Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Tíbrá: Ljóðatónleikar í Saln- um. Systurnar Signý Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir flytja þýskar, franskar og finnskar söngperlur. Á efnis- skrá eru sönglög eftir tónskáld róman- tíska tímabilsins, Franz Liszt, Maurice Ravel, Pauline Viardot og finnsku tón- skáldin Oskar Merikanto og Yrjö Kilpinen, ásamt austurríska tónskáldinu Hugo Wolf.  20.00 Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth verða með tónleika í Akureyrarkirkju í tilefni af útkomu jólaplötunnar Ljósin heima ásamt Diddú, strengjakvartett og Hljómeykikórnum.  22.00 Sérvitri roots-rokkarinn James Apollo spilar á Grand rokk. James Apollo heimsækir Ísland í fyrsta skipti núna í vikunni. Mike Pollock mun spila á undan Apollo, en hann var einn- ig að gefa út plötuna World Citizen og er nýlentur úr tónleika- og útgáfuför um miðríki Bandaríkjanna. Miðaverð er 500 krónur.  22.00 Heiða og heiðingjarnir verða með tónleika á 22 í tónleikaröð- inni Ofanjarðar. Hljómsveitirnar Ríkið og Æla hita upp. Heiða og heiðingjarnir eru að kynna nýja plötu sem ber nafnið Tíu fingur upp til Guðs. Aðgangur er ókeypis.  22.00 Útgáfutónleikar Margrétar Eirar verða á Litla sviðinu í Borgarleik- húsinu. Auk hljómsveitar Margrétar Eirar á strengjakvartett þátt í að skapa eftirminnilega stemningu.  Í tilefni af 20 ára afmæli Gauksins er boðið til brjálaðs balls með Gauksgoð- sögninni Loðinni rottu á Gauki á Stöng. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Uppistandarinn 2003 á NASA. Vegna fjölda áskorana og allra þeirra sem frá þurftu að hverfa á uppi- standarakvöldunum. Þeir sem koma fram eru uppistandarar úrslitakvöldsins: Steinn Ármann, Sveinn Waage, Guð- mundur Atla, Böðvar Bergs og Haukur Sig ásamt Töframanninum Bjarna. At- hugið, aðeins þetta eina kvöld. Miða- verð aðeins 1.000 kr.  21.00 Uppistandskvöld á Kringlu- kránni. Leikarinn og skemmtikrafturinn Davíð Þór Jónsson lætur gamminn geisa. Með honum koma fram Fíllinn, fyndnasti maður Íslands 2002 og fyndn- asti maður Norðurlands. 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGURhvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 NÓVEMBER Miðvikudagur Söngkonan Margrét Eir hefurfyrir löngu sungið sig inn í hugi og hjörtu þjóðarinnar. Hún hefur nýverið sent frá sér plötuna And- artak og af því tilefni verður hún með tónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld: „Ég vil að fólk finni fyrir því að þetta er lifandi tónlistar- flutningur,“ segir Margrét Eir. „Með mér í för verður hljómsveit skipuð frábærum listamönnum og snilldar strengjasveit undir stjórn Rolands Hartwigs. Við flytjum öll lögin á nýju plötunni og jafnvel fleiri til.“ Fyrri plata Margrétar Eirar, Meir, innihélt lágstemmdan tónlist- arflutning á gömlum og góðum lög- um í nýjum búningi: „Núna fékk ég Þorvald Bjarna, Magnús Þór, Kalla Olgeirs og fleiri góða lagahöfunda til liðs við mig þannig að stærsti hluti plötunnar inniheldur ný lög. Þessi plata reynir mun meira á mig sem söngkonu því öll lögin liggja mjög hátt. Ég er með þokkalega breitt raddsvið en er búin að vera stanslaust heima með nótnastatífið fyrir framan mig og æfa svo ekk- ert klikki,“ segir Margrét Eir. En hver er martröð söngkon- unnar? „Auðvitað er maður alltaf hræddur við að allt fari úrskeiðis á síðasta sprettinum og að kvef eða aðrir kvillar segi til sín. En ég hef engar áhyggjur því nú reyni ég að líta svo á að dagurinn í dag er bara eins og hann er,“ segir Margrét, sem hlakkar til tónleikanna í kvöld. „Það eru forréttindi að vinna með svona frábæru fólki. Við erum vel undirbúin og ég get lofað því að fólk gengur út með skemmtilega minningu.“ thora@frettabladid.is ■ TÓNLEIKAR Lifandi Andartak RICHARD SCOBIE Er þegar ég er einn uppi á tindi,“segir söngvarinn Richard Scobie en hann syngur ásamt Loð- inni rottu á Gauknum í kvöld. „Það er mjög frískandi. Maður hefur það þá á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum og get- ur hreinsað allt út úr huganum og sálinni.“ Stundinmín Úrval höfuðljósa frá Lát ljós þitt skína MARGRÉT EIR Verður með lif- andi útgáfutón- leika í Borgarleik- húsinu í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.