Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 13

Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember segir stjórnarformaður KÁ. Hann bendir á að litið hafi verið sér- staklega til þess hvernig Eyfirð- ingar hafi tekið á sínum málum og hann segir að stjórn KÁ hugleiði nú hvernig bregðast skuli við breytingum í þjóðfélaginu. „Sunnlendingar hafa spurt mikið um gang mála og við verð- um varir við að fólk vill að kaup- félagið verði áfram til. Ég er bjartsýnn á að það takist að forða því frá gjaldþroti,“ segir Valur Oddsteinsson. Einn af föstu punktunum Margrét Ingþórsdóttir, for- maður verslunarmannafélags Suðurlands, er uggandi um stöðu Kaupfélags Árnesinga. „Það er slæmt ef kaupfélagið er að hver- fa, fyrirtæki sem hefur verið einn af föstu punktunum í samfélaginu hér á Suðurlandi. Það er mikið til- finningamál að það leggist ekki af en það er ljóst að það hefur veru- lega hallað undan fæti og því hafa menn gríðarlegar áhyggjur. Það er sárt þegar svona stólpar fara því þá tekur við mikil óvissa,“ segir formaður Verslunarmanna- félags Suðurlands. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrsti þingmaður Suðurlands, seg- ir það griðarlega erfitt að svo öfl- ugt atvinnufyrirtæki eins og KÁ hafi þróast á þennan veg. „Það er alltaf sárt þegar fyrirtæki tapa og þetta er ekki hvað síst erfiðast fyrir alla þá sem hafa verið í nánd við kaupfélagið.“ ■ John Allen Muhammad fundinn sekur um morð: Saksóknarar krefjast dauðadóms VIRGINÍA, AP Dómstólar í Virginíu hafa fundið hinn 42 ára gamla John Allen Muhammad sekan um aðild að leyniskyttumorðunum í Was- hington og nágrenni í október á síð- asta ári. Kviðdómur mun á næstu dögum skera úr um það hvort hann skuli hljóta dauðadóm eða lífstíðar- fangelsi. Það tók kviðdómendur sex og hálfa klukkustund að komast að niðurstöðu. Muhammad var dæmd- ur fyrir morðið á Dean Harold Meyers sem var skotinn til bana fyrir utan bensínstöð í Manassas. Hann var jafnframt fundinn sekur um að hafa tekið þátt í fimmtán öðr- um skotárásum sem kostuðu níu manns lífið. Á grundvelli nýrra laga um hryðjuverk var Muhammad dæmdur fyrir að hafa haldið samfélaginu í heljargreip- um með því að valda ótta og skelf- ingu. Réttarhöld standa enn yfir hin- um átján ára gamla Lee Boyd Mal- vo, meintum vitorðsmanni Muhammads. Malvo getur einnig átt yfir höfði sér dauðarefsingu en verjendur hans halda því fram að hann sé ekki ábyrgur fyrir gjörð- um sínum þar sem hann hafi verið heilaþveginn af Muhammad. ■ Stjórnarformaður A.P. Möller: Hættir eftir 40 ára feril KAUPMANNAHÖFN, AP Mærsk Mc- Kinney Möller lætur af stjórnarfor- mennsku í danska flutningafyrir- tækinu A.P. Möller-Mærsk A/S um miðjan desember. Mc-Kinney Möller, sem varð ní- ræður á þessu ári, er á lista við- skiptatímaritsins Forbes yfir rík- ustu menn heims. Árið 1965 tók hann við rekstri tveggja skipa- félaga sem faðir hans, Arnold Peter Möller, stofnaði og byggði upp flutningafyrirtæki sem nú starfar í 100 löndum og hefur 60.000 manns á launaskrá. Mc-Kinney Möller var forstjóri fyrirtækisins fram til árs- ins 1993. ■ SEKUR John Allen Muhammad sýndi engin svip- brigði þegar dómurinn var kveðinn upp. Nokkrir kviðdómendur og aðstandendur fórnarlambanna felldu tár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.