Fréttablaðið - 19.11.2003, Qupperneq 10
10 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR
Meðlagsgreiðslur:
Dregur úr vanskilum
INNHEIMTA „Þetta er heldur á upp-
leið, miðað við árið í fyrra,“ sagði
Hilmar Björgvinsson hjá Inn-
heimtustofnunn sveitarfélaga um
stöðu á greiðslum meðlaga til
stofnunarinnar. „Þetta er svipað
árferði og í fyrra, en mér sýnist
að veltan í þjóðfélaginu sé að
aukast.“
Hilmar sagði að Innheimtu-
stofnun hefði innheimt um það bil
tvo milljarða á ári undanfarin ár.
Kröfurnar frá Tryggingastofnun
ríkisins væru áætlaðar 2,5-2,6
milljörðum í ár.
„Við höfum náð inn um 70 pró-
sentum af meðlögum hvers árs
undanfarin ár,“ sagði Hilmar. „Þá
vantar upp á um það bil 600 millj-
ónir á ári, sem greiddar eru úr
jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hann
greiðir allt sem á vantar til að
gera upp við Tryggingastofnun.
Hún fær alltaf gert upp en sveit-
arfélögin sitja uppi með ábyrgð-
ina. Það sem á vantar með full skil
er sótt til jöfnunarsjóðsins. Sveit-
arfélögin eiga svo sínar kröfur
hér og við reynum að ná fjármun-
um inn eftir föngum.“ ■
SJÚKRAFLUG „Þetta gekk alveg
prýðilega, eins og fótur í hosu,“
sagði Hörður, sem var flugstjóri í
sjúkrafluginu. „Maðurinn er á
vegum Nató þarna. Það var deild
Nató í Brussel, sem hafði sam-
band við okkur og bað okkur að
sækja hann. Hann var mikið veik-
ur þarna og var fluttur á sjúkra-
hús hér í Reykjavík.
Hörður sagði að með í för
hefðu meðal annarra verið læknir
og sjúkraflutningamaður.
„Þetta var fullmönnuð áhöfn til
sjúkraflutninga, sem var sett í
þetta. Við fórum af stað á föstu-
dagskvöld og komum heim aðfara-
nótt sunnudags. Við millilentum í
Vín á leiðinni út
og Bremen á
leiðinni heim. Í
Vín töfðumst við
aðeins, því það
er enginn sér-
stakur vinskap-
ur milli Make-
dóníu og Júgó-
slavíu og við
þurftum að bíða eftir yfirflugs-
heimild. En þegar þeir vissu að
þetta væri sjúkraflug á vegum
Nató voru þeir ekki að tefja okkur
lengur.
Mer skilst að aðbúnaðurinn í
Skopje hafi verið afar bágborinn,
jafnvel þótt verið væri að þjóna
sjúkum manni fyrir alþjóðastofn-
un á borð við Nató. Mér skilst að
læknarnir sjálfir hafi verið ágæt-
ir, en tækjabúnaður, og aðbúnað-
ur allur, var mjög dapur.“
Hörður sagði þetta langa flug,
sem tók um átta klukkustundir
hvora leið, ekki hafa verið neitt
frábrugðið öðrum sjúkraflugum
sem hann hefði farið í.
„Ég lendi í sjúkraflugum alls
staðar þar sem ég er,“ sagði hann.
„Ég rak Erni í tæp 30 ár á ísafirði
og sjúkraflug var þá eitt af aðal-
verkefnum okkar. Svo var ég úti í
sjö ár, hjá Atlanta í Þýskalandi og
síðan hjá svissneskum fyrirtækj-
um í ýmsum Afríkulöndum. Þá
vann ég fyrir alþjóðleg olíufélög
og þar meðal annars í sjúkraflug-
um. Erni settum við síðan í gang
aftur í sumar og erum búin að
vera í rekstri í rúma þrjá mánuði.“
Hörður sagði að vélin sem not-
uð var í sjúkraflugið, Cessna 441,
væri sérlega útbúin fyrir slíka
flutninga. Hún væri með stóra
hurð, jafnþrýstibúnað og rafkerfi
og fleira sem hæfði til sjúkra-
flutninga. Hún væri jafnframt
skrúfuþota með „forstjórainn-
réttingu“. Verkefnin fælust að
miklu leyti í því að fljúga fyrir
stærri stofnanir og fyrirtæki til
Evrópu, Grænlands og Færeyja
svo dæmi væru nefnd.
jss@frettabladid.is
Akureyri:
Strætó hált
á svellinu
SAMGÖNGUR Fyrstu strætisvagna-
ferðir á Akureyri í gærmorgun
féllu niður vegna fljúgandi hálku.
Aðstæður voru óvenjuslæmar að
sögn lögreglu, rigning og hiti við
frostmark og fraus regnið jafn-
harðan og það snerti jörð svo úr
varð íshella. Treystu strætis-
vagnastjórar sér ekki til að hefja
akstur fyrr en búið væri að sand-
bera göturnar.
Á Akureyri er sem kunnugt er
ekki borið salt á götur til að eyða
hálku heldur sandur. Akstur
strætisvagna á Akureyri hefst að
venju klukkan sex en vegna
hálkunnar hófst akstur ekki fyrr
en rétt fyrir klukkan átta. ■
TVEIR Á SLYSADEILD
Tveir leituðu sér aðstoðar á
slysadeild eftir árekstur á
Smiðjuvegi í Kópavogi á tólfta
tímanum í gær. Ökumaður og far-
þegi í öðrum bílnum kvörtuðu
yfir meiðslum á hálsi. Báðir bíl-
arnir voru fluttir á brott.
FIMM BÍLA ÁREKSTUR
Engin meiðsl urðu á fólki þegar
STOKKHÓLMUR, AP Ákæra á hendur
Mijailo Mijailovic, sem grunaður
er um að hafa myrt Önnu Lindh,
utanríkisráðherra Svíþjóðar,
verður að líkindum ekki gefin út
fyrr en í janúar á næsta ári.
Mijailovic hefur verið í gæslu-
varðhaldi síðan 24. september,
tveimur vikum eftir að Lindh var
stungin til bana í verslunarmið-
stöð í Stokkhólmi. Saksóknarinn
Agneta Blidberg segir að rann-
sókninni muni ljúka um miðjan
desember en áður en hægt verður
að gefa út ákæru verður lögfræð-
ingur Mijailovics, Peter Althin, að
fara yfir skýrslu lögreglunnar.
Næstkomandi föstudag munu
saksóknarar fara fram á að
gæsluvarðhald Mijailovics verði
framlengt. ■
Á UPPLEIÐ
Heldur hefur dregið úr vanskilum á
meðlagsgreiðslum það sem af er
þessu ári miðað við árið á undan.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar
HÖRÐUR GUÐMUNDSSON
Flugstjóri í einu lengsta sjúkraflugi sem flogið hefur verið héðan.
„Ég lendi í
sjúkraflugum
alls staðar
þar sem ég
er.
Flugið gekk eins
og fótur í hosu
Hörður Guðmundsson flugstjóri, sem rekur flugfélagið Erni, flaug um
síðustu helgi eitt lengsta sjúkraflug sem flogið hefur verið. Ferðinni var
heitið til Skopje í Makedóníu, þar sem sóttur var fársjúkur Íslendingur.
ANNA LINDH
Mijailo Mijailovic, sem grunaður er um að
vera banamaður Önnu Lindh, verður að
líkindum ákærður á næsta ári.
Meintur morðingi Önnu Lindh:
Ákærður á næsta ári
ALGENGUSTU
KVENMANNSNÖFN
1. Guðrún
2. Anna
3. Sigríður
4. Kristín
5. Margrét
6. Helga
7. Sigrún
8. Ingibjörg
9. Jóhann
10. María
Svonaerum við
fimm bílar lentu í árekstri á bíla-
stæði við Kársnesskóla í Kópa-
vogi í gær. Áreksturinn er rakinn
til hálku.
ÚTAFAKSTUR Í JÖKULDAL Tveir
menn sluppu án meiðsla þegar
bíll sem þeir voru í fór út af veg-
inum í Jökuldal í gærmorgun.
Bíllinn skemmdist lítillega en
mikil hálka var á veginum þegar
slysið varð.
■ Lögreglufréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M