Fréttablaðið - 19.11.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 23
Sjónvarp 28
MIÐVIKUDAGUR
● spænskunámskeið fyrir börn
▲
SÍÐA 18-19
nám o.fl.
67 ára og enn
í skóla
Sigurður Pálsson:
ANDARTAK Söngkonan Margrét Eir
verður með tónleika í Borgarleikhúsinu í
kvöld í tilefni af útkomu plötu sinnar
Andartaks. Henni til aðstoðar verður
hljómsveit og strengjasveit undir stjórn
Rolands Hartwigs. Öll lögin af nýju plöt-
unni verða spiluð og fleiri til.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
BJART OG FAGURT Á HORNA-
FIRÐI Nú er hann farinn að kólna enda
er hann að hallast í norðanátt og frysta
mun um allt land síðar í vikunni. Það verð-
ur slydda eða rigning norðan til í dag.
19. nóvember 2003 – 287. tölublað – 3. árgangur
fimm ára afmælið eftirminnilegt
Hanna María Karlsdóttir:
▲
SÍÐA 16
Biðst fyrirgefningar
eftir 50 ár
svaðilför erlings og kalla bjarna
Stefán Jónsson:
▲
SÍÐA 30
Óku út í sjó
BUSH Í LONDON Þúsundir lögreglu-
manna og sérsveitarmanna gæta öryggis
Bandaríkjaforseta meðan á opinberri heim-
sókn hans til Lundúna stendur. Borgarstjór-
inn kvartar undan því að skattfé sé illa var-
ið. Sjá síðu 2
EKKI VOPNAÐA VERÐI Forsvars-
menn öryggismála í bönkunum telja ekki
líklegt að gripið verði til þess úrræðis að
hafa mannaða öryggisgæslu í bankaúti-
búum og segja að slíkt væri í senn
óhemjudýrt og mikil afturför í bankastarf-
semi á Íslandi. Sjá síðu 4
LÆGSTAR Á SUÐURNESJUM
Niðurstöður úr samræmdum prófum í
fjórða og sjöunda bekk grunnskóla hafa
verið kynntar. Talið er að prófin í sjöunda
bekk hafi verið of létt. Einkunnir voru
lægstar á Suðurnesjum. Sjá síðu 8
LANGT SJÚKRAFLUG Hörður Guð-
mundsson flugstjóri sótti fjársjúkan Íslend-
ing alla leið til Skopje í Makedóníu. Þetta
er eitt lengsta sjúkraflug sem flogið hefur
verið. Sjá síðu 10
SPRENGJUHÓTUN Farþegar í tékk-
nesku farþegaþotunni, sem snúið
var til Keflavíkurflugvallar vegna
sprengjuhótunar, fengu ekkert að
vita af hótuninni fyrr en vélin var
lent heilu og höldnu.
„Okkur var tilkynnt að það
þyrfti að lenda vélinni. Þau sögðu
okkur ekki að það væri vegna
sprengjuhótunar en okkur flaug
það svo sem í hug,“ segir David
Weaer, 25 ára Bandaríkjamaður,
sem er á heimleið eftir mánaðar-
langt bakpokaferðalag um Evr-
ópu. Hann segist ekki hafa haft
neinar áhyggjur þó vélinni væri
snúið við, sem áhöfnin sagði gert
vegna vélarbilunar. Hann segir
þetta hafa verið spennandi endi á
ferðalaginu og mikið ævintýri.
„Nú hef ég góða ástæðu til að
senda vinum og vandamönnum
tölvupóst og segja þeim frá ferð-
inni.“
Ungur Ísraeli, Zoar að nafni,
kvaðst hins vegar hafa orðið
hræddur þegar tilkynnt var um
vélarbilun og sagt að lenda yrði í
Keflavík.
Tékknesku þotunni, með 184
manns innanborðs, var snúið til
Keflavíkurflugvallar eftir að
flugfélagi hennar barst sprengju-
hótun. Vélin lenti á sjötta tíman-
um og fór sprengjuleit fram í
gærkvöldi og nótt. Farþegarnir
gistu á hótelum en ákvörðun um
framhald ferðarinnar verður tek-
in í dag. ■
FARÞEGAR OG ÁHÖFN FARA FRÁ BORÐI
174 farþegar og tíu manna áhöfn tékkneskrar farþegaþotu gistu á íslenskum hótelum í nótt eftir að vél þeirra lenti í kjölfar sprengjuhótu-
nar. Gert er ráð fyrir að ferðinni verði haldið áfram í nótt eftir að ítarleg sprengjuleit hefur farið fram.
M
YN
D
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R
Skipulagsstofnun:
Svipt úr-
skurðarvaldi
ALÞINGI Skipulagsstofnun mun ekki
hafa úrskurðarvald í málum sem
tengjast mati á umhverfisáhrifum
verði nýtt stjórnarfrumvarp að lög-
um.
Eins og staðan er í dag hefur
Skipulagsstofnun fellt úrskurði þar
sem annaðhvort er fallist á fram-
kvæmd eða lagst gegn henni, með
eða án skilyrða. Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra segir að sam-
kvæmt frumvarpinu verði ekki
hægt að kæra álit Skipulagsstofnun-
ar til umhverfisráðherra. Það verði
hins vegar hægt að kæra fram-
kvæmdarleyfið til úrskurðar skipu-
lagsnefndar. Það þýði að málsskots-
réttur til æðra stjórnvalds verði
bundinn við leyfi til framkvæmda á
sveitarstjórnarstigi.
Sjá nánar bls. 6
Farþegaþota með 184 innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar:
Fundu fyrir ótta og spennu
3.990
10 lítrar
Vilja að lögreglan
rannsaki barnslát
Beðið er eftir ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík um hvort hann verði við beiðni aðstandenda
barns sem lést á Landspítalanum um lögreglurannsókn. Foreldrarnir tilkynntu andlát barnsins
til lögreglunnar „í kjölfar læknamistaka“. Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu ekki um andlátið.
RANNSÓKN Leitað hefur verið til
lögreglunnar og hún beðin að
rannsaka andlát ungabarns.
Beiðnin var lögð fram 4. nóv-
ember og hún er vegna andláts
barns í nóvember 2002. Móðirin
verðandi fór í legvatnsstungu á
Landspítala. Í erindinu segir lög-
maður foreldranna lækninn hafa
tekið eftir að blóð hafi kom í
sprautuna. Gaf það til kynna að
stungið hefði verið á æð í fylgj-
unni. Í kjölfarið var móðirin sett í
sírita. Kvartaði hún ítrekað um að
fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ít-
rekaðar athugasemdir var læknir-
inn sóttur til að skoða konuna. Í
erindi lögmannsins til lögreglu
segir að þá hafi verið farin að
sjást alvarleg merki á síritanum.
Fljótlega var tekin ákvörðun um
að gera bráðakeisaraskurð og var
það gert að þremur stundarfjórð-
ungum liðnum. Var þá konan búin
að vera í sírita með hléi í um fjór-
ar klukkustundir. Þetta gerðist 8.
nóvember í fyrra, en aðeins fjór-
um dögum síðar lést barnið.
„Í ljós kom að læknirinn sem
framkvæmdi legvatnsstunguna
hafði í raun stungið í gegnum blá-
æð í fylgjunni og hinu ófædda
barni var að blæða út í móðurkviði
í þá klukkutíma sem umbjóðandi
minn var látinn liggja inni í
mónitorherberginu þrátt fyrir ít-
rekaðar kvartanir hennar um
hreyfingarleysi barnsins,“ segir í
rannsóknarbeiðninni. Foreldrarn-
ir kærðu starfsfólk Landspítalans
til landlæknis með bréfi dags. 27.
nóvember 2002.
Í álitsgerð landlæknis kemur
fram að í a.m.k. eina og hálfa
klukkustund fyrir fæðingu með
keisaraskurði hafi hjartsláttarsírit-
inn gefið til kynna versnandi líðan
fósturs. „Það ásamt því að vitað var
um að blæðing hafði orðið inn í
vatnsbelg, ásamt minnkandi hreyf-
ingum fósturs hefði átt að leiða til
skjótari viðbragða en raun varð á.
Þá gerir landlæknir sérstaklega at-
hugasemd við hversu langur tími
leið frá því að ákvörðun var tekin
um keisaraskurð þar til hann var
gerður, eða um þrír stundarfjórð-
ungar,“ segir í beiðni lögmannsins.
Hann undirstrikar jafnframt að yf-
irlæknir heilbrigðisstofnunar skuli
bera ábyrgð á því að óvænt dauðs-
fall á heilbrigðisstofnun sé tilkynnt
lögreglu. Telji hjónin að svo hafi
ekki verið gert og tilkynni því sjálf
„andlát sonar síns í kjölfar lækna-
mistaka,“ og óski eftir því að lög-
regla rannsaki andlátið.
jss@frettabladid.is