Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 14
14 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR „Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Steingrímur J. Sigfússon Formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs lýsir því viðskiptaumhverfi sem stjórnvöld hafa skapað. Ég tel að stjórnvöld séu ekkiað ganga bak orða sinna gagnvart öryrkjum, heldur stan- da við það samkomulag sem ég og Garðar Sverrissson handsöl- uðum með sameiginlegri yfirlýs- ingu í vor. Það hefur komið í ljós að fullnusta þess er dýrari en lá fyrir þá og ég er að leita leiða og láta fara yfir málið til þess að hægt verði að fullnusta sam- komulagið. Ég tel að það sé ekki um svik að ræða í þessu sam- bandi.“ ■ Stjórnvöld hafa ekki staðið viðþau loforð sem gefin voru ör- yrkjum í aðdraganda alþingis- kosninganna í vor. Heilbrigðisráð- herra hefur sagt að samningurinn um hækkun bóta reynist vera dýr- ari en hann hafi heimild til. Það hefur gerst oft áður að samningar reynist dýrari en menn búast við. Menn hafa samt uppfyllt kjara- samninga og það sama á auðvitað að gilda um samninga við öryrkja eins og samninga við launafólkið í landinu. Það á að standa við og uppfylla samningana þó að þeir reynist dýrari en ætlað var.“ ■ Kaupréttarmálið var stórfellt hneyksli Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist vera stoltur af fjárlagafrumvarpinu sem sé skynsamlegt og þjóðinni til heilla þrátt fyrir aðhald. Hann segir að viðbrögð stjórnvalda vegna kaupréttar- samninga Kaupþings Búnaðarbanka hafi verið fullkomlega eðlileg. STJÓRNMÁL Geir, nú er annarri um- ræðu um fjárlagafrumvarpið ný- lokið og það farið til frekari með- ferðar hjá fjárlaganefnd. Hvernig finnst þér vinnan við frumvarpið hafa gengið og hvað viltu segja um þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar að framkvæmdavaldið hafi komið í veg fyrir eðlilega upplýsingaöfl- un fjárlaganefndar? „Vinnan við fjárlagafrumvarp- ið hefur gengið eins og til stóð, bæði hvað varðar starfið á Al- þingi og efni frumvarpsins. Okk- ar markmið um að skila ríflega sex milljarða króna afgangi mun standa. Þetta er fyrst og fremst aðhalds- frumvarp, að því leyti að við stefnum að því að skila myndar- legum afgangi, og það er hugs- að sem innlegg í lengri tíma áætlun sem mið- ar að því að koma þjóðarbú- inu áfallalaust í gegnum þá upp- sveiflu sem fram undan er í efnahagslífinu. Varðandi gagn- rýnina bendi ég á að þingnefndir geta kallað eftir þeim upplýsing- um sem þær telja sig þurfa frá opinberum stofnunum. Það hefur enginn látið sér detta í hug að fjárlaganefnd geti ekki kallað fyrir stofnanir eða forstöðumenn. Það er hins vegar eðlilegt að rík- isstjórnin og ráðuneytin sjálf hafi umsjón með fjárlagaferlinu fyrir hönd sinna stofnana, meðal ann- ars til að koma í veg fyrir mis- munun í meðhöndlun á einstökum stofnunum í ferlinu,“ segir fjár- málaráðherra. Óendanlegar kröfur krefjast skynsamlegra marka Geir segir að samhliða fjár- lagafrumvarpinu hafi ríkis- stjórnin lagt fram sérstaka lang- tímaáætlun þar sem áform henn- ar til ársins 2007 séu útskýrð og mörg mál fái úrlausn. Stjórnar- andstaðan hefur gagnrýnt stjórn- arflokkana fyrir fjárlagafrum- varpið og sagt að með því sé með- al annars verið að auka álögur á fólkið í landinu, auk þess sem ekki sé vilji til að veita nægilegt fé til lausnar fjárhagsvanda stofnana á borð við Landspítala- háskólasjúkrahús eða framhalds- skólana. „Kröfurnar eru óendanlegar, þær eru heldur ekki árstíða- bundnar þar sem þær eru gerðar allt árið. Auðvitað er alltaf hægt að setja meiri fjármuni í tiltekin mál en við verðum að setja okkur skynsamleg mörk, án þess þó að rýra grundvöll þess velferðar- þjóðfélags sem við erum öll sam- mála um að hafa hér á Íslandi,“ segir Geir. Er ríkisstjórnin að standa við loforð sín um skattalækkanir með því að leggja fram þetta fjárlaga- frumvarp, eða eru álögur að aukast eins og sumir hafa haldið fram? „Við erum að hækka bensín- gjald og þungaskattinn, við höfum aldrei lofað því að bensíngjaldið myndi lækka eins og hefur gerst á undanförnum árum í hlutfalli við verðlagsþróun. En við höfum lof- að öðrum skattalækkunum. Það liggur fyrir í frumvarpinu og í langtímaáætluninni hvaða fjár- muni er þar um að ræða og það mun koma til framkvæmda á kjörtímabilinu eins og við sögðum í kosningabaráttunni. Nánari út- færsla á því verður að bíða þang- að til niðurstaða liggur fyrir varð- andi kjarasamninga.“ Forsætisráðherra brást við af miklum myndarskap Fjármálaráðherra segist stoltur af fjárlagafrumvarpinu, sem er það sjötta sem hann leggur fram og ber ábyrgð á. Umræðan um kaupréttar- samninga stjórnarformanns og for- stjóra Kaupþings Búnaðarbanka hefur ekki farið framhjá fjármála- ráðherra frekar en öðrum í ríkis- stjórninni eða á Alþingi. Geir telur að stjórnvöld hafi brugðist eðlilega og rétt við í því máli. „Já, ég tel að forsætisráðherra hafi brugðist við því máli af mikl- um myndarskap og því hneyksli sem var þarna í uppsiglingu var afstýrt. Nú eru viðskiptaráðherra og ríkisstjórnin með það til athug- unar hvernig og hvort þörf sé á að breyta hlutafélagalögum í fram- haldi af þessu máli. Eins og fram hefur komið á Alþingi munum við fylgja því eftir. Það er gríðarlega mikilvægt að menn misnoti ekki það frelsi sem hefur verið búið til í landinu og komi óorði á það sem hefur verið gert í tengslum við frjálsari viðskipti og einkavæð- ingu,“ segir fjármálaráðherra. Var kaupréttarmál Kaupþings Búnaðarbanka að þínu mati dæmi um að menn misnotuðu þetta frelsi? „Ég tel að þarna hafi verið stórfellt hneyksli í uppsiglingu, hvernig sem á það er litið. Allt í kringum þetta mál lítur mjög óeðlilega út, sýnist mér. Viðbrögð- in við því voru hins vegar hárrétt, enda gengu þessir samningar til- baka,“ segir Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. bryndis@frettabladid.is Verður að uppfylla samning „Það er eðlilegt að ríkisstjórnin og ráðuneytin sjálf hafi um- sjón með fjár- lagaferlinu fyrir hönd sinna stofn- ana, meðal annars til að koma í veg fyrir mismun- un í með- höndlun á einstökum stofnunum í ferlinu. FÉ TIL VEGAGERÐAR Lög um fjár- öflun til vegagerðar, um vöru- gjald af ökutækjum og eldsneyti. Um er að ræða 8% hækkun á gjaldskrá þungaskatts og sam- svarandi hækkun á almennu og sérstöku vörugjaldi af eldsneyti. TEXTUN SJÓNVARPSEFNIS Frum- varp til laga um textun sjón- varps, auglýsinga og kvikmynda. Lögin miða að því að tryggja heyrnarskertum og heyrnarlaus- um aðgang að upplýsingum og af- þreyingar- og fræðsluefni til jafns við þá sem hafa fulla heyrn. VIÐURKENNING TÁKNMÁLS Frumvarp til laga um að íslenska táknmálið verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. FRAMTÍÐ VALRÉTTARSAMNINGA Fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Ásgeiri Friðgeirssyni til viðskipta- ráðherra um kaupréttar- samninga. Meðal annars spurt hvort ráðherra hygg- ist beita sér fyrir laga- breytingu til að koma í veg fyrir að gerðir séu kaupréttar- samningar til nokkurra ára við stjórnarformenn eða aðra stjórn- armenn fyrirtækja sem kosnir eru á hluthafafundi til eins árs í senn. SKATTAR KÁRAHNJÚKAVIRKJUN- AR Fyrirspurn til fjármálaráð- herra frá Steingrími J. Sigfús- syni og Jóni Bjarnasyni um skatt- greiðslur í tengslum við bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar. Meðal annars er spurt um skattlagningu launa erlendra starfsmanna við virkjunina. ATVINNUMÁL KVENNA Fyrir- spurn frá Drífu Hjartardóttur til félagsmálaráðherra um styrki til atvinnumála kvenna. Spurt um markmið styrkja til atvinnumála kvenna sem ráðherra veitir ár- lega. STYRKIR ÚR HÚSAFRIÐUNAR- SJÓÐI Fyrirspurn frá Drífu Hjartardóttur til menntamálaráð- herra um úthlutun úr húsafriðunar- sjóði, meðal ann- ars um það hve margir styrkir hafi verið veittir árlega úr húsa- friðunarsjóði frá árinu 1999 og hver sé fjárhæð þeirra. AFDRIF HÆLISLEITENDA Þing- menn Samfylkingarinnar óska eftir því að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um afdrif útlendinga sem sótt hafa um hæli á Íslandi síðastliðin átta ár. Engin svik við öryrkja JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra. HELGI HJÖRVAR Þingmaður Samfylkingarinnar. Andstæð sjónarmið: Hafa stjórnvöld staðið við samninga sína gagnvart öryrkjum um hækkun bóta? ■ Nýsamþykkt lög ■ Ný þingskjöl ■ Fyrirspurnir GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherra segir allt í kringum kaupréttarmálið líta mjög óeðlilega út og telur við- brögð stjórnvalda við því hafa verið hárrétt. ■ Beiðni um skýrslu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ummæli á Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.