Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 54 Sjónvarp 60 LAUGARDAGUR JÓLABAROKK Barokkhópurinn held- ur tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan 18 í dag. Spilað verður á upprunaleg barokkhljóðfæri og Arngeir Heiðar Hauks- son verður sérstakur gestur. Barokkið hljómar en einnig sumt sem minnir á spænska flamengótónlist og 18. aldar skemmtitónlist. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA SNJÓKOMA EÐA ÉL Þó síst í höfuðborginni. Það er hálf napurt enda hreyfir lítið vind. Hlýnar seint á mánudags- kvöld. Sjá síðu 6 29. nóvember 2003 – 297. tölublað – 3. árgangur jol.is ● glöggið úti Engill í miðbænum jólin koma Brynhildur Björnsdóttir: ▲ SÍÐUR 44-45 ENGIN TENGSL Utanríkisráðherra hefur ekki upplýsing- ar um frekari upp- sagnir hjá varnarlið- inu en segir að upp- sagnir sem þegar hafa verið kynntar séu ekki í neinu sam- hengi við viðræður vegna varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands. Sjá síðu 6 SAMRÁÐ EFTIR LANDSSVÆÐUM Seinni frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna, sem kynnt verð- ur félögunum í næstu viku, fjallar meðal annars um samráð á einstökum landsvæð- um og Olíudreifingu. Sjá síðu 2 ÖLLUM SAGT UPP Starfsmönnum rækjuverksmiðju Póla var sagt upp í gær. 21 starfsmaður fékk uppsagnarbréf en for- ysta verkalýðsfélagsins telur að lög um hópuppsagnir hafi verið brotin. Sjá síðu 4 BANDARÍKJAMENN MEÐ Bandaríkin standa að nýjum vopnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að ríkisstjórnir beri ábyrgð á því að fjarlægja eða eyða öllum hergögnum á yfirráðasvæði sínu að stríði loknu. Þetta er fyrsti afvopn- unarsamningurinn sem stjórn Bush sam- þykktir. Sjá síðu 2 Rás 2 tvítug: Glímt við Jón Arason Ólafur Gunnarsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri bók sinni um Jón biskup Arason. SÍÐA 30 ▲ Bækur: Var alveg sama DECODE Davíð Þór Björgvinsson, pró- fessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, telur að breyta þurfi lög- um um gagnagrunn til þess að hægt sé að hefja vinnu við samsetningu hans ef halda eigi áfram í samræmi við þær hugmyndir sem liggja til grundvallar lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Breyta þarf lögunum þannig að þau kveði nánar á um meðferð og úrvinnslu gagnanna, en í dómi Hæstaréttar á fimmtudag var kom- ist að þeirri niðurstöðu að markmið laganna um persónuvernd væru ekki nægilega vel tryggð í lögunum. Davíð Þór telur að dómur Hæsta- réttar vegi ekki að hugmyndinni um gerð miðlægs gagnagrunns á heil- brigðissviði. „Ég tel að í honum sé Hæstiréttur búinn að gefa grænt ljós á að ef það eru gerðar nauðsyn- legar breytingar á lögunum í sam- ræmi við þær athugasemdir sem gerðar eru þá sé hægt að halda áfram með verkefnið á þeirri for- sendu sem lagt var upp með; það er að það sé hægt að safna upplýsing- um án upplýsts samþykkis hvers og eins,“ segir Davíð Þór. ■ spilar á laugardagskvöldum Gunnar Þórðarson: ▲ SÍÐA 62 Alltaf gaman 39 ára í dag Didda: ▲ SÍÐA 20 Skiptir á afmælisdegi 3.990 10 lítrar Meðallestur 25-49 Höfuðborgarsvæðið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 75% 56% Móðir Ruthar Reginalds: Sakar Ruth um lygi BÓKAÚTGÁFA Ríkey Ingimundar- dóttir, móðir Ruthar Reginalds, skrifar harðort opið bréf til dóttur sinnar og sakar Ruth og höfund bókar um hana um hálfsannleik, í besta falli lygi. Ríkey íhugar nú málsókn á hendur Ruth og Forlaginu en hún vill meina að í bókinni komi fram skelfilegar ásakanir. Ríkey hafnar því alfarið að hún hafi arð- rænt dóttur sína, hún neitar því að vera alkóhólisti og spyr hver til- gangurinn með bók af þessu tagi sé. Hún segir alkunna að langvarandi neysla vímuefna geti heft andlegan þroska og valdið veruleikafirr- ingu. Sjá nánar á blaðsíðu 22. HEILBRIGÐISMÁL Eitt meginmarkmið sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 var að draga úr kostnaði, en skýrsla Ríkisendur- skoðunar um mat á árangri samein- ingarinnar leiðir í ljós að það mark- mið hefur ekki náðst. „Sameiningin hefur hvorki leitt til aukinna afkasta né sparnaðar eins og að var stefnt,“ segir í skýrsl- unni. „Þó að biðlistar hafi styst í sumum sérgreinum hafa þeir lengst í öðrum. Þá hefur sameining deilda, fækkun starfsfólks og minni yfir- vinna ekki orðið til að draga úr kostnaði,“ segir í skýrslunni. „Hann hefur þvert á móti hækkað svo mik- ið að nú fæst minni þjónusta fyrir hverja krónu en áður var.“ Í skýrslunni segir að rekja megi aukinn kostnað meðal annars til mikilla launahækkana og auk- ins kostnaðar vegna tækninýjunga og lyfja. Faglega séð telur Ríkisendur- skoðun að sameining spítalanna hafi skilað árangri. Stofnunin ber ýmsa þætti í starfsemi Land- spítala-háskólasjúkrahúss saman við bresk háskólasjúkrahús. Meðallegutími sjúklinga er mjög svipaður. Þegar horft er til tíu al- gengustu sjúkdómsflokka kemur í ljós að í sjö tilvikum er legutími á Landspítalanum styttri en í Bret- landi. Niðurstöður athugunar á kostnaði vegna 28 algengustu sjúkdómsflokka á Landspítalanum eru einnig viðunandi. Það er neikvætt að starfsfólk spítalans skilar minni afköstum en starfsfólk spítalanna í Bretlandi. Að meðaltali þarf Landspítalinn 42% fleiri starfsmenn til að skila jafn mörgum sjúkdómsverkum og bresku sjúkrahúsin. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að ólík samsetning verkefna geti haft áhrif á þennan samanburð. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki sé nægilega ljóst hvernig Landspítalanum sé ætlað að vera í framtíðinni. Það dragi úr möguleik- um stjórnenda á markvissri upp- byggingu og stjórnun. Gagnrýnt er að fjárheimildir hafi ekki aukist að sama marki og útgjöld. „Það hefur sömuleiðis sett sam- einingunni ákveðin takmörk að meginstarfsemin fer fram á tveim- ur stöðum,“ segir í skýrslunni. trausti@frettabladid.is sjá síðu 2 UNNIÐ AÐ RANNSÓKNUM Davíð Þór telur ekki að dómur Hæstaréttar vegi að grundvelli gagnagrunns á heil- brigðissviði. RUTH REGINALDS Bók hennar veldur verulegum usla innan fjölskyldunnar. Rás 2 er tvítug. Rokklandsstjórinn Óli Palli lét sér fátt um finnast þegar stöðin var stofnuð og segist hafa verið alveg sama. ▲ SÍÐA 40 Sigurður Björnsson: Verður aftur yfirlæknir HEILBRIGÐISMÁL Deilunni um starfslok Sigurðar Björnssonar sem yfirlæknis lyflækninga við Landspítala-háskólasjúkrahús lauk í gær með því að ákveðið var að Sigurður tæki aftur við stöðu yfirlæknis. Hann lýsti því yfir að hann hefði dregið til baka stjórn- sýslukæru sína til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis vegna brott- vísunar sinnar úr starfi yfirlækn- is og að hann myndi ekki að óbreyttu sinna sjúklingum á læknastofu sinni. Sigurður var færður úr starfi yfirlæknis í stöðu sérfræðings eftir að hann lýsti sig óbundinn af samkomulagi sem hann gerði við stjórn Landspítalans um að stunda ekki stofurekstur sam- hliða starfi sínu hjá spítalanum. ■ Gagnagrunnsdómur kallar á endurskoðun: Breyta þarf lögum Kostnaður jókst eftir sameiningu Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sameiningu spítalanna leiðir í ljós að kostnaðarlega hefur sameiningin engu skilað. Þvert á móti hefur kostn- aður hækkað. Ríkisendurskoðun gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SKÝRSLAN SKOÐUÐ Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, báru saman bækur sínar áður en ný skýrsla um sameiningu spítalanna var kynnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.