Fréttablaðið - 19.11.2003, Qupperneq 29
Búið er að fresta tökum á myndástralska leikstjórans Baz
Luhrman um Alexander mikla.
Ástæðan er sú að ekki náðist að
fá japanska fjárfesta til þess að
taka þátt. Þetta eru mikil von-
brigði fyrir Leonardo
DiCaprio, sem hefur
tekið að sér að leika
aðalhlutverkið í
myndinni. Talið er að
ef tökum verði frestað
muni Leonardo taka
að sér að leika í mynd-
inni The Good Shepherd á móti
Robert De Niro. Þessi seinkun
kemur sér sérstaklega illa í ljósi
þess að tökum á mynd Olivers
Stones um Alexander er lokið.
Kvikmyndaleikarinn JackNicholson gerðist kræfur í 50
ára afmælisblaði Playboy og
skrifaði grein um ofsahræðslu
við HIV og alnæmi á
níunda áratuginum.
Hann líkti hræðslunni
við óttann við atóm-
sprengjuna og sagði
að þetta hefði haft
mikil áhrif á skemmt-
analífið. Sjálfur segist hann þó
ekki hafa látið þetta stöðva sig í
því að njóta kynlífs. Hann segir
að flestir þeir sem hafi kynnt sér
málið almennilega hafi vitað að
það væri frekar ólíklegt að fá
vírusinn nema að maður væri
sprautufíkill eða stundaði enda-
þarmsmök. Hann segir að í raun-
inni hafi það verið jafn líklegt að
fá vírusinn eins og að detta á höf-
uðið á gangi á gangstétt.
Verkakonan og dansarinn semmyndin Flashdance fjallaði
óbeint um á sínum tíma hefur
kært Jennifer Lopez. Þetta gerir
hún vegna þess að þar sem það
var þekkt staðreynd að myndin
væri byggð að hluta til á hennar
lífi hljóti myndbandið við lagið
I’m Glad að vera
það líka þar sem
það er nákvæm
eftirlíking á at-
riðum í mynd-
inni. Henni
finnst því
ekki sann-
gjarnt að sjá
atburði úr sínu
lífi stöðugt á
skjánum vit-
andi að hún
er ekkert að
hagnast á því.
Skurðlæknar í Malasíu urðufurðu lostnir á dögunum er
þeir fundu matprjón í andliti sjúk-
lings.
Sjúklingurinn hafði komið á
sjúkrahúsið vegna sýkingar í
auga. Við skurðaðgerð tóku lækn-
ar eftir því að hluti úr matprjóni
var fastur á milli augna hans. Að
sögn Dr. Gurdeep Singh Man var
maðurinn, Ng Keng Chool, afar
heppinn að vera lifandi því prjón-
inn hafði nuddast lengi við heila
hans. „Ef prjónnin hefði farið
hálfum sentimetra dýpra hefði
hann getað dáið.“
Ástæða þess að prjónninn var
fastur á milli augna Chool er sú að
hann hafði orðið fyrir árás fimm
árum áður. Einhver árásarmann-
anna hafði þá stungið hann með
matprjóni eftir að hafa hulið and-
lit hans með strigapoka. Chool sá
þó ekki ástæðu til að fara til lækn-
is fyrr en hann var hættur að geta
hreyft hægra augað. „Ég hafði
ekki hugmynd um að það væri
matprjónn í auga mínu,“ sagði
Chool eftir aðgerðina.
Læknarnir eru ákaflega undr-
andi á þessu máli. „Við höfum
skoðað fjölmörg læknatímarit og
teljum að þetta gæti verið í fyrsta
sinn sem matprjónn finnst í and-
liti sjúklings.“ ■
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003 29
Skrýtnafréttin
■ Matprjónn fannst í andliti þrítugs
Malasíubúa, læknum til mikillar furðu.
MATPRJÓNAR
Geta verið stórhættulegt vopn.
Með matprjón
í auganu
FÓLK Vandræðabarn Hilton-fjöl-
skyldunnar, hin 22 ára fyrirsæta
Paris Hilton, heldur nú áfram að
valda fjölskyldu sinni vonbrigð-
um. Nú hefur nefnilega önnur
kynlífsupptaka lekið á Netið.
Sú fyrri lak á Netið fyrir síð-
ustu helgi og þar sást stelpan
njóta sín með kvikmyndafram-
leiðandanum Rick Solomon. Mað-
urinn, sem er giftur Shannen
Doherty í dag, kærði Paris, fjöl-
skyldu hennar og fjölmiðla-
fulltrúa Hilton-hótelkeðjunnar á
mánudag. Hann segir þau hafa
reynt allt til að láta hann líta
mjög illa út í fjölmiðlum með því
að segja að Paris hafi verið nær
meðvitundarlaus þegar mynd-
bandsupptakan var gerð. Þau
reyndu einnig að halda því fram
að Paris hefði hugsanlega verið
undir lögaldri þegar upptakan
var gerð. Solomon hefur sannað
að Paris var 21 árs og þeir sem
hafa séð upptökuna vita að stúlk-
an er ansi fjörug á henni og full
af lífi.
Það eykur svo ekki trúverðug-
leika Paris að framleiðendur
sjónvarpsþáttarins Celebrity
Justice segjast hafa komist yfir
aðra kynlífsupptöku af fyrirsæt-
unni. Þar sprangar Paris um nak-
in ásamt Playboy-fyrirsætunni
Nicole Lenz. Þær leika sér einnig
með kynlífstæki.
Upptakan var gerð að lokinni
22 ára afmælisveislu Paris í Las
Vegas í febrúar. Maðurinn á bak
við myndavélina er leikarinn
Simon Rex, sem leikur m.a. í
Scary Movie 3.
Hin unga Paris hefur nú leitað
til fjölmiðla þar sem hún vill
biðja fjölskyldu sína afsökunar
opinberlega fyrir að draga fjöl-
skyldunafnið í svaðið með kyn-
lífsupptökunum. Hún hefur sam-
þykkt að koma fram í viðtali þar
sem hún ætlar að tala opinskátt
um kynlífsupptökur sínar. ■
Velgengni Kylie Minogue náðihámarki skömmu eftir útgáfu
síðustu plötu, Fever, sem var líka
frábær poppplata. Ekki var hægt að
kveikja á imbanum, tölvu, útvarpi
eða fletta blaði án þess að verða
hennar var á einhvern hátt. Hvort
sem verið var að leika tónlist henn-
ar eða dást að vel löguðum aftur-
endanum.
Nú fær straumlínulagaða popp-
prinsessan svo það erfiða hlutverk
að reyna að viðhalda vinsældunum.
Ekki minnkaði þjóðarstolt okkar
þegar hún leitaði í lagabanka Em-
ilíönu Torrini til þess að takast á við
það. Lagið Slow er skotheldur,
svellsleipur slagari með útsetningu
sem minnir
mikið á
Gusgus. Frá-
bært lag, en
því miður fyrir nýju breiðskífuna
Body Language er það langbesta
lag plötunnar.
Eitt og eitt lag er fínt, nefni
Chocolate og Promises sem dæmi,
en yfir allt er útsetningar gamal-
dags og flatar. Ég spái því að platan
eldist illa. Svo fór það í taugarnar á
mér hversu mörg lögin minntu mig
á Madonnu frá Erotica-tímabilinu,
meira að segja söngurinn á köflum!
Ég dáist að Kylie, bæði sem
manneskju og tónlistarmanni, en
því miður hittir hún ekki í mark í
þetta skiptið. Hefði betur slappað
af, beðið og gert betri plötu.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
KYLIE MINOGUE
Body Language
Kylie klikkar
Fréttiraf fólki
PARIS HILTON
Vandræðabarn hótelfjölskyldunnar Hilton er 22 ára fyrirsæta að nafni Paris Hilton. Hún er
ekki ómyndarleg, auk þess sem hún hefur starfað stuttlega á MTV, og því hafa kynlífsupp-
tökurnar af henni verið vinsælar á Netinu.
Vandræðabarn
Hilton-fjölskyldunnar