Fréttablaðið - 19.11.2003, Side 16

Fréttablaðið - 19.11.2003, Side 16
■ Afmæli Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, 68 ára. Anna Geirsdóttir læknir er 52 ára. Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur, 38 ára. Finnborgi Pétursson myndlistar- maður, 44 ára. ■ Andlát Helga Sigfúsdóttir lést sunnudaginn 16. nóvember. Skafti Pétursson lést sunnudaginn 16. nóvember. Brynhildur Kristinsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri, lést sunnudaginn 16. nóvem- ber. Jórunn (Lóa) Melax, Æsufelli 4, Reykja- vík, lést þriðjudaginn 4. nóvember. Út- förin fór fram í kyrrþey. Reynir Vilhelmsson, Skarðshlíð 11c, Ak- ureyri, lést sunnudaginn 16. nóvember. Tryggvi Halldórsson, frá Bæjum, Snorrabraut 56, lést sunnudaginn 16. nóvember. Magnús Guðmundsson, bóndi í Túni, Borgarhreppi, lést miðvikudaginn 5. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey. Friðrik Pétursson, Forsölum 1, Kópa- vogi, lést mánudaginn 17. nóvember. ■ Jarðarfarir 15.00 Kolbrún Einarsdóttir, Kópavogs- braut 1b, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 16 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Nýjar plötur Brasilíska knattspyrnugoðiðPele skoraði þúsundasta mark sitt á ferlinum þennan dag árið 1969. Pele, sem heitir í raun Edson Arantes do Nascimento, er einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Hann hóf ungur að leika knattspyrnu og gekk til liðs við Santos í heimalandi sínu þegar hann var 16 ára. Hann leiddi liðið margoft til sigurs í brasilísku deildarkeppninni. Hann sló hvert markametið af fætur öðru og skoraði í allt 1281 mark á ferlin- um, þar af eitt mark að meðaltali í leik með brasilíska landsliðinu. Blómaskeið Pele var á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann vann heimsmeistaratitilinn í þrígang, árin 1958, 1962 og 1970. Hann gat þó ekki leikið úrslitaleikinn árið 1962 þar sem hann meiddist um mitt mót. Pele hætti að leika með lands- liðinu árið 1971 en hélt áfram að leika með Santos. Árið 1975 gerði hann sjö milljón dollara samning við New York Cosmos og lék þar um tveggja ára skeið áður en hann lagði skóna á hilluna. Árið 1995 var Pele gerður að íþróttamálaráðherra Brasilíu og starfar nú fyrir Alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA. ■ Ég er alveg ótrúlega lítil afmæl-ismanneskja. Mér finnst ekk- ert merkilegt að eiga afmæli,“ segir Hanna María Karlsdóttir leikkona, sem er 55 ára í dag. Afmælisbarnið er ekki búið að ákveða hvað það gerir í tilefni dagsins. Ætlar í vinnu og eldar kannski skárri mat en venjulega. „Það gæti jafnvel farið svo að ég fari með köku upp í leikhús,“ seg- ir það. Hanna María heldur yfirleitt ekki upp á afmælið sitt en gerir undantekningu á tíu ára fresti. Þá gerist hún voða grand, eins og hún orðar það, býður í stóra og flotta veislu. „Þegar ég varð fimmtug leigði ég sal og réð Rússibanana til að leika fyrir dansi,“ segir Hanna María. „Þá bannaði ég allar ræður og afmælisgjafir. Þeir sem áttu pening máttu hins vegar borga þúsund kall inn sem rann í að borga Rússibönunum. Þeir kost- uðu nefnilega hundrað þúsund kall.“ Móðir Hönnu Maríu sá um veislurnar þegar hún var barn. Hanna María segist eiga eitt afar eftirminnilegt afmæli frá þeim árum: „Það var stelpa sem kom í afmælið mitt og ég rak hana heim af því að hún kom ekki með pakka,“ segir leikkonan og minnir að hún hafi verið fimm ára þegar þessi atburður átti sér stað. „Mig minnir að foreldrar henn- ar hafi verið fátækir. Ég sé alveg rosalega eftir þessu því það er ljótt að gera svona. Ef hún les þetta bið ég hana fyrirgefningar. Hún man örugglega eftir þessu eins og ég,“ segir Hanna María Karlsdóttir afmælisbarn. ■ LARRY KING Spjallþáttakóngurinn Larry King er sjötugur í dag. 19. nóvember ■ Þetta gerðist 1703 Maðurinn með járngrímuna deyr í Bastillunni í París. Mikil leynd hvíldi yfir því hver maðurinn bak við grímuna væri og varð það uppsprettan að bókmenntaverk- um Francois Voltaire og Alex- andre Dumas. 1893 Fyrsta litablaðsíðan í dagblaði kom út í sunnudagsútgáfu New York World. 1942 Rússar hófu vetrargagnsókn gegn Þjóðverjum í seinni heims- styrjöldinni. 1969 Geimfararnir Charles Conrad og Alan Bean lentu á tunglinu á geimflauginni Apollo 12. 1977 Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, varð fyrsti Arabaleiðtoginn til að heimsækja Ísrael. 1985 Ronald Reagan og Mikhail Gorb- atsjev hittust í fyrsta sinn í borg- inni Genúa á Ítalíu. PELE Heitir réttu nafni Edson Arantes do Nasci- mento. Hann skoraði 1281 mark á ferli sínum. Þúsundasta mark Pele TÍMAMÓT Í FÓTBOLTA ■ Þennan dag skorar Pele þúsundasta mark sitt á ferlinum. 19. nóvember 1969 Biðst fyrirgefningar eftir 50 ár HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR Biður gamla vinkonu afsökunar á því að hafa rekið hana út úr afmæli sínu þegar hún var fimm ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Afmæli HANNA MARÍA KARLSDÓTTIR ■ Leikkonan er 55 ára í dag. Hún held- ur yfirleitt ekki upp á afmælið sitt. Rak stelpu út úr afmæli sínu fyrir fimmtíu árum þar sem hún kom ekki með gjöf. Út er komin ný plata frá Karla-kórnum Heimi. Sú heitir Áfram veginn og er safnplata vin- sælustu laga kórsins. Heimir var stofnaður í Skagafirði 1927 og hefur starfað samfellt í 75 ár og er diskurinn gefinn út vegna þeirra tímamóta. Þetta er sjöundi diskurinn sem kórinn sendir frá sér og hafa nokkur laganna verið gefin út áður. Einnig var gerð kvikmynd um kórinn í tilefni 75 ára afmælisins, sem heitir „Söng- ur í 75 ár“. Karlakórinn gefur sjálfur út, en plötunni er dreift af Sonet. Ómar Guðjónsson djassgítar-leikari sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, Varma land, á dögunum. Á plötunni er að finna 13 frumsamin lög. Bróðir hans, Óskar Guðjónsson, sér um tenór- saxófónleik, Þórður Högnason um kontrabassaleik en Helgi Svavar Helgason um trommuleik. Platan er gefin út af 1001 nótt. Hefur þú tjáningarfrelsi? Er faglegu sjálfstæði þínu ógnað? Bandalag háskólamanna og Læknafélag Íslands bjóða til málþings um tjáningar- frelsi og faglegt sjálfstæði háskólamanna klukkan 13:30 í dag á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: 13:30 Málþing sett Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands 13:45 Erindi Einar Páll Tamimi, lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík 14:15 Erindi Jón Ásgeir Sigurðsson, formaður starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins 14:30 Erindi Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 14:45 Erindi Sigurður Guðmundsson, landlæknir og varaformaður Félags forstöðumanna 15:00 Kaffihlé 15:30 Pallborðsumræður Þátttakendur: Bryndís Hlöðversdóttir, alþingismaður, Hafdís Ólafsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, Gísli Tryggvason, hdl. og framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri Pallborðsumræðum stjórnar Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur 16:45 Málþingi slitið - Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna Málþingið er öllum opið BHM og Læknafélag Íslands hvetja alla félagsmenn sína og aðra áhugasama að koma til málþings og taka virkan þátt í umræðunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.