til að ákvarða um undanþágur eða aðrar túlkanir á lögum um gjald- skyldu virðisaukaskattskyldra viðskipta. Slík heimild er hvergi til utan Alþingis. VSK lagður á matvöru Með lögum nr. 122/1993, er lagður vsk á matvöru. Með reglu- gerð 554/1993 er tilgreint að fisk- ur falli undir 14% vsk frá og með 1. janúar 1994. Frá þeim tíma hef- ur túlkun RSK frá 6. nóv. 1990, verið utan alls réttlætis og bein- línis brot á lögum um vsk þar sem hún hindrar færslu innskatts af rekstrarkostnaði útgerða. Gjald fyrir veiðiheimild getur ekki annað en talist hluti aflaverð- mætis. Slíkt gjald er ekki undan- þegið vsk þar sem fiskur er gjald- skyldur. Til að undanskilja gjald fyrir veiðiheimildir frá greiðslu vsk, þarf beinan atbeina Alþingis þar sem þessi ákveðni gjaldstofn verði undanskilinn greiðslu vsk. Þar sem Alþingi hefur ekki und- anskilið þennan gjaldstofn, er engin lögleg heimild til, fyrir því að vsk sé ekki hluti af gjaldi fyrir veiðiheimildir (þó gjaldið sé ólög- legt). Þar sem tilgreint er verð á vsk-skyldum viðskiptum, telst vsk innifalið í verði, sé ekki til- greint að verðið sé án vsk. Ákvörðun RSK hefur ekki lagagildi Alla tíð, frá 1. janúar 1994, hafa verið brotin vsk-lög á útgerðum sem greiða gjald fyrir veiðiheim- ildir þar sem RSK hefur úrskurð- að að þeim sé ekki heimilt að færa vsk innskatt af „kvótaleigu“ til frádráttar við uppgjör vsk. Eins og áður sagði, hefur RSK ekki þessa heimild til túlkunar á und- anþágum frá greiðslu vsk. Auk þess vísar RSK í túlkun sinni til greinar í vsk-lögum, sem ekki hef- ur inni að halda þeim viðskipta- atriðum sem hann vísar til. Í túlk- un sinni vísar RSK til 6. töluliðs 1. málsgr. 12. gr. vsk-laga, en í þeim tölulið er hvergi minnst á sölu eða leigu aflaheimilda, sem skiljan- legt er, þar sem slík sala hefur aldrei verið heimiluð. Bent skal á að framangreind túlkun RSK er dagsett 6. nóv. 1990. Breyting gerð á VSK-lögum 1992 Með lögum nr. 111/1992 er gerð breyting á vsk-lögum. Í þeim breytingum er m.a. gerð breyting á þeim tölulið 12. gr. vsk-laga sem RSK vísar til í túlkun sinni. Við þessa breytingu tekur Alþingi ekki til laga framangreinda túlkun RSK, sem ekki getur þýtt annað en að ekki hafi verið vilji til að lög- gilda þessa túlkun. Ekki er hægt að fá fyllri staðfestingar fyrir ólög- mæti túlkunar RSK en þá að Al- þingi fallist ekki á að taka túlkun- ina inn í lögin um vsk. Útgerðir hraktar í ólögmætt gjaldþrot? Vitað er að margar útgerðir hafa orðið gjaldþrota síðustu níu árin vegna hinnar ólögmætu túlk- unar RSK. Réttur þeirra til leið- réttingar er varla glataður því varla gera menn tilraun til að halda ólöglega teknu fé, eða reik- na menn með því? Að sjálfsögðu er grafalvarlegt að svona óheiðarleiki skuli þrífast svona lengi og bókhaldsmenn, endurskoðendur og lögmenn láti þetta viðgangast án athugasemda eða mótmæla. Slíkt er alvarlegur áfellisdómur yfir dómgreind þessa fólks, sem opinberlega vill láta almenning taka mark á þekk- ingu sinni. ■ SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON, JARÐ- OG VEÐ- URFRÆÐINGUR ■ skrifar um breytingar á stúdentsprófi Umræðan GUÐBJÖRN JÓNSSON RÁÐGJAFI ■ skrifar um fiskveiði- stjórn Virðisaukaskattur af „kvótaleigu“ ■ Ef það væri ein- hver broddur í þessum menntamála- ráðherra færi hann að sjálf- sögðu í píla- grímsferð um nálæg lönd og reyndi að kynna okkar 4ra ára stúd- entspróf, öðrum til eftirbreytni. Umræða Umræðan Menntamálaráðherra, ekki meir ekki meir!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.