Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 2
2 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR „Sá hlýtur þá að fá bjartsýnisverð- laun fyrir að reyna að ræna fjársvelt heilbrigðiskerfi.“ Sveinn Guðmundsson er yfirlæknir í Blóðbankan- um. Ekki hefur enn verið reynt að fremja rán hjá honum þótt bankarán virðist í tísku. Spurningdagsins Sveinn, þú óttast ekki að það verði brotist inn hjá þér? Þúsundir lögreglu- manna gæta Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Lundúna í gær. Þúsundir breskra lögreglumanna og bandarískra sérsveitarmanna gæta öryggis forsetans. Búist er við fjölmenni í mótmælaaðgerðum á götum borgarinnar. LUNDÚNIR, AP Gífurlegur viðbúnað- ur er í Lundúnum vegna heim- sóknar George W. Bush Banda- ríkjaforseta sem hófst í gær. Yfir 5000 lögreglumenn verða á vakt í borginni á meðan á heimsókninni stendur. Áætlað er að kostnaður- inn við öryggisgæsluna nemi rúmum 640 milljónum íslenskra króna. Ken Livingstone, borgar- stjóri Lundúna, sem hefur kallað Bush „mestu ógn við líf á jörð- inni“ hefur mótmælt því harðlega að fé skattborgaranna skuli vera varið í það að taka á móti forset- anum. Lögreglumönnunum er einkum ætlað að hafa hemil á mótmæl- endum og koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða. Öryggisgæsla á flugvöll- um, lestarstöðvum og höfnum var hert verulega auk þess sem leyniskyttur koma sér fyrir á hús- þökkum við þær götur sem forset- inn fer um. Bresku lögreglumenn- irnir njóta fulltingis hundruða vopnaðra sérsveitarmanna frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta, tókst konu á sjötugsaldri að klifra upp á hlið Buckingham-hallar og breiða út borða þar sem heimsókn Bush var mótmælt. Samtökin „Stop the War Coa- lition“ og samtök múslima í Bret- landi hafa fullvissað lögreglu um að aðeins verði efnt til friðsam- legra mótmæla. Þau hafa því fengið leyfi til að ganga með mót- mælaspjöld í Whitehall, fram hjá Downing-stræti 10 og að þinghús- inu. Áætlað er að á annað hundrað þúsund manns taki þátt í mót- mælaaðgerðum meðan á heim- sókninni stendur. Bush hefur sjálfur lýst því yfir að hann hafi ekkert á móti því að komu hans verði mótmælt en Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur hvatt stuðnings- menn Bandaríkjaforseta til að láta einnig í sér heyra. Ný skoð- anakönnun sem birt var í dag- blaðinu Guardian bendir til þess að meirihluti Breta sé sáttur við heimsókn Bandaríkjaforseta. 43% aðspurðra sögðust vera hlynnt komu Bush til landsins en 36% hefðu heldur kosið að hann sæti heima. Þetta er í fyrsta sinn í 85 ár sem forseti Bandaríkjanna fer í opinbera heimsókn til Bretlands í boði þjóðhöfðingjans. Karl Breta- prins tók á móti Bush á Heat- hrow-flugvelli síðdegis í gær en þaðan var flogið með hann í þyrlu til Buckingham-hallar þar sem forsetahjónin gista. Að sögn dag- blaðsins Washington Post þvertók Elísabet Englandsdrottn- ing fyrir það að bandarískar her- þyrlur svifu yfir höllinni á meðan á dvölinni stæði. ■ Mikil hækkun hlutabréfa: Miklar væntingar í verðinu VIÐSKIPTI Hlutabréfaverð á Íslandi gefur til kynna miklar væntingar um vöxt og góða afkomu að mati greiningardeildar Landsbankans. Greining á helstu kennitölum fyrir- tækja á aðallista Kauphallar Ís- lands bendir til þess að hlutabréf séu dýr á Íslandi. Úrvalsvísitalan sló fyrri met í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri frá upphafi. Greiningardeild Landsbankans telur stöðuna á margan hátt ólíka því sem hún var þegar vísitalan náðu hámarki fyrir tæplega fjór- um árum. Mikið fjármagn sé á lausu nú miðað við þá. Fjármagn sem leitar tækifæra á markaði. Þá séu væntingar um vaxtaþróun hagstæðari fyrir hlutabréf nú en þá. Hagstæðar efnahagshorfur og útrásartækifæri, sem mörg hver hafi skilað góðum árangri, auka enn á bjartsýni fjárfesta. Greiningardeild Landsbankans telur því líklegt að hlutabréf geti átt nokkra hækkun inni, enda þótt hún verði minni en verið hefur að undanförnu. Búast megi við því að fjárfestar vilji sjá væntingar sín- ar raungerast að hluta áður en hækkanir fari verulega af stað á ný. Gangi þær hins vegar ekki eft- ir megi búast við að hlutabréfa- verð gefi eftir. Hækkandi gengi krónunnar vegna stóriðjufram- kvæmda myndi einnig hafa nei- kvæð áhrif vegna áhrifa á útflutn- ings- og útrásarfyrirtæki. ■ UM BORÐ Í GULLVERI NS-12 Útgerð Gullvers keypti um það bil 400 þorskígildistonna kvóta af Brimi sem áður tilheyrði Dvergasteini. Dvergasteinn: Heimamenn keyptu VIÐSKIPTI Seyðfirðingar hafa keypt húseignir fiskvinnslunnar Dvergasteins og aflaheimildir af Brimi ehf., sjávarútvegssviði Eimskips. Gullberg ehf. á Seyðisfirði, sem gerir út ísfisktogararann Gullver NS-12, keypti 400 þorskígildistonna kvóta, þar af eru um 624 tonn af bolfiski og 39 tonn af rækju. Adolf Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gull- bergs keypti húseignir Dverga- steins. Kaupverð er ekki gefið upp en viðskiptin mynda hvorki söluhagnað né tap hjá Brimi. Áformað er að koma á fót nýrri fiskvinnslu í húsakynnum Dvergasteins. ■ HAGNAÐUR HJÁ KÖGUN Hagnað- ur Kögunar eftir skatta tímabilið janúar til september 2003 var 281 milljónir króna en var 84 milljón- ir fyrir sama tímabil í fyrra. Þetta er hagnaðaraukning um 235%. Rekstrartekjur Kögunar námu 818 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sam- anborið við 715 milljónir í fyrra. Stjórnarandstæðingar: Agaleysi stjórnvalda ALÞINGI Minnihlutinn í fjárlaga- nefnd Alþingis gagnrýndi meiri- hluta nefndarinnar í umræðum um fjáraukalög á þinginu í gær fyrir að leggja fram frumvarp sem gerir ráð fyrir tæplega 17 milljarða króna aukningu á fjárheimildum ársins, eða 6,5% af fjárlögum. Minnihlut- inn benti á að því miður gæfi frum- varpið enn einu sinni tilefni til at- hugasemda, sýndi lítið aðhald í fjár- málastjórn ríkisins og agaleysi meðal þeirra sem tækju ákvarðanir um útgjöld. Meirihluti fjárlaga- nefndar hefur gert 42 breytingar- tillögur við fjárlagafrumvarpið sem fela í sér útgjaldahækkun upp á rúmlega fjóra milljarða. ■ Grunnskólar: Filippínska algengust SKÓLAMÁL Alls voru 458 ungmenni við nám í grunnskólum Reykja- víkur sem höfðu íslensku sem annað tungumál haustið 2002. Langflest þeirra eða 56 voru við nám í Austurbæjarskóla en næstflest, eða 36, voru í Fella- skóla. Í öllum skólunum voru ein- hverjir nemendur með íslensku sem annað tungumál, en fæstir eða aðeins einn var í Korpuskóla. Flestir nemendanna voru með filippínsku, víetnömsku eða pólsku sem móðurmál. ■ Afkoma bankanna rædd á Alþingi: Deilt um einkavæðingu VIÐSKIPTI „Miklar sviptingar á fjár- málamarkaði og eignarhald sem hefur færst á færri hendur hefur leitt til samþjöppunar og fákeppni meðal bankanna. Það hefur orðið sprenging í hagnaði og almenn- ingi er ofboðið,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, í utandagskrárumræðu um afkomu bankanna sem fram fór á Alþingi í gær. Álfheiður var málshefjandi og var Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra til andsvara. „Einkavæðing bankanna hefur mistekist því hún hefur ekki skil- að neytendum betri vöxtum eða þjónustu og það er umhugsunar- efni að bankar séu farnir að taka þátt í áhættusömum atvinnu- rekstri,“ sagði Álfheiður. Viðskiptaráðherra sagði ekki að undra að almenningur sypi hveljur yfir hagnaði bankanna en sameiginlegur hagnaður þeirra á fyrstu níu mánuðum ársins nam tæpum 12 milljörðum króna. „Það verður að setja hagnaðinn í samræmi við stærð bankanna en eignir þeirra hafa sexfaldast á 10 árum. Hagnaðurinn sýnir að fjár- festar hafa trú á íslenskum hluta- bréfamarkaði og ég tel að einka- væðingarferlið sé einhver best heppnaða aðgerð stjórnvalda í langan tíma. Það eru hins vegar teikn á lofti um að útlánaskriða sé að hefjast hjá bönkunum og í því sambandi verða menn að fara að öllu með gát,“ sagði viðskiptaráð- herra. ■ DÝR HLUTABRÉF Verð hlutabréfa er í hærri kantinum miðað við kennitölugreiningu greiningardeildar Landsbankans. Gangi væntingar bjartsýnna fjárfesta eftir má búast við hækkunum. Bregð- ist þær munu hlutabréf lækka. ALÞINGI Gagnrýnt var á Alþingi að einkavæðing bankanna hefði ekki skilað neytendum betri kjörum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M PRINSINN OG FORSETINN Karl Bretaprins tók á móti George W. Bush í kvöldrökkrinu á Heathrow-flugvelli. ■ Viðskipti ■ Sjónmælingar LÖG RÝMKUÐ Ríkisstjórnin mun á næstunni leggja frumvarp fyrir þingflokka sína til breytinga á lögum um sjóntæknifræðinga. Samkvæmt breytingunni getur heilbrigðisráðherra heimilað sjóntæknifræðingum að mæla sjón, en fram að þessu hafa augn- læknar einir mátt gera það. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.