Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003
■ Bækur
Á mánudag hóf Seðlabankinndreifingu á nýjum fimm þús-
und króna seðlum. Seðlarnir eru í
grundvallaratriðum eins og hinir
eldri en með nokkrum endurbótum
til að gera fölsun erfiðari.
Kristín Þorkelsdóttir og Steph-
en A. Fairbairn teiknuðu eldri
fimm þúsund króna seðilinn, líkt
og aðra seðla frá myntbreytingu.
Kristín vann einnig að endurnýjun
fimm þúsund króna seðilsins nú.
„Þetta er ákaflega krefjandi
starf. Það þarf að setja önnur for-
merki á peningahönnum en önn-
ur verk,“ segir Kristín, en auk
hönnunarinnar þarf listamaður-
inn að setja sig inn í mjög flókna
tækni svo hægt sé að prenta seð-
ilinn og gera fölsurum erfiðara
um vik.
„Við sköpum útlit seðlanna,
sem við nýtum til að vitna í for-
tíðina og sögu okkar. Serían er
þannig að hver seðill er með sitt
þema.
Fimm þúsund króna seðillinn
er til að mynda helgaður nytja-
list,“ segir Kristín.
Venjan hefur verið sú að gera
ekki seðla með núlifandi Íslend-
ingum. Aðspurð hvort Björk okk-
ar Guðmundsdóttir gæti samt
orðið næsta viðfangsefni sagði
Kristín: „Ég hef ekki enn verið
beðin um að gera næsta seðil. En
ég væri samt spennt fyrir því að
tíuþúsundkallinn yrði helgaður
tónlistinni.“ ■
Peningar
KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR
■ Hún er hönnuður peningaseðla á Ís-
landi og var að laga nýjan fimm þúsund
króna seðil.
Mest notuðu
listaverk á Íslandi
JODIE FOSTER
Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster,
sem sló fyrst í gegn sem ung stúlka í
Bugsy Malone árið 1976, á stórafmæli í
dag. Verður 40 ára gömul.
JÓLABLA-DI-D 2003
97.000 EINTÖK ME–D FRÉTTABLA–DINU
Út er kominbókin Draum-
urinn um Ísland -
Á ferð með Magn-
úsi Magnússyni
eftir Sally Magn-
usson. Þessi
óvenjulega bók er
í senn ferðasaga
og minningaþætt-
ir, þar sem Sally Magnusson lýsir
ferðalagi sínu og föður síns, Magn-
úsar Magnússonar sjónvarps-
manns, á slóðir forfeðra hans á
Norðurlandi. Hún bregður upp lif-
andi mynd af Magnúsi, sem fræða-
þul og sagnamanni, og geymir
margar spaugilegar lýsingar á eftir-
minnilegri Íslandsferð, þar sem fað-
ir reynir að skýra töfra Íslands fyr-
ir dóttur sem aldrei hefur haft fasta
búsetu hér á landi. Sally Magnusson
er þekkt fjölmiðlakona í Bretlandi
og hefur sent frá sér nokkrar bæk-
ur. Árni Sigurjónsson íslenskaði.
Mál og menning gefur bókina út. ■
KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR OG
FIMMÞÚSUNDKALLINN
Sjö mismunandi fjárhæðir seðla eru í
gangi nú, samkvæmt Seðlabanka Íslands,
og hafa Kristín og Stephen teiknað þá alla.
Hundrað krónu seðlar eða lægri hafa ekki
verið prentaðir um nokkurt skeið og því
nánast komnir úr umferð.
??? Hver?
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður
Útvarpsráðs og framkvæmdastjóri Urðar Verð-
andi Skuldar.
??? Hvar?
Ég er staddur á skrifstofu minni á Snorrabraut.
??? Hvaðan?
Ég er Reykvíkingur en bý í Garðabæ og á upp-
runa minn í báðar ættir norður í Húnavatns-
sýslu.
??? Hvað?
Málið snýst um það að fréttatengdu efni í Út-
varpi og Sjónvarpi sé fréttastýrt eins og öllum
öðrum fréttum.
??? Hvernig?
Tillaga okkar gengur nákvæmlega út á að ein-
hver beri ábyrgð á öllu fréttatengdu efni sem
sent er út í Sjónvarpi og Útvarpi. Ef tillagan
verður samþykkt á næsta fundi Útvarpsráðs
gerum við ráð fyrir að útvarpsstjóri og frétt-
astjóri leggi tillögu fyrir Útvarpsráð um hvernig
þessu verði framfylgt.
??? Hvers vegna?
Þannig er það í öllum öðrum fjölmiðlum,
sennilega í veröldinni, nema á Ríkisútvarpi-
Sjónvarpi. Ég býst við að þannig sé það á
Fréttablaðinu og svo sé meðal annars um
þetta samtal okkar.
??? Hvenær?
Sem allra fyrst.
■ Persónan
GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON
Hann hefur lagt fram tillögu í Útvarpsráði
um að öllu fréttatengdu efni verði frétta-
stýrt eins og á öðrum fjölmiðlum.