Fréttablaðið - 19.11.2003, Side 12
12 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR
■ LögreglufréttirÞingmenn vilja stofna háskóla á Vestfjörðum
Kennsla hefjist haustið 2005
HÁSKÓLI „Rökin fyrir sérstökum
háskóla á Vestfjörðum eru enn
þau sömu og sett voru fram þeg-
ar stofnað var til háskóla á Ak-
ureyri,“ segir í greinargerð með
þingsályktunartillögu Kristins
H. Gunnarssonar og Magnúsar
Stefánssonar, Framsóknar-
flokki, og Gunnars I. Birgisson-
ar, Sjálfstæðisflokki.
Í tillögunni er menntamála-
ráðherra hvattur til að beita sér
fyrir stofnun sjálfstæðs háskóla
á Ísafirði sem starfi samkvæmt
lögum um háskóla. Í greinar-
gerð segir að aðsókn að háskóla-
námi hafi aukist svo á Vestfjörð-
um á skömmum tíma að líkja
megi við sprengingu.
Nú stundi 130 manns á Vest-
fjörðum fjarnám við að minnsta
kosti fjóra háskóla, þar sem eng-
inn slíkur sé í fjórðungnum.
Flutningsmenn gera ráð fyrir
að rektor háskólans verði ráðinn
til starfa á næsta ári til undir-
búnings kennslu sem hefjist
haustið 2005. ■
Mikið tilfinn-
ingamál fyrir
Sunnlendinga
Staða Kaupfélags Árnesinga er allt önnur en for-
svarsmenn félagsins ætluðu sér. Unnið er að því að
koma fjármálum KÁ í betri farveg og forða félag-
inu frá gjaldþroti. Framkvæmdastjóri KÁ segir að
þrátt fyrir slæma stöðu þá séu menn bjartsýnir.
ATVINNULÍF „Saga Kaupfélags Ár-
nesinga er löng og því er það gríð-
arlegt tilfinningamál fyrir Sunn-
lendinga að reksturinn fari ekki í
þrot. KÁ var lengi aðaldriffjöður-
in í blómlegu atvinnulífi á Suður-
landi, til dæmis á Selfossi og í
Þorlákshöfn og það virðist vera
almennur vilji til þess að bjarga
félaginu,“ segir Guðmundur Búa-
son sem hefur gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra KÁ frá því í sumar.
Hallar undan fæti
Kaupfélag Árnesinga var
stofnað árið 1930 og hefur verið
eitt helsta flaggskip atvinnulífs-
ins á Suðurlandi. Síðustu ár hefur
hins vegar verulega hallað undan
fæti í rekstrinum, ekki síst vegna
harðnandi samkeppni á markaðn-
um, en afgerandi breyting varð á
félaginu árið 1998 þegar matvæla-
hluti þess var seldur til Kaupáss.
KÁ er í greiðslustöðvun til 25.
nóvember næstkomandi en hún
verður væntanlega framlengd í
þeim tilgangi að leita nauðasamn-
inga og semja við kröfuhafa. Að
sögn Einars Gauts Steingrímsson-
ar, lögfræðings og tilsjónarmanns
KÁ á greiðslustöðvunartímabil-
inu, verður óskað eftir frekari
greiðslufresti vegna tafa á upp-
gjöri á sölu fasteigna og vegna
uppgjörs á Hótel Selfoss.
Kröfur á KÁ hljóða upp á um
1,9 milljarða króna, þar af eru
fallnar ábyrgðir að upphæð um
500 milljónir. Félagið skuldar
rúmlega 900 milljónir króna um-
fram eignir sem nema um einum
milljarði króna, en inni í þeirri
tölu eru fasteignir sem KÁ hefur
samið um að selja Kaupási, þ.e.
verslunarhúsnæði á Selfossi,
Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og
í Vík. Kaupfélag Árnesinga er
þessi misserin að segja skilið við
rekstur Hótels Selfoss en eignar-
haldsfélagið Brú sem átti hótel-
bygginguna varð gjaldþrota í síð-
asta mánuði og vinnur skipta-
stjóri að því að finna nýjan rekstr-
araðila. Ekki liggur enn fyrir
hverjir munu taka við hótelinu en
það tók til starfa í fyrra eftir
hundruð milljóna króna endur-
bætur.
Erfitt að sætta sig við þetta
Valur Oddsteinsson, sem er
stjórnarformaður KÁ og hefur
setið í stjórn félagsins undanfarin
ár, segir að staða kaupfélagsins sé
ekki sú sem menn ætluðu sér og
hann undirstrikar í því sambandi
að viðskiptaumhverfið hafi breyst
gífurlega.
„Það hefur ýmislegt farið öðru-
vísi en stjórnin hefur ákveðið,
sérstaklega síðustu ár, og það hef-
ur vitaskuld hvarflað að okkur að
við ættum erfitt með að laga okk-
ur að þeim breytingum sem orðið
hafa. Nú reynum við aðallega að
koma fjármálunum í lag og vinna
úr þeirri stöðu sem félagið er
komið í. Menn eiga óneitanlega
erfitt með að sætta sig við þetta,“
BELTIN BJÖRGUÐU Tveir menn
sluppu ómeiddir þegar jeppi valt
neðan við Skógarkot í Miðdölum í
hádeginu í gær og hafnaði ofan í
skurði. Að sögn lögreglunnar í Búð-
ardal leikur enginn vafi á að þarna
hafi beltin bjargað lífi mannanna.
BÍLVELTA OG ÚTAFAKSTUR Ökumað-
ur slapp án meiðsla þegar bíll sem
hann keyrði valt við það að öku-
maður missti stjórn á honum á
Biskupstungnabraut í gærmorgun.
Annar bíll fór út af veginum rétt
við Laugarvatn. Ung stúlka, sem
var undir stýri, slapp ómeidd.
ÁREKSTRAR Á SELFOSSI Hálkan
kom illa við ökumenn á Selfossi í
gær. Um miðjan dag höfðu þrír
árekstrar verið tilkynntir til lög-
reglu.
CLINTON OG KOIZUMI
Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, og
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans,
eftir fundinn í Tokyo í gær.
Clinton í Japan:
Vill Japana
til Íraks
JAPAN, AP Bill Clinton, fyrrum
Bandaríkjaforseti, sem nú er á
fyrirlestraferð um Asíu, sagði á
blaðamannafundi í Tokyo eftir
fund með Junichiro Koizumi, for-
sætisráðherra Japans, að þátttaka
Japana í uppbyggingarstarfinu í
Írak yrði öðrum þjóðum mikil
hvatning.
„Það myndi draga úr tor-
tryggninni og gremju í garð
Bandaríkjamanna sem yrði til
þess að fólk hætti að líta á upp-
bygginguna sem bandaríska her-
setu,“ sagði Clinton, sem einnig
lýsti áhyggjum sínum vegna
kjarnorkudeilunnar við Norður-
Kóreumenn. ■
RÚGBÍKAPPI Á BRIMBRETTI
Rúgbíkapparnir, sem komnir eru til Sydney
í Ástralíu til þess að taka þátt í úrslita-
keppni heimsmeistaramótsins í rúgbí, gera
sér ýmislegt til dægrastyttingar eins og
þessi hér á myndinni sem leikur sér á
brimbretti.
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
Félagið er í greiðslustöðvun til 25. nóvember næstkomandi en hún verður væntanlega
framlengd í þeim tilgangi að leita nauðasamninga og semja við kröfuhafa. Kröfur á félag-
ið hljóða upp á um 1,9 milljarða króna. Staða Kaupfélags Árnesinga er allt önnur en for-
svarsmenn félagsins ætluðu sér.
GUÐMUNDUR BÚASON
Framkvæmdastjóri KÁ, segir að saga Kaup-
félags Árnesinga sé löng og það sé gríðar-
legt tilfinningamál fyrir Sunnlendinga að
reksturinn fari ekki í þrot. KÁ hafi lengi ver-
ið aðaldriffjöðurin í blómlegu atvinnulífi á
Suðurlandi og það virðist vera almennur
vilji til þess að bjarga félaginu.
MARGRÉT INGÞÓRSDÓTTIR,
Formaður verslunarmannafélags Suður-
lands, segir Sunnlendinga uggandi um
stöðu Kaupfélags Árnesinga. Það sé slæmt
ef kaupfélagið, sem hafi verið einn af föstu
punktunum í samfélaginu hér á Suður-
landi, hverfi. Þegar svona stólpar fari þá
taki við mikil óvissa og það sé erfitt fyrir
alla á svæðinu.
MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR
Þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti
þingmaður Suðurlands, segir það gríðar-
lega erfitt að svo öflugt atvinnufyrirtæki
eins og KÁ hafi þróast á þennan veg. Það
sé alltaf sárt þegar fyrirtæki tapi og þetta
sé ekki hvað síst erfiðast fyrir alla þá sem
hafa verið í nánd við kaupfélagið.
Fréttaskýring
BRYNDÍS HÓLM
■ skrifar um vandræði Kaupfélags
Árnesinga.
KRISTINN H. GUNNARSSON
Fyrsti flutningsmaður tillögu um stofnun
háskóla á Vestfjörðum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M