Fréttablaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 31. október 2003
LÍNUÍVILNUN
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir alþingismaður stendur sína pligt á þingi með sóma þó heyrnarlaus sé. Fylgist með öllu á tölvu og hefur
aðstoðarkonu sér við hlið. Allt má tjá með táknmáli og hér sýnir hún hvernig orðið línuívilnun er á táknmáli.
TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS
EKKERT S TOFNGJALD
Allir þeir sem gerast áskrifendur
að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember
fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift
fyrir aðeins 2.995 kr.
eða 2.495 kr.
með áskriftarpökkum Símans.
www.skjar2.is
Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474
eða í verslunum Símans.
Forsalan
hafin
KVIKMYNDIR Í dag hefst forsala á
þriðju og síðustu Matrix-mynd-
ina, Matrix Revolutions, í Há-
skólabíói, Sambíóunum og í bíó-
inu á Ísafirði. Myndin er frum-
sýnd 5. nóvember, á sama tíma
um allan heim, og eru það þau Ke-
anu Reeves, Laurence Fishburne
og Carrie-Anne Moss sem fara
með aðalhlutverkin í þessari
mynd rétt eins og fyrri mynd-
unum. En myndirnar hafa frá
upphafi verið hugarfóstur bræðr-
anna Andy og Larry Wachowski
og þykja marka tímamót hvað
kvikmyndasöguna varðar. ■
KEPPNI Vesturland varð hlutskarp-
ast í hörkuspennandi keppni á
milli landsfjórðunga í Orkuþraut-
inni, sem var að ljúka. Keppnin
fór fram í sjónvarpsþættinum
Orkuboltinn, sem sýndur hefur
verið í Ríkissjónvarpinu síðustu
vikur. Börnin þurftu að leysa
ýmsar þrautir en Hildur Vala
Baldursdóttir og Eyþór Björn
Arnórsson sem kepptu fyrir hönd
Vesturlands, stóðu uppi sem sig-
urvegarar eftir harða en drengi-
lega keppni. Fjögur lið tóku þátt í
keppninni og voru tvö börn í
hverju liði. ■
ORKUBOLTAR
Krakkarnir í Orkuþrautakeppni Latabæjar að verðlaunafhendingu lokinni ásamt Magnúsi
Scheving og Magga mjóa, umsjónarmanni orkuþrautarinnar.
Sigurvegarar
Orkuþrautarinnar
MATRIX
Þriðja og síðasta myndin kemur í bíó í
næstu viku.