Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Þau eru fimmtán. Öll dugleg og öllstaðráðin í að gefa sínu samfélagi allt sem þau geta. Þau mynda kirkju- kór staðarins. Syngja jafnt í sorg sem gleði. Standa hlið við hlið; ríkasti maðurinn, ekki bara í kórnum, heldur í sveitinni allri, og sá blankasti. Ámóta góðir söngmenn og gefa ámóta mikið af sér til kirkjugesta. Í kórnum er þeir jafnir. Þeir eru félag- ar og vinir. Sama gildir um alla hina kórfélagana. Það er ekki bara sam- eiginlegur áhugi á kór sem bindur þau tryggðaböndum. ÞAU VITA að í fámenni skiptir hver og einn svo miklu máli. Það er ekki nóg að stunda vinnuna og vera svo heima. Það þarf meira til að samfé- lagið blómstri. Það þarf bæði að syngja í gleði og sorg. Gleðin er ein- faldari. Það er svo auðvelt að vera glaður þegar aðrir eru það líka. Hver góð viðbót er þá svo nærtæk og svo vel þegin. Sama hvort það er á ein- faldri skólaskemmtun þegar allir gleðjast, eða á fermingardaginn þeg- ar flestir, ef ekki allir, íbúarnir fara á milli heimila fermingarbarnanna. Þá gleðjast allir saman og kirkjukórinn gerir sitt, með glöðu geði. SVO ERU hinir dagarnir. Þegar sorgin kemur. Þá eru allir með. Öll byggðin syrgir. Náttúran líka. Fjöllin verða önnur, jafnvel dekkri, bárurnar grimmari, kuldinn verður kaldari. Missir eins verður missir allra. Sorg- in lætur engan í friði. Samfélagið er samfélag þeirra sem í því búa og lifa. Hver og einn hefur hlutverk, stund- um nokkur og flestir langtum fleiri og stærri en við sem búum í þéttbýl- inu. KIRKJUKÓRINN stendur sína vakt. Syngur í sorg og gleði. Það gera líka þeir sem eru í sveitastjórninni, annast íþróttastarfið, trjáræktina, velferðina, leika jólasveinana, semja skemmtiatriðin fyrir þorrablótið, fara með gamanmál, annast fjallskil- in, eru í björgunarsveitinni. Allir með hlutverk og samfélagið gengur. Fæst- ir fá borgað fyrir í peningum. Ætlast heldur ekki til þess. Þeirra umbun er gott og vinalegt samfélag. Það hefur tekist vel hingað til og þess vegna má enginn skorast undan. Og gerir það ekki. Það er þess vegna sem fjöllin eru oftast björt og glæst, bárurnar fagrar, kuldinn ekki svo kaldur. Fallegt mannlíf. Kirkjukórinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.