Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 14

Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 14
Íkosningabaráttunni skildist mérað sterk samstaða hefði myndast milli forystumanna flestra flokka um að nú væri kominn tími til að al- menningur fengið notið ávaxta síns erfiðis. Ríkissjóður hefði bólgnað út í góðæri undanfarinna ára og tekist að laga svo skuldastöðu sína að hann hefði lítið við meiri fjár- muni að gera. Og úr því að ríkis- sjóður væri orðinn saddur væri loks upprunninn sá tími að við hin fengjum eitthvað í okkar hlut. Stefnt yrði að því að lækka skatta á allan almenning. Fyrir kosningar var ekki tekið fram að þessi upp- ljómun stjórnmálamanna – að al- menningi væri jafnvel treystandi fyrir fjármunum og þeim sjálfum – væri háð neinum skilyrðum. En nú er það sem sagt komið á daginn. Skilyrðin eru þau að forysta verka- lýðshreyfingarinnar stilli kröfum um launahækkanir í hóf og semji við atvinnurekendur með þeim hætti að ríkisvaldinu líki. Þessi skilyrði hljóma vel í fyrstu – en síður við nánari skoðun. Sá hóp- ur sem semur um kjör sín án at- beina verkalýðsfélaga verður sífellt stærri. Og jafnvel þótt launataxtar verkalýðsfélaga séu lagðir til grundvallar í samningum einstak- linga um laun þá ráða þeir sjaldnast öllu um kjörin. Launakjör batna yf- irleitt með aukinni eftirspurn og takmörkuðu framboði og lækka þegar eftirspurnin minnkar og framboðið vex. Samningar verka- lýðsfélaganna geta haft áhrif á kjör margra til skemmri tíma en þegar til lengdar lætur þá eru það aðrir þættir sem stjórna kjörum fólks. Kjarasamningar verkalýðsfélaga geta vissulega haft slæm áhrif á kjörin – til dæmis samningar sem bera með sér of miklar hækkanir á skömmum tíma sem síðan brjótast út í hærra verðlagi – en þau jafna sig ávallt til lengri tíma. Til að vega upp aukinn launakostnað neyðast fyrirtæki til að fækka starfsfólki, draga úr yfirvinnu og aukagreiðsl- um og gera kjör starfsmanna sinna verri með öðrum hætti. Launa- hækkanir í kjarasamningum koma hins vegar á eftir hækkunum sem þegar hafa orðið í frjálsum samn- ingum starfsmanna og atvinnurek- enda. Nema helst hjá ríkinu. Hið op- inbera byggir ekki á venjulegum markaðsbúskap heldur skattpen- ingum og þeir sem semja fyrir þess hönd þurfa ekki að taka tillit til af- komunnar. Ef hún versnar þá hækka þeir einfaldlega skattana. Það er því ef til vill óþarfi af rík- isstjórninni að blanda öðrum en eig- in starfsmönnum í þessa tengingu launahækkana og skattalækkana. Gagnvart því fólki sem fær laun á almennum markaði mætti þess vegna lækka skattana á morgun. Vandann gagnvart opinberum starfsmönnum væri síðan eðlilegra að leysa við samningaborðið – og þá með því að semja ekki um meiri hækkanir en rekstur hins opinbera stendur undir án frekari skatta- hækkana. ■ Árni Johnsen, fyrrverandi al-þingismaður, lauk á dögunum afplánunardómi á Kvíabryggju. Þar var Árni í níu mánuði og sat ekki auðum höndum. Hann skap- aði tugi listaverka úr fjörugrjót- inu á Snæfellsnesi og þar á meðal er minnismerkið Þor, sem af- hjúpað var síðastliðinn sunnudag, en Árni gerði það í minningu þess að nú er hálf öld liðin frá því að síldveiðiskipið Edda fórst með níu manna áhöfn. Kunnugir segja þessa athafnasemi Árna dæmi- gerða fyrir hann. Hann sé ekki maður sem gefist auðveldlega upp. „Mín kynni af Árna voru að flestu leyti góð. Mér líkaði alltaf prýðilega við hann,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. „Við tókumst að vísu einu sinni líkamlega á í þing- inu og það munu vera síðustu átökin af þeim toga sem þar hafa átt sér stað. Við jöfnuðum þetta fljótt. Eitt sinn sá hann að ég var að vinna á sunnudegi og hljóp með risastóran ís handa mér upp fimm hæðir til að sættast við mig. Ég kunni vel að meta það.“ Örlátt eðli Þegar Össur er beðinn um að lýsa Árna segir hann: „Árni er skemmtilegur, gríðarlega kapps- fullur og vaskur til vinnu.“ Hann segir Árna skapmikinn og minnist þess að hann hafi átt til að reiðast heiftarlega og reiðin gat setið í honum. Árni er þekktur fyrir hjálpsemi sína og Össur segist hafa orðið þess áskynja að hann vildi hvers manns götu greiða. „Hann sá aldrei þær hindranir sem aðrir sáu og fór mjög óhefðbundnar leiðir að marki sínu. Það kom hon- um að lokum í koll. En hann er bú- inn að taka út sína refsingu og hann á rétt á því sama og allir aðr- ir menn, sem er fyrirgefning,“ segir Össur og bætir við að hann viti til þess að Árni hafi reynst ein- staklega vel ungum mannni sem var með honum á Kvíabryggu og tekið hann undir sinn verndar- væng. „Þetta sýnir hans örláta eðli,“ segir Össur. „Ég vona svo sannarlega að honum vegni vel og er ekki viss um að hann hafi sagt sitt síðasta orð í pólitík.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um skattalækkanir og kjara- samninga. Maðurinn ÁRNI JOHNSEN ■ lauk á dögunum afplánunardómi á Kvíabryggju. 14 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Halldór Ásgrímsson, verðandiforsætisráðherra, hélt flokks- þing síðustu helgi. Davíð Odds- son, almættið í íslenskum stjórn- málum, hefur ákveðið að leiða hann inn í herbúðirnar strax á næsta ári. Eftir síðustu kosningar vildi Össur, formaður Samfylk- ingarinnar, ólmur komast í stjórn- arsamstarf við Framsóknarflokk- inn og gera Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra. Þeirri mála- leitan neitaði Halldór. Því má segja að meiri eftirspurn hafi ver- ið eftir Halldóri Ásgrímssyni en framboð. Vafalaust hefur Halldór talið tryggara að starfa áfram með almættinu og Sjálfstæðis- flokknum en sundurleitri Sam- fylkingu. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra verður hann í hópi með þjóðarleiðtogun- um Bush og Blair sem enn rétt- læta innrásina í Írak og halda því fram að gjöreyðingarvopn hafi verið þar og það eigi eftir að finna þau. Ef til vill yrði farsælast fyrir Ísland, Bretland og Bandaríkin að senda þessa þrjá einstaklinga til að leita að gjöreyðingarvopnun- um og banna þeim að koma til baka fyrr en þau fyndust. Hvers vegna Halldór? Hvaða verðleikar réttlæta það að Halldór Ásgrímsson skuli eiga að taka við þessu valdamesta póli- tíska embætti í landinu. Halldórs Ásgrímssonar verður minnst fyrir það að vera sá stjórnmálamaður sem mesta ábyrgð ber á gjafa- kvótakerfinu sem hann kom á fyrir rúmum tveim áratugum. Halldór ber því ábyrgð á þeim uppskiptum sem orðið hafa í íslensku þjóðfélagi vegna gjafakvótakerfisins. Hann ber líka ábyrgð á því að lífsbjörgin hefur verið tekin frá fólkinu víða á landsbyggðinni og hópur fólks nýt- ur afrakstursins af sölu þjóðar- eignarinnar sem Halldór gaf þeim og sinnir nú kaupmangi og prangi á hlutabréfamörkuðum í stað þess að draga björg í bú úr viðjum hafsins og sinna uppbyggingarstarfi í heimabyggð. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, á undan Halldóri hefur lýst því í ævi- sögu sinni að Halldór hafi komið á fiskveiðistjórnarkerfi eftir hug- myndum hagsmunasamtaka út- gerðarmanna LÍÚ. Æ skal gjöf til gjalda. Það er því ekki furða að Framsóknarflokkurinn skuli hafa getað rekið dýrustu og vönduðustu kosningabaráttuna í síðustu kosn- ingum þar sem að verðandi forsæt- isráðherra varð allt í einu skæl- brosandi með skærblá augu. Slík var sjónhverfingin að hún vann til sérstakra auglýsingaverðlauna. Sjónhverfingin hefur kostað ærinn skilding en Halldór er staðfastur í því eins og almættið að vilja ekki opinbera fjármál flokkanna. Þjóðin má ekki vita hverjir eru vinir Hall- dórs og kosta pólitískt gengi hans. Auk „heiðursins“ af gjafakvóta- kerfinu á Halldór líka heiðurinn af ofursendiráðavæðingu þjóðarinnar og hafa margfaldað útgjöld í sínum málaflokki. Þar hafa útgjöldin vax- ið aðhaldslaust. Ef þannig verður raunin þegar völd hans færast út er ekki von á góðu. Breytast áherslur? Spurningin er hvað ætlar Hall- dór Ásgrímsson að gera þegar hann verður forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn eru búnir að starfa lengi saman og eru í dag þreyttir hugmyndasnauðir valda- flokkar sem virðast hafa það eitt í huga að stjórna áfram svo lengi sem sætt er frá degi til dags. Stundum hafa þreyttir valdaflokk- ar reynt að hressa upp á ímynd sína með því að gera yngri og óþreyttari stjórnmálamann að for- manni en það á ekki við í þessu til- viki. Víða erlendis hvílir sú laga- skylda á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum að gefa upp eigna- og fjármálatengsl. Þar hafa menn breytt að hluta gömlu mál- tæki og sagt: Segðu mér hverjir styrkja þig og ég skal segja þér hvað þú kemur til með að gera. Halldór vill ekki segja hverjir styrkja hann. Saga hans í íslensk- um stjórnmálum er hins vegar það löng að ljóst er að hann mun stjór- na til hagsbóta þeim öflum í þjóð- félaginu sem náð hafa að hreiðra um sig í skjóli hans og almættisins en venjulegum Íslendingum til lít- illa hagsbóta. ■ Mæðra- styrksnefnd óskar eftir aðstoð Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, skrifar: Jólin nálgast og þó flestir gleðjistþá vekur þessi hátíð kvíða í brjóstum margra, einkum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélag- inu. Fólkinu sem á vart til hnífs og skeiðar en langar engu að síður að geta gert sér og sínum einhvern dagamun. Á þessum árstíma leita fleiri en nokkru sinni til Mæðra- styrksnefndar. Þangað koma eink- um mæður sem vantar nær allt til að geta haldið jól. Þær vantar mat og þær vantar föt fyrir börnin, að ekki sé minnst á jólagjafir. Þetta geta þær alls ekki gert nema sækja sér hjálp til samtaka eins og Mæðrastyrksnefndar. Í 75 ár hefur Mæðrastyrksnefnd lagt bágstöddum á Íslandi lið og næstum má segja að þörfin fyrir aðstoð sé jafnmikil nú og hún var í upphafi starfsins. Í það minnsta er hópurinn stór sem leitar reglulega til nefndarinnar og það gerir eng- inn að gamni sínu. Öll þessi ár hafa fjölmargir aðil- ar í þjóðfélaginu lagt Mæðrastyrks- nefnd lið svo hægt sé að aðstoða þá sem eru hjálparþurfi – án þeirra gæti Mæðrastyrksnefnd ekki komið til bjargar. Á næstunni mun ásóknin í aðstoð aukast, eins og gerist jafnan fyrir jólin, og þá þarf nefndin nú eins og endranær að geta aðstoðað þá sem til hennar leita um mjólkur- vörur, kjöt og fisk, brauð og niður- suðuvörur, hreinlætis- og snyrtivör- ur, bleiur, leikföng, fatnað og hvað annað sem fólk þarf á að halda til að geta átt í sig og á. Mæðrastyrks- nefnd er afar þakklát þeim fjöl- mörgu aðilum sem hafa lagt henni lið í áranna rás og vonar á hún megi reiða sig á liðsinni þeirra – og fleiri – nú sem hér eftir. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON ■ hrl. skrifar um verð- andi forsætisráðherra Verðandi for- sætisráðherra ■ Bréf til blaðsins Kappsfullur og skapmikill Skattalækkanir og launahækkanir Sléttubursti með gufu. Sléttar hárið á mjög stuttum tíma, auðvelt í notkun. Frábær nýjung frá Babyliss ÁRNI JOHNSEN „Árni er skemmtilegur, gríðarlega kappsfullur og vaskur til vinnu,“ segir Össur Skarphéðinsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.