Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 25
FÓTBOLTI „Fyrri leikurinn var
mjög erfiður,“ sagði Iker
Casillas, markvörður Spánverja.
„En ég hef trú á liðinu okkar og
viss um að Spánverjar keppa í
lokakeppninni í Portúgal. Norð-
menn eru með gott lið og við gáf-
um þeim of mörg færi í fyrri
leiknum. Það má ekki gegn jafn
góðum leikmönnum því verður
okkur refsað eins og kom á dag-
inn. Við höfum miklar áhyggjur
af styrkleika þeirra í loftinu og
verðum að vera á varðbergi á
miðvikudag.“
Casillas er viss um sigur Spán-
verja. „Spánverjar eiga góða
leikmenn eins og Raúl sem geta
unnið leiki upp á eigin spýtur. En
við erum lið og verðum að leika
eins og lið til þess að ná réttum
úrslitum.“ Casillas hefur ekki að-
eins trú á að Spánverjar komist í
úrslit. „Ef ég ætti að veðja myndi
ég veðja á að Spánverjar sigri í
úrslitaleiknum.“
Norðmenn höfðu vonast eftir
hjálp frá veðurguðunum.
„Stjörnusafn Spánverja lenti á
Gardermoen í gær og þegar þeir
vöknuðu í morgun var kuldi og
snjókoma en það er það sem þeir
vilja síst í leiknum í Ósló,“ sagði í
dagblaðinu Verdens Gang. Það er
hins vegar útlit fyrir að hitinn
verði átta til níu gráður í kvöld
og er það frekar milt í Ósló á
þessum árstíma.
Spánverjinn Carlos Marchena
og Norðmaðurinn Henning Berg
taka út leikbann í kvöld en Ronny
Johnsen er tæpur vegna meiðsla.
Nils Johan Semb hefur kallað á
Magne Hoset, leikmann Molde,
og Vidar Riseth, frá Rosenborg,
inn í hópinn. Starf Semb er í húfi
í kvöld en hann hefur sagt að
hann sé hættur með landsliðið
komist Norðmenn ekki áfram. ■
25MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003
Evrópumeistarakeppnin 2004:
Spánverjar sigra
í úrslitaleiknum
FÓTBOLTI Lettar keppa að því í kvöld
að tryggja sér sæti í lokakeppni á
stórmóti í fyrsta sinn. Þeir leika
við Tyrki í Istanbúl í kvöld og hafa
eins marks forystu eftir fyrri leik-
inn á laugardag. Maris Verpa-
kovskis, sem skoraði mark Letta í
fyrri leiknum, leikur ekki í kvöld.
Hann tekur út leikbann eins og
Tyrkirnir Rustu Recber, Fatih
Akyel og Emre Asik sem taka út
leikbann í kvöld. Emre var rekinn
af velli en hinir fengu annað gula
spjald sitt í keppninni.
Senol Gunes, þjálfari Tyrkja, er
sigurviss. „Við höfum ekki tapað
neinu. Við höfum sýnt að við get-
um unnið þetta lið og við höfum
engu að tapa. Ef við leikum af eðli-
legri getu komumst við í loka-
keppnina.“
Slóvenía og Króatía leika í Lju-
bljana í kvöld. Þjóðirnar gerðu 1-1
jafntefli í Zagreb á laugardag og
nægir Slóvenum því markalaust
jafntefli til að komast í lokakeppni
þriðja stórmótið í röð. Otto Baric,
landsliðsþjálfari Króata, er hins
vegar sigurviss. „Við getum skor-
að tvisvar í Ljubljana og tryggt
okkur sæti í lokakeppninni,“ sagði
Baric. „Þrátt fyrir ósannfærandi
frammistöðu í leiknum í Zagreb
hefðum við átt að vinna 2-1.“ ■
TYRKLAND - LETTLAND
Lettarnir Adrejs Rubins og Valentins Slobanovsof og Tyrkinn Okan Buruk berjast um bolt-
ann í fyrri leik þjóðanna á laugardag.
Evrópumeistarakeppnin 2004:
Lettar í sögu-
bækurnar?
NOREGUR - SPÁNN
Norðmenn treysta á veðurguðina. Það
snjóaði í Ósló í gær en útlit er fyrir að
hitinn verði átta til níu gráður í kvöld.