Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 4
4 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR Hefur þú hugleitt að fremja bankarán? Spurning dagsins í dag: Stendur Saddam Hussein að baki árás- um á bandarískar hersveitir í Írak? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 60,8% 39,2% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Evrópa BANKARÁN „Ekki verður krafist gæsluvarðhalds. Þeir hafa báðir játað og allt hefur komið fram,“ segir Björgvin Björgvinsson, lög- reglufulltrúi í Reykjavík, um rannsókn vegna bankaránsins í Búnaðarbankanum við Vestur- götu á mánudag. Björgvin segir mennina tvo, sem eru 25 ára og 21 árs, hafa áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota en eigi þó ekki langan feril að baki. Vitni sem stödd voru fyrir utan bank- ann þegar ránið var framið veittu ræningjunum eftirför og gátu því gefið lögreglu vísbendingar um lit og gerð flóttabílsins, auk fyrstu tveggja stafanna á númeraplöt- unni. Björgvin segir mennina hafa skipt með sér verkum og hafi sá yngri farið inn í bankann til að ná í peningana en sá eldri hafi verið ökumaður og eigandi flóttabílsins. „Maður gerir sér grein fyrir að alls staðar þar sem vopn eru ann- ars vegar má lítið út af bera til þess að þetta geti orðið verra en það hefur hingað til orðið. Við erum nýbúnir að halda fund með bankastarfsmönnum þar sem far- ið var yfir ýmis atriði.“ Hann seg- ist ekki vita hvort málin séu kom- in á það stig að vörður þurfi að vera í hverjum banka. Ránin hafi verið tilviljunarkennd og yfirleitt er um að ræða unga menn í mikilli peningaþörf, þar sem fíkniefni eru oft á tíðum bakgrunnurinn. Hann segir bankarán oft koma í törnum en að nú hafi verið óvenju langt tímabil með stöðugum rán- um. ■ BANKARÁN Alda bankarána á síð- ustu mánuðum hefur vakið upp spurningar um hvort pottur sé brotinn í öryggismálum í íslensk- um bönkum. Sjö bankarán hafa verið framin á Íslandi á rúmlega hálfu ári. Fjögur þeirra eru að fullu upplýst og hið síðasta í röð- inni, sem framið var í fyrradag í Búnaðarbankan- um við Vestur- götu, virðist svo gott sem upp- lýst. Tvö eru ennþá óupplýst; annað frá 14. nóv- ember og hitt frá 18. september. Í sex af sjö bankaránum hafa ræningjarnir verið með eggvopn en aldrei hefur komið til átaka eða uppþota í tengslum við þessa glæpi og enginn hefur hlotið áver- ka. „Þetta er hálf uggvænleg þró- un og bankamenn þurfa að spyrja sig að því hvort þetta sé komið til að vera - og hvað við þurfum að gera. Þetta er óþolandi ástand í sjálfu sér eins og þetta er,“ segir Friðrik Halldórsson, forstöðu- maður viðskiptasviðs Kaupþings - Búnaðarbanka. Hann segir að starfsmenn úti- búsins í Vesturgötu hafi brugðist hárrétt við á mánudaginn enda hafi starfsmenn hlotið þjálfun í viðbrögðum við slíkum uppákom- um. Hann segir að árás sem þessi sé þó töluvert áfall og að mönnum sé brugðið. Sérfræðingar hafa veitt starfsmönnum útibúsins í Vesturgötu áfallahjálp og nauð- synlega aðstoð í kjölfar ránsins. Sverrir Jónsson, yfirmaður ör- yggismála hjá Íslandsbanka, seg- ir að bankarnir séu vel búnir til að takast á við rán af þessu tagi og að mikið samstarf sé milli banka og sparisjóða um öryggisviðbún- að. Forsvarsmenn öryggismála í bönkunum telja ekki líklegt að gripið verði til þess úrræðis að hafa mannaða öryggisgæslu í bankaútibúum og segja að slíkt væri í senn óhemjudýrt og mikil afturför í bankastarfsemi á Ís- landi. Öryggisstjórar bankanna segja að ekki sé mikið upp úr bankarán- um að hafa, sérstaklega ef tekið sé tillit til þeirra þungu viðurlaga sem liggja við glæpum af því tagi. Friðrik Halldórsson veltir því þó fyrir sér hvort tíðar árásir á banka á Íslandi gefi tilefni til þess að skoða betur þann möguleika að gera Ísland að peningalausu hag- kerfi - þannig að allar peninga- færslur yrðu rafrænar; en notkun greiðslukorta á Íslandi er nú þeg- ar með því allra mesta sem gerist í heiminum. thkjart@frettabladid.is ATVINNULEYSI Í FINNLANDI At- vinnuleysi í Finnlandi mældist 8,3% í október. Á sama tíma í fyrra voru 8,5% atvinnubærra manna í Finnlandi án vinnu. Í september á þessu ári var at- vinnuleysi í Finnlandi 8,0%. Störfum hefur fjölgað í þjónustu- greinum en samdráttur hefur verið í iðnaði, verslun og fjár- málageiranum. TÍU MEÐLIMIR ETA HANDTEKNIR Spænska lögreglan handtók tíu manns sem grunaðir eru um aðild að ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska. Lögreglan braust inn í fjölda íbúða í þorpum og bæjum í héruðunum Guipuzcoa og Navarra í Baskalandi. Einn mannanna er grunaður um að hafa tekið þátt í einni af hryðju- verkaárásum ETA. BABIC ÁKÆRÐUR FYRIR STRÍÐS- GLÆPI Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út ákærur á hendur Milan Babic, fyrrum leiðtoga Serba í Króatíu. Babic er sakaður um að hafa tek- ið þátt í þjóðarhreinsunum í Júgóslavíu í byrjun síðasta ára- tugar. Hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyninu og getur átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fund- inn sekur. Heilbrigðisráðherra: Setur nýjan landlækni HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra mun í dag setja nýjan land- lækni í máli sem upp er komið vegna andláts barns skömmu eftir fæðingu þess á H e i l b r i g ð i s - stofnun Suður- nesja. Barnið var tekið með bráðakeisara- skurði en lést skömmu síðar á Landspítala Háskólasjúkra- húsi. Lögmað- ur Landlæknisembættisins hefur úrskurðað að starfsmenn þess séu vanhæfir til að fara með málið, þar sem framkvæmdastjóri heil- brigðisstofnunarinnar er eigin- kona landlæknis. Rannsóknin beinist að því hvort rekja megi andlát barnsins til rangrar lækn- ismeðferðar. ■ VIÐSKIPTI Stærstu eigendur Aco Tæknivals hafa sameinað eign sína í einu félagi Grjóta ehf. Grjóti á nú ríflega 65% hlut í Aco Tæknivali. Að félagin standa Baugur group, Fengur, Fludir Holding og Framtak fjárfesting- arbanki. Innan fjögurra vikna verður öðrum hluthöfum gert yf- irtökutilboð. Erfiðleikar hafa steðjað að í rekstri Aco Tæknivals. Hópurinn sem stendur að Grjóta kom að rekstri félagsins eftir miklar þrengingar. Niðurstaða níu mán- aða uppgjörs félagsins var nei- kvæð um 235 milljónir króna. Skarphéðinn B. Steinarsson, framkvæmdastjóri hjá Baugi og stjórnarformaður Aco Tæknivals, segir að þó vissulega megi greina batamerki í rekstrinum þá sé staða þess erfið. Félagið hefur ekki verið virkt í Kauphöllinni um skeið, síðustu viðskipti með bréf þess voru í ágúst síðastliðnum. „Við höfum samt fulla trú á því að með samstilltum aðgerðum eigi fyrirtækið framtíðina fyrir sér.“ Gengi yfirtökutilboðs er áætl- að 0,4. Skuldir félagsins eru 1,8 milljarðar og er eigið fé neikvætt um tæplega 570 milljónir. ■ Hagnaður hjá Impregilo: Kárahnjúkar stærstir UPPGJÖR Rekstrarhagnaður ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo nam 113,4 milljónum evra fyrstu níu mánuði ársins eða ríflega tíu milljörðum króna. Niðurstaðan fyrir sama tímabil í fyrra var ríf- lega 73 milljónir evra. Rekstrar- hagnaður fyrir skatta var tæpar 50 milljónir evra eða um 4,5 millj- arðar íslenskra króna. Impregilo nýtur undanþágu og greiðir ekki skatta á tímabilinu. Stærsti samningur fyrirtækisins á uppgjörstímabilinu er Kára- hnjúkavirkjun en andvirði samn- ingsins í bókum félagsins er 450 milljónir evra á tímabilinu eða um 40 milljarðar króna. ■ BÚNAÐARBANKINN VESTURGÖTU Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir ræningjunum þar sem játning liggur fyrir og allt hefur komið fram. Bankaránið í Búnaðarbankanum við Vesturgötu: Ók eigin bíl á flóttanum JÓN KRISTJÁNSSON Setur nýjan landlækni í dag. AFSKRÁNING Skarphéðinn B. Steinarsson, stjórnarformaður Aco Tæknivals, segir fyrirtækið í erfiðri stöðu þótt greina megi ljósa punkta í rekstrinum. Stefnt er að því að afskrá það úr Kaup- höll Íslands. Erfitt hjá Aco Tæknivali: Félagið af markaði ANNRÍKI HJÁ LÖGREGLUNNI Það sem af er þessu ári hafa sjö bankarán verið framin. Þar ef eru tvö en óupplýst. „Þetta er óþolandi ástand í sjálfu sér eins og þetta er. Uggvænleg þróun Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Búnaðarbankans segir að menn hljóti að hugsa sinn gang vegna tíðra bankarána. Engin áform eru uppi um mannaða verði í íslenskum bönkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.