Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 42
42 31. október 2003 FÖSTUDAGUR Það verður mikið um veisluhöldá Akureyri í kvöld og á morgun þegar Sjallinn fagnar 40 ára starfs- afmæli sínu. Húsið við Geislagöt- una iðar enn af lífi þrátt fyrir að liðin séu 40 ár frá því að Sjálfstæð- isfélögin í bænum tóku það í notk- un. Hljómsveit Ingimars Eydal var fyrsta hússveitin og hafði lengi vel mikið aðdráttarafl. Það var einmitt hljómsveit hans sem skaffaði Sig- mundi Erni Rúnarssyni, sjón- varpsmanni, taktinn á fyrsta ball- inu sem hann sótti þangað. „Það var á jólaballi sem ég sótti sem barn og dansaði í kringum jólatré,“ rifjar Sigmundur Ernir upp. „Síðar varð þetta alvörugefn- ara og maður reyndi að smygla sér inn í með litað yfirvaraskegg á vörinni. Unglingamenning var í rauninni ekki til á þessum tíma og þá fór maður í háhæluðu skóna í biðröðina og reyndi að vera stór kall og komst stundum inn, langt fyrir aldur fram.“ Teiknaða yfirvaraskeggið náði þannig að plata dyraverðina í litla bænum þar sem allir þekktu alla. Á þeim tíma sem Sigmundur byrjaði að sækja Sjallann voru sveitir á borð við Brimkló, Peli- can og aðrar sveitir Péturs Krist- jáns tíðir gestir. Sigmundur var fluttur þegar Sjallinn brann árið 1981 og segist hafa fyllst hrolli við tíðindin. Hann fagnaði einnig gífurlega þegar húsið var endurbyggt og opnað aftur. Það gerir hann líkleg- ast enn, því ef Sjallinn hefði ekki verið endurbyggður er aldrei að vita hvort örlögin hefðu beint hon- um og konu hans saman, því þau kynntust nefnilega í húsinu nokkrum árum seinna. Þá var hann staddur á Akureyri sem fréttamaður. „Ég fór norður til að gera frétt um miklar aurskriður sem féllu í Ólafsfirði. Á sama tíma var verið að senda út sjónvarps- þátt í beinni útsendingu úr Sjall- anum. Ég var fenginn til að vera með beina útsendingu í fréttum úr Sjallanum og hún farðaði mig fyr- ir útsendinguna. Það má segja að ég hafi horft í djúp augu konunn- ar minnar í stólnum og áttað mig á að þarna væri lífsförunautur minn,“ segir Sigmundur og ljómar við endurminninguna. Fyrir um ári síðan voru gerðar talsverðar breytingar á Sjallanum. Salurinn getur nú tekið á móti allt að 1.000 manns og hefur borðpláss fyrir 400. biggi@frettabladid.is ■ AFMÆLISHÁTÍÐ Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Sunnud. 2. nóv. kl. 20:00 Laugard. 8. nóv. kl. 20:00 Sunnud. 16. nóv. kl. 20:00 Laugard. 22. nóv. kl. 20:00 hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 OKTÓBER Föstudagur ■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Rússíbanarnir Guðni Franz- son, klarinett, Jón Skuggi, bassi, Kristinn H. Árnason, gítar, Matthías Hemstock, slagverk og Tatu Kantomaa, harmonika, verða með tónleika í Salnum í Kópa- vogi. Þeir leika þar bræðing af heims- tónlist og nýju efni.  21.00 Útgáfutónleikar á Hótel Borg fyrir geisladiskinn Betri tímar, sem gef- inn er út af Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur og Fjölskylduhjálp Íslands í tilefni af 75 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar. Fram koma Raggi Bjarna, Ragnheiður Gröndal, Andrea Gylfa, Björgvin Franz Gíslason, Jóhanna Vigdís og fleiri. ■ ■ LEIKLIST  17.00 Ævintýradansleikhús barn- anna verður með sýningu í búðarglugga Pennans/Bókvals á Akureyri.  20.00 Leikritið Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson verður sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við leikhópinn Á senunni.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson verður sýnt í sal Frumleikhússins í Keflavík. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir 1984 í Tjarnarbíói.  20.00 Hættuleg kynni, byggt á sögu Laclos, sýnt í Borgarleikhúsinu í samstarfi við Dansleikhús með Ekka.  20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir Gaukshreiðrið í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum í leikstjórn Odds Bjarna Þor- kelssonar.  20.00 Með fulla vasa af grjóti á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara á kostum.  20.00 Farsinn Öfugu megin uppí e. Derek Benfield á stóra sviði Borgar- leikhússins.  20.00 Erling með Stefáni Jónssyni og Jóni Gnarr er sýnt í Loftkastalanum. ■ ■ LISTOPNANIR  Í tengslum við listahátíðina List án landamæra verða opnaðar myndlistar- sýningar í Borgarbókasafni – Aðalsafni, Kringlusafni, Foldasafni og Gerðubergi. Sýningarnar eru opnar á opnunartímum bókasafnanna.  Í tengslum við listahátíðina List án landamæra verður opnuð myndlistar- og handverkssýning í Bankastræti 5. Sýningin er opin kl. 14-18 til 3. nóv. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  23.00 Hilmar Sverrisson leikur á Fjörukránni.  23.00 Rokkhljómsveitin Miðnes heldur útgáfutónleika sína á Grand Rokk. Önnur breiðskífa sveitarinnar, Al- ein, kom í búðir í dag og verða öll lögin á plötunni leikin.  23.59 Þrír þrusu kvenplötusnúðar, þær dj Sóley (hip hop), dj Lilja (progressive) og dj Guðný (techno), verða við stjórnvölinn á Vídalín.  Á móti sól spilar á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.  Óskar Einarsson trúbador skemmtir á Ara í Ögri.  Sálin hans Jóns míns spilar á NASA við Austurvöll.  Hinn síkáti Viðar Jónsson spilar á Shooters, Engihjalla 8.  Það verður ómögulegt að sitja kyrr á Kaffi Strætó í kvöld, því þar kemur fram Dúettinn Þú og Ég. Diskóstuð að hætti Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar fram eftir nóttu.  Hljómsveitin New Zeyland spilar á skemmtistaðnum de Boomkikker við Hafnarstræti. Frítt inn.  Eyjólf Kristjánsson og Íslands eina von leika á dúndurdansleik á Kringlu- kránni.  Hermann Ingi jr. skemmtir gestum Búálfsins í Hólagarði.  Hljómsveitin Írafár er komin úr mánaðarlöngu fríi og kynnir ný lög af væntanlegri plötu á afmælisdansleik Sjallans á Akureyri, sem fagnar 40 ára ✓ ✓ ✓ ✓ SIGMUNDUR ERNIR Heimsækir Sjallann enn þegar hann fer á heimaslóðir. Sjallinn fertugur ÍRAFÁR Heldur uppi stuð- inu í Sjallanum í kvöld og fram eftir nóttu. Ann- að kvöld mæta svo Hljómar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Föstud. 31 okt. kl. 20 örfá sæti laus Laugard. 8. nóv. kl. 20 laus sæti Föstud. 14. nóv. kl. 20 laus sæti Laugard. 22. nóv. kl. 20 laus sæti Föstud. 28. nóv.kl. 20 laus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega. Dansleikur laugardagskvöld 1. nóv. Patreksfirðingar og aðrir vestfirðingar fjölmenna. Hljómsveitin Þúsöld leikur fyrir dansi frá kl. 23.00 Allir velkomnir Danshúsið Ásgarður Glæsibæ Sími 533 1077

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.